Vikan


Vikan - 30.04.1987, Qupperneq 11

Vikan - 30.04.1987, Qupperneq 11
Flest leggjum við metnað í það sem við gerum. Við viljum vinna vel og finna fyrir viðurkenningu. En því miður fara hlutirnir ekki alltaf eins og þeir eiga að fara. Joan er forstjóri i litlu lyíjafyrirtæki. Hún er taugaveikluð og of þreytt. „Ég verð að fylgjast með hverjum einasta starfsmanni til þess að fullvissa mig um að hann sé að fara eftir fyrirmælum mínum," segir hún. Hún vildi óska þess að fólk sýndi meiri samstarfsvilja. Millie, sem er framkvæmdastjóri, á í erfiðleikum með nýja aðstoðarmanninn sinn. Hún vinnur eftirvinnu „. . .til að bæta fyrir vitleysur og hægagang kon- unnar“. Reyndar klárar Millie mörg verkefni sjálf því hún er hrædd um að annars takist ekki að standa í skilum. Flest kvöld er Barry í litla herberginu sínu. Konan hans kvartar yfir því að félagslíf þeirra hjóna sé í rúst. Barry eyðir klukkustundum í að skrifa og end- urskrifa leiðbeiningar sem hann hefur hannað og hefur áhyggjur af því að þær verði ekki viðurkenndar. Þessi dæmi, sem á undan hafa farið, eru tekin úr raunveruleikanum og eru aðstæður og atvik sem skjólstæðingar mínir hafa lýst. í hverju tilviki gerði fólkið sitt til þess að ná sem bestum árangri en hann varð samt ekki fullnægj- andi. Hvað gerðist? Samkvæmt orðabók er það að vera árangursríkur skilgreint sem eiginleikinn að geta náð góðum árangri án þess að hafa mjög mikið fyrir því eða eyða orku. Þetta þýðir að maður verður að skipu- leggja sjálfan sig, aðra, tímann, verkefni og tæki, allt eftir því hvernig starfi mað- ur gegnir. Þegar eitthvað fer úrskeiðis er auðvelt að skella skuldinni á aðra. Joan er sann- færð um að leti starfsfólksins sé vanda- málið hjá sér en frá sjónarhóli starfs- fólksins er Joan alltof kröfuhörð. Og sökum hinna nánu tengsla allra þeirra sem eru viðkomandi þessu máli er mjög erfitt að greina vandamálið á skynsam- legan hátt. Til að ákvarða ástæðurnar fyrir litlum afköstum í vinnu er best að skoða skipu- lagninguna sjálfa; skipulagshæfileika sína, andlegt atgervi og samskipti við aðra. SKIPULAGNING: Vandræði koma í ljós þegar samstarf milli fyrirtækis og einstaklings gengur illa á sviði starfs- ákvörðunar, gilda, mælikvarða á hegðun, vinnustíl, andrúmsloft og stjórnun. Stundum er ábyrgð ekki greinileg og maður verður að gera hlutina upp á eigin spýtur. En það er oft mikil áhætta. Evelyn hefur áhyggjur af því að skýrslur hennar eru mikið gagnrýndar fyrir að vera of nákvæmar og langar. Évelyn, eins og Barry, kemur oftast með vinn- una sína heim af skrifstofunni vegna þess að hún getur ekki klárað hana á skrifstofutímanum. Það verður ringulreið þegar verkefni eru ekki skilgreind. Ef yfirmaður Evelyn hefði útskýrt fyrir henni tilgang skýrslna fyrirtækisins hefði hún áreiðanlega hegðað sér öðruvísi. Við náum meiri árangri í störfum sem hæfa getu okkar. Ef þér gengur illa að fást við smáatriði eða þér finnst erfitt að skrifa væri ekki viturlegt að finna sér vinnu þar sem krafist er mikilla eða nákvæmra skrifta. Þar sem ríkir mikil streita, slæmt andrúmsloft eða erill er erfitt fyrir alla að vinna og sérstaklega þá sem eiga best með að vinna í friði og ró. SKIPULAGSHÆFILEIKAR: Það á misvel við fólk að taka við skipunum. Til eru líka þeir sem vilja taka sjálfstæð- ar ákvarðanir. Hefur þú góða tilfinningu fyrir því hvað á að gera og ef svo er hversu lang- an tíma það tekur þig? Þetta krefst hæfileika til að sjá hvaða forgangsröð mismunandi atriði hafa, setja markmið, kryfja verkefni og tímasetja þau. Oraunhæfur