Vikan


Vikan - 23.04.1987, Blaðsíða 46

Vikan - 23.04.1987, Blaðsíða 46
BARYSHNIKOV Hann þykir fremsti ballettdansari heims i dag. Hann er óhemjufær og hefur ótrúlegt vald á líkamanum, þessi smágerði Rússi, Mikhail Baryshnikov. Hann hefur dansað sólóhlutverk með frægustu dansflokkum heims á sviði og i sjónvarpi, leikið og dansað í kvik- myndum eins og White Nights sem nýlega var sýnd hérlendis og nú síðast í Time to Dance. Einnig starfar hann sem listrænn stjórnandi hjá American Ballet Theatre í New York. En það mun ekki ýkja langt í að hann nálgist þann aldur er dansarar neyðast til að segja skilið við toppinn því líkaminn lætur smátt og smátt undan því gífurlega álagi sem hin stöðuga þjálfun krefst. Hann er vinsæll og eftirsóttur dansari um allan heim og tjölmiðlafólk eltir hann á röndum en hingað til hefur hann verið spar á að útmála einkalíf sitt í fjöl- miðlum. Leikstjórinn kunni, Roman Polanski, fékk hann þó í viðtal fyrir skömmu fyrir franska tísk ublaðið Vogue. Mikhail er fæddur í borginni Riga í Lettlandi sem þá var hersetin af Rússum og síðan sameinuð Sovétríkjunum. For- eldrar hans voru rússneskir, faðirinn foringi í Rauða hernum en móðirin, sem dó er Mikhail var ellefu ára, dáði list- dans úr fjarlægð. Það var hún sem fékk hann til að snúa baki við fótboltanum og fara í ballettskóla. Mikhail segir að móðir sín hefði orðið góður dansari ef hún hefði getað látið þann draum sinn rætast. Fimmtán ára gamall fékk hann styrk til að stunda ballettnám í Len- ingrad. Að koma þangað segir Mikhail hafa verið jafnvel meira menningarsjokk en að setjast að í Vesturheimi því stór- borgin var köld og líflaus meðan Riga Sá besti var full af lífi og tónlist. Þegar frá leið varð hann vansæll, honum fannst hann ekki þroskast nóg sem dansari og fékk ekki þau hlutverk sem hann vildi og gerðu ærlegar kröfur til hans. Hann var því bæði óánægður og einmana (nýlega hafði slitnað upp úr ástarsambandi) þegar hann ákvað að flýja og verða eft- ir í Kanada er hann var þar í sýningar- ferð með dansflokki sínum árið 1974. „Það gerðist á alveg fáránlegan hátt,“ segir Mikhail. „Nokkrir bandarískir kunningjar mínir höfðu undirbúið flótt- ann og létu bíl bíða eftir mér síðasta kvöldið í nokkurri fjarlægð frá leik- húsinu. Þegar ég koni út stóð hópur fólks fyrir utan og beið okkar. Það greip mig skyndilega fát og ofsahræðsla og ég tók á sprett. Þá fór fólkið að hlaupa á eftir mér og ég man að ég hugsaði að ég kæmist örugglega aldrei að bílnum. Loks sá ég hvar hann beið og stefndi þangað en hvernig ég komsl inn í bíjinn veit ég ekki. Það kvöld drakk ég mig öskufullan." Mikhail eða Mischa, eins og hann er kallaður, var tekið opnum örmum í Bandaríkjunum og þar fékk hann meðal annars tækifæri til að æfa nútimaballett til jafns við hinn klassíska. Hann sakn- aði ekki margs að heiman því samband- ið við fjölskylduna hafði lengi verið stopult sökum fjarlægðarinnar. Fn hann segist fyrst og fremst vera Rússi og það muni hann alltaf verða. Sem dansari er hann líka dæmigerður Rússi með sinn klassíska, þrautþjálfaða og kraftmikla bakgrunn. „Dans er nautn en líka viss kvöl. Sumar hreyfingar eru sársauka- fullar, hversu vel þjálfaður sem maður er. En samt er kvölin ákveðin nautn ef maður nær að lyfta sér yfir hana.“ Einmanaleikinn hefurekki hrjáð Mik- hail mikið i nýja heimalandinu, vinir og kunningjar flokkast um hann að minnsta kosti meðan hann heldur t'rægðinni. í nokkur ár bjó hann með leikkonunni Jessicu Lange og eiga þau saman sex ára dóttur, Aleksöndru. En dag einn hitti Jessica leikskáldið Sam Shepard og yflrgaf Mischa, ásamt dótt- urinni. Aleksandra er i dag eina konan í lífi pabba síns og er alltaf hjá honum við og við. „Ég hafði alltaf haldið að dansinn væri bara starf mitt þar til dótt- ir mín sagði við mömmu sína í sima að við hefðum farið í leikhúsið og þá hefði lum séð sviðið þar sem paþbi ætti heima.“ Mikhail tekur frægðarljómanum með nokkurri varúð og er ekki mjög ginn- keyptur fyrir glæsisamkomum þeim sem stjörnurnar keppast við að sækja. Hann segist njóta þess að vera einn með sjálf- um sér öðru hvoru og þá les hann gjarnan ljóð. „Ljóð er það listform sem stendur næst dansinum. Það sem þetta tvennt á svo mjög sameiginlegt er hrynj- andin. Og ég á eftir að lesa heilan helling. ..“ 46 VIKAN 17. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.