Vikan


Vikan - 04.06.1987, Blaðsíða 23

Vikan - 04.06.1987, Blaðsíða 23
Umsjón: Hilmar Karlsson afsali sér yfirráðum á barni sínu. Leið hans liggur nú til Las Vegas þar sem hann einsetur sér að taka þátt í heimsmeist- arakeppni í sjómanni. Sonur hans, sem ekki vill sjá af föð- ur sínum, eltir hann og kemur á réttum tíma til að sjá föður sinn vinna heimsmeistaratitil- inn. . . Eins og sjá má kveður nokkuð við annan tón en í eldri myndum Stallone. í fyrsta skipti snúast hlutirnir um barn og handalögmál en ekki blóðug vopnaviðskipti, enda er frumgerð handritsins - eftir þann virta handritshöf- und Stirling Silliphant. Syl- vester Stallone komst að vísu með puttana í handritið og er einnig skrifaður fyrir því. Ekki leikur Stallone alveg frítt í Over the Top því hann fékk litlar tólf milljónir doll- ara í sinn hlut sem jafngildir tæpum 480 milljónum ís- lenskra króna. Það er því víst að margir verða áhorfendur að vera svo framleiðendurnir, sem í þessu tilviki eru Mena- hem Golan og Yoram Globus, betur þekktir sem Cannon bræður, fái eitthvað í sinn hlut. Leikstjórn er í höndum Menahem Golan. Over the Top mun að öll- um líkindum verða sýnd bráðlega í Háskólabíói. Myndbönd GAMORRA ★ ★ ★ Leikstjóri: Lina Wertmuller. Aðalleikarar: Angela Molina, Harvey Keitel og Francisco Rabal. Sýningartími: 97 min. - Útgefandi: Háskólabíó. Eins og flestum er kunnugt er skipulögð glæpastarfsemi algeng á Italíu. Flestir kannast við mafiuna. í Napolí gengur mafian undir nafninu ga- morra og er stór þáttur í lifi margra, beint og óbeint. Lög gamorra eru lög götunnar og svik er sama og dauði. Mynd Linu Wertmiiller fjallar um líf fólks í Napolí, þar sem konur reyna árangurslaust að passa börn sín gagn- vart útsendurum gamorra sem troða eiturlyfjum inn á börn til að gera þau að neytendum. Aðalpersónan er einstæð móðir sem verður vitni að því að sonur glæpaforingja er drepinn. Sjálf heldur hún við annan glