Vikan


Vikan - 30.04.1987, Síða 36

Vikan - 30.04.1987, Síða 36
nægilega fyrir sér og tekur þess vegna séns- inn. En það er alltaf erfitt að skiljast við stað þar sem manni og fjölskyldunni líður mjög vel. Allt í lukkunnar velstandi. Svo þurfa allir að rífa sig upp vegna þess að heimilisfaðirinn fær tilboð um vinnu sem hann telur að sé betri. Að vísu er starfið hérna skemmtilegra heldur en starfið á Skagaströnd var en okkur líkaði mjög vel að búa þar. Þau rúmlega tvö ár, sem ég var sveitarstjóri á Skagaströnd, var ég allt í öllu. Að því leytinu er gjörólíkt að stýra stóru bæjarfélagi eða litlu. Hjá stóra bæjarfélaginu hefur maður undirmenn og er rneira í yfirstjórn. En það var góð þjálfun að vera á Skagaströnd, þar lærði maður að vinna verkin og átta sig á gangverki bæjarfélags. Þetta er nefnilega starf sem ekki er hægt að læra í skóla. Annars er mjög praktískt fyrir bæjarstjóra að vera menntaður landfræðingur enda er það æ algengara að bæjarstjórar séu menntaðir landfræðingar." Það er aldrei hœgt að vita fyrirfram hvað gerist í lífinu. Maður þvœlist bara áfram. Af orðum bæjarstjórans má ráða að það hafi verið helber tilviljun að hann réð sig til Akureyrar. Þegar ég ýja að því játar hann og segir: „Þetta var tilviljun, ég hefði allt eins getað lent einhvers staðar annars staðar. Það er aldrei hægt að vita fyrirfram hvað gerist í líf- inu. Maður þvælist bara áfram. í bæjarstjóra- stöður er ráðið eftir kosningar, einn, tveir og þrír. í mig var til dæmis hringt á mánudegi og ég átti að gefa svar tveimur eða þremur dögum seinna, þetta er „take it or leave it“. Svo er maður ráðinn í tjögur ár að þeim tíma liðnum verður kosið aftur og þá veit maður ekkert hvað gerist.“ - En er ekki kominn upp hópur manna sem gengur á milli bæjarfélaga? „Jú, jú, þeir sem standa sig vel og eru komn- ir með reynslu í starfínu fá ef til vill vinnu í næsta bæjarfélagi ef þeir hafa áhuga. En hvar? Það er óvissan. Ef bæjarstjóri fer frá af póli- tískum ástæðum eða út af úrslitum kosninga þá getur hann bara farið á annan stað. Það er dálítið um að menn fari á milli sveitarfé- laga. En þó er það þannig að stóru sveitarfé- lögin eru að sækja sér menn úr litlu sveitarfé- lögunum. Þar ná þeir í menn með reynslu, menn sem eru komnir með þjálfun og þekkja allt kerfið. Eins og ég sagði áðan er ekki hægt að læra þetta í skólum, menn verða að fá þjálfun. Eftir síðustu kosningar var þó- nokkuð um að menn færu frá litlu sveitarfé- lögunum til þeirra stóru, stækkuðu við sig. Það er líka nokkuð um að þeir sem hafa ver- A bæjarstjórnarfunai. 36 VIKaN 16 TBL

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.