Vikan


Vikan - 30.04.1987, Blaðsíða 54

Vikan - 30.04.1987, Blaðsíða 54
Gísli, Eiríkur, Helgi myndi geta lagt ýmislegt til málanna. Hann dró sig því í hlé og helgaði rann- sóknunum alla krafta sína.“ . „ Og þá er það bara Helgi sem er eft- ir,“ sagði ég. „Rétt er það,“ Appleby brosti. Ég get ekki gert að því en mér fundust þessi bros hans oft hálfgerður óþarfi. „Helgi stundaði verðbréfasölu og í sannleika sagt gekk honum ekki alltof vel. Hann lifði ósköp hversdagslegu lífi eins og faðir hans hafði gert. Það voru samt í honum einhverjar taugar til ævin- týra og svaðilfara eins og í Gísla. Hann átti sér nefnilega dálítið sérkennilegt áhugamál. Hann var hellafræðingur.“ „Hellafræðingur?" „Já, hellar, neðanjarðarár og sprungur í jarðskorpuna voru hans ær og kýr. Þetta er í tísku þessa dagana og Helgi var félagi í nokkrum klúbbum og félög- um sem fengust við svonalagað. Hann kunni þó best við að stunda hinar hættu- legu hellaferðir sínar einn. Helgi var einhleypur og öldruð ráðs- kona sá um hann. Hann gat því stundað myrkraverk sín neðanjarðar eins og hann lysti. Þar kom loks að Helgi hvarf að heiman í hellaferðir aðra hverja helgi. Nú, hann var einmitt að setja niður far- angur sinn fyrir einn slíkan leiðangur þegar ráðskonan kom til hans með sím- skeyti. Hann opnaði það og hnussaði gremjulega: Bannsett vandræði. Villi- maðurinn er kominn til Southampton. Þar sem ráðskonan hafði ekki verið nema skamman tíma í þjónustu Helga skildi hún hvorki upp né niður í þessu. Gísli bróðir er kominn til landsins, sagði Helgi, og hann ætlar að koma og heim- sækja mig. Nú jæja, hann verður að sjá um sig sjálfur í nokkra daga. Þegar hann kemur skaltu segja honum að ég komi heim á mánudaginn. Helgi lauk síðan við að setja niður og lét ráðskon- una fá miða með heimilisfangi í York- shire þar sem átti að vera hægt að ná sambandi við hann.“ „Skildi hann alltaf eftir heimilisfang?" „Já, svo virðist vera. Stundum kom að vísu fyrir að hann fór á flakk og ekki var hægt að ná til hans og svo mikið er víst að það var ekkert óeðlilegt við ferðir hans þessa helgi. Það sem hann hafði sagt ráðskonunni bjó hana undir það sem næst gerðist en það var að skeggjaður náungi barði að dyrum hjá henni aðeins nokkrum klukkustund- um síðar. Ráðskonan sagði að húsbóndi hennar hefði farið að heiman skömmu eftir að hann fékk símskeytið og að hann kæmi ekki heim aftur fyrr en eftir þrjá til fjóra daga. Villimaðurinn virtist ekki verða nema i meðallagi ánægður með þetta en hypjaði sig samt í burtu og kvaðst mundu hafa símasamband við bróður sinn.“ Appleby hikaði eins og að hann væri að ákveða hvernig hann ætti að haga framhaldi sögunnar. „Nú jæja, Helgi hitti nokkra félaga sína í Yorkshire eins og ákveðið hafði verið og dvaldist með þeim í tvo daga. Síðan hélt hann af stað upp á eigin spýtur og minntist á það við einhvern að hann ætlaði að skoða Grendale Cleft.“ „Og hvað í veröldinni er það nú?“ „Það er inngangurinn í mjög djúpa hella í Cumberland. Þú getur væntan- lega giskað á hvað gerðist næst. Jú, alveg rétt, Helgi týndist og að lokum var kall- að á lögregluna.“ „Var kallað á þig?