Vikan


Vikan - 30.04.1987, Side 30

Vikan - 30.04.1987, Side 30
Þetta eru tvær gullfallegar stúlkur úr austurhluta Lundúnaborgar. Þær hafa átt tvö lög sem hafa far- ið hátt á breska vinsældalistann og þær stefna hærra. Það er ekki laust við að litið hafi verið á þær sem eins konar kyntákn en þær segjast vera ósköp venjulegar og siðsamar stúlkur. Þær eru systur, Kim er fimm árum eldri en Mel. Þær hafa sungið frá því að þær voru sjö ára en það var ekki fyrr en á síðasta ári sem þær gáfu út plötu. Mel hætti í skóla þegar hún var aðeins fimmtán ára. Tveim árum seinna benti mamma hennar henni á að reyna fyrir sér sem fyrir- sæta þar sem hún væri ágætlega vaxin. Móðir hennar sendi myndir af henni til umboðsmanns og stuttu seinna sat hún fyrir hjá tíma- ritunum Penthouse og Mayfair. Hún segir að hún sjái ekki eftir neinu en hún komi ekki til með að endurtaka þennan leik, þó að þeim Kim yrði boðin há fjárhæð kæmi það ekki til greina, þessum kafla sé lokið. Kim segir að líklega hafi þessar myndir af Mel orðið til þess að fóík hafi fengið rangar hugmyndir um þær og hafi hugsað sem svo: Þetta eru bara tvær stelpur af blað- síðu þrjú (en það birtast víst að jafnaði nektarmyndir á blaðsíðu þrjú í bresku blaði) að gefa út plöt- ur (samanber Samantha Fox). En staðreyndin er að Mel sat fyrir á þessum myndum löngu áður en við byrjuðum að gefa út plötur. Það eru ýmsir sem öfunda okkur af velgengni okkar. Fyrst þegar þær reyndu að ná samningi við útgáfufyrirtæki gekk það ekki of vel. Þær sendu inn upptöku en ekkert gerðist. Þá mættu þær á svæðið en fengu 30 VIKAN W TBL

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.