skilafrestur, of fátt starfs- fólk og léleg vinnuaðstaða bjóða upp á mikla erfiðleika. Vonar þú að hamingj- an sé þér hliðholl og þér takist það ómögulega? Eða krefstu aðstoðar? ANDLEGT ATGERVI: Ákvarðanirn- ar eru komnar undir persónuleika þínum, viðhorfum og aðferðum við að kljást við vandamál. Ef maður lætur sem allt sé í lagi, þegar það er það ekki, er mikil hætta á ferðum. Josie, enn einum skjólstæðingi mínum, fannst hún vera hjálparvana og vildi að fólk hjálpaði sér óeðlilega mikið. Hún leitaði sér aðstoð- ar, jafnvel þótt framkvæmdastjóranum hennar þætti minna til hennar koma fyrir vikið. Ofurnákvæmni Barrys reyndist líka gera það að verkum að hann náði lak- ari árangri en ella. Fred hefur hins vegar við annað vandamál að stríða. Hann veit að hann nær ekki þeim árangri sem hann vill ná, með aðeins eins dags æf- ingaprógrammi. Hann er með öðrum orðum að fást við verkefni sem hann veit að niun mistakast. Afleiðingin af því er sú að hann er hræddur um að móðga viðskiptavininn. í stað þess að bjóða sér- fræðingsskoðun sína þegir hann. Skortur á sjálfsöryggi, þörf fyrir stans- laust samþykki, engin löngun til þess að taka gagnrýni og mikil reiði spillir verulega þeim árangri sem annars gæti náðst. Að geta ráðið við tilfinningar sín- ar er grunnskilyrði þess að maður nái markmiðum sínum. SAMSKIPTI VIÐ ANNAÐ FÓLK: Við náum yfirleitt bestum árangri þegar okkur finnst við fá viðurkenningu. Það að Joan bjóst við of miklu af starfs- mönnum sínum og að Millie skyldi ekki treysta öðrum verður til þess að óá- nægja myndast. Séu samskipti við samstarfsmenn eða yfirmenn ekki í lagi skapast einnig vandamál. Útkoman er of lítil eða nei- kvæð viðbrögð, léleg tjáskipti, gífurleg samkeppni eða öfund. Þetta leiðir allt til slæms anda og lélegra afkasta. HJÁLP: Ef þú gerir þér grein fyrir því að vandamál er til staðar, hvernig hefst þú þá handa við lausn þess? Ein aðferð, „fréttaaðferðin", gerir það að verkum að hægt er að greina þau atriði sem eru flækt í málið. Á um það bil þremur mínútum skaltu segja vini þínum stuttlega frá vandamálinu. Reyndu að komast alveg hjá því að segja eitthvað sem leggur dóm á málið eða lýsir þinni skoðun. Segðu bara frá því hvað er að gerast, hvenær það hófst og hver eru aðalatriðin. Ræddu hvers vegna vandamálið er til staðar, nefndu hvaða atriði eða svið vandamálsins sem er. Oft næst góður árangur með því að spyrja: „Hvaða möguleika hef ég? Hvaða að- gerðir eru skynsamlegar?" ÞJÁLFUN: Ef árangur þinn í starfi er umdeilanlegur ættir þú að hugleiða að þjálfa sjálfa(n) þig. Skoðaðu aðferðirnar sem þú notar við að fást við vandamál. Greindu atriðin hvert frá öðru og svo skaltu fást við hvert og eitt. Lærðu að þekkja veikleika þína. Þegar þú ert far- in(n) að stjórna framförum þínum skaltu hrósa þér. Fyrir þá sem eru í yfirmannsstöðum er líka mikilvægt að stunda sjálfsþjálfun. Ef Millie hefði vitað að framkvæmda- stjóri, sem þjálfar, nær miklu meiri árangri heldur en sá sem stjórnar ein- göngu hefði hún náð allt öðrum árangri. I stað þess að eyða orku með því að tína alltaf til það sem miður fór hefði Millie getað haldið fundi og skipulagt með aðstoðarmönnum sínum hvernig hægt væri að gera vinnuna almennilega. Leyfi maður fólki að gera sín eigin mistök þýðir það ekki endilega að allt fari í handaskolum. Með viðeigandi uppörvun og þjálfun er hægt að auka mjög hæfni manna. Með þolinmæði og trú á mögulega hæfileika einstaklingsins er hægt að framkvæma undur og stór- merki. ia TBL VIKAN 11
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.