Vikan


Vikan - 30.04.1987, Side 59

Vikan - 30.04.1987, Side 59
Ég flatti nefið út á rúðunni og grám- inn breiddi úr sér: grátt inni, grátt úti, grátt inní mér. Og þegar and- vörpin voru farin að skella á nnakkanum á méreftir hringferð um ókunna stofuna tók ég gráa vandamálið skynsamlegum tökum. Að fara í vinnuna var ekki til um- ræðu en ég gæti: a) breitt upp yfir haus, b) farið bara heim, c) borðað eggin á meðan þau voru heit, d) farið í bíó, e) flett blöðunum, f) þvegið upp, e) borað í nefið. Þetta var ótrúlega skemmtileg og litrík dagskrá sem boðið var uppá svo ég ákvað að yfirgefa svæðið áður en hún yrði endursýnd. Ég hafði rekið í hann augun um leið og ég gekk inní Botanisk have. Og á meðan ég þræddi stígana heyrði ég fótatakið á eftir mér. Þeg- ar ég stansaði til að mynda þá stoppaði hann líka, saug ögn uppí nefið og ýmist ýtti upp eða tosaði niður rauða húfuna. Eg varfarin að halda að hann ætlaði að vera eins og skugginn minn gegnum garðinn þegar hann allt í einu sagði: Af hverju ertu að mynda þessar grænu styttur? Bara, mér finnst gaman að því, svaraði ég. En þær brosa ekki, sagði hann grafalvarlegur. Nei, auðvitað ekki, jaetta eru stytt- ur, sagði ég og brosti til hans. Pabbi vill alltaf hafa mig brosandi þegar hann tekur myndir af mér en ég vil ekki brosa af því það vantar í mig tönn. Tvær. Sjáðu bara, sagði hann, teygði munnvikin í átt að eyrunum og opinberaði skarðið. Á ég að taka mynd af þér? Nei,takk. Jæja, þá tek ég bara mynd af þér seinna þegar þú ert kominn með nýjartennur. Verður þú þá hér? Nei, kannski ekki. Ætli ég verði ekki bara á íslandi þá. Það er ekki í Kaupmannahöfn. 18. TBL VIKAN 59

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.