“ „Nei, það var náungi sem heitir How- ley sem stjórnaði rannsókninni. Ráðs- konu Helga fannst í fyrstu ekkert óeðlilegt við hvarf hans og að lokum var það villimaðurinn sem náði i lögregl- una. Hann hafði hringt nokkrum sinnum til að spyrjast fyrir um bróður sinn. Þegar þrjár vikur voru liðnar frá þvi að Helgi hvarf kom villimaðurinn í eigin persónu niður á Scotland Yard og krafðist þess að lögreglan rannsakaði málið. Það var varla hægt að segja að hann væri með óþarfa heimtufrekju. Það var leitað að Helga en það eina sem fannst voru leifar af bakpoka og reipis- slitrur." „Við Grendale Cleft?“ „Nei, við svipaðan hellisinngang, mun afskekktari og hættulegri, sem heitir Gimlet. Þetta þýddi að Helgi var horf- inn um alla eilífð því að það var enginn möguleiki á því að hann kæmi lifandi upp úr þessu ginnungagapi. Aframhaldið var eins og lög gera ráð fyrir. Lögmaður fjölskyldunnar tók málið í sínar hendur og skeggjaði villi- maðurinn settist að í íbúð Helga til að ganga frá málunum. Það var einmitt þar sem Brian Howley lögregluforingi átti sitt síðasta samtal við hann. Villi- maðurinn hafði heitið þeim manni verðlaunum sem gæti gefið upplýsingar um afdrif bróður síns og lögregluforing- inn vildi bara tilkynna honum að lögreglan væri búin að þvi og því myndi enginn sækjast eftir verðlaununum. Þetta samtal tók nákvæmlega fimm mínútur og það hefði bara tekið fjórar ef síminn hefði ekki hringt og villimað- urinn svarað. Halló, sagði hann í tólið, þetta er Gísli sem talar. Hann endurtók þetta og lagði síðan á. Skrýtið, sagði hann við Howley með sínum kanadíska framburði, þetta var langlínusamtal en náunginn hinum megin lagði bara á.“ Appleby gerði hlé á máli sínu. „How- ley gat ekki séð að þetta símtal tengdist á nokkurn hátt hvarfi Helga en aðeins nokkrun klukkustundum síðar var villi- maðurinn bak við lás og slá.“ Ég varð undrandi: „Hafði hann drepið Helga?“ „En kæri vinur, þetta var Helgi, það ætti að vera hverjum manni ljóst. Það er ekki nóg að ganga um með gervi- skegg,“ útskýrði Appleby. „Það dugar kannski einu sinni og þá í skamman tíma. Helgi var með gerviskegg þegar hann talaði fyrst við ráðskonuna sína, rétt eftir að hann hafði sent sjálfum sér skeytið. Því næst fór hann til Yorkshire og dvaldist þar með félögum sínum og að þvi búnu lagðist hann út og safnaði skeggi, hringdi til ráðskonunnar öðru hverju og gekk frá málum við Gimlet. Þegar honum var vaxið nógu mikið skegg taldi hann óhætt að láta sér skjóta upp aftur, sem Gísli.“ „En hvað átti þetta allt saman að þýða?“ „Helgi hafði fengið fréttir frá Kanada af andláti Gísla en kringumstæður voru allar svo óljósar að víst var að aldrei myndi fréttast neitt um málið heim til Englands. Með því að látast vera Gísli færi hann fram fyrir Eirík í erfðaröðinni eftir föður þeirra. En þetta mistókst því að upp um hann komst.“ „En hvers vegna komst upp um hann, minn kæri Appleby?“ „Heyrn Eiríks. Helgi gekk út frá þeirri staðreynd að Eiríkur væri blindur en hann vissi ekki hversu góða heyrn hann hafði. Það var einmitt Eiríkur sem hringdi og hann þekkti strax rödd Helga þótt hann talaði með kanadískum hreim. Um leið og farið var að kafa ofan í mál villimannsins kom hið sanna í ljós.“ 54 VIKAN 18. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.