Vikan


Vikan - 30.04.1987, Page 46

Vikan - 30.04.1987, Page 46
Við Pálmi förnm í Hofsá - segir Friðrik Friðriksson Friörik Friöriksson meö 19 og 12 punda laxa á fögrum júlídegi á Hraun- inu í Aðaldalnum. „Það getur ekki verið ann- að en manni lítist vel á sumarið því það eru svo margir bjartsýnir í kringum mann,“ sagði Friðrik Frið- riksson, sparisjóðsstjóri á Dalvík, í samtali við Vikuna. „Já, það eru margir bjartsýnir og þetta verður mikið af bæði stórum og smáum laxi sem veiðist. Það á að fara vítt og breitt að veiða, hvort sem það verður í Mýrarkvísl eða á Hraunið í Aðaldalnum. Svo ætlum við Pálmi Gunnarsson í Hofsá í Vopnafirði í sumar. Síðan langar mig neðar i Laxá í Aðaldal en það er ekki hlaupið að því. Það verður víða veitt og fyrst maður er kominn upp i 20 punda flokk- inn er 30 punda flokkurinn næstur. Kannski maður fái einn svoleiðis í sumar?“ Dorgveiðin hefur notið mikillar hylli hjá veiðimönnum í vetur og hafa margir dorgað. Það er líka hægt að sjá ýmislegt niður um ísinn og oft mikið af ftski þótt hann taki ekki alltaf. 46 VIKAN ia TBL

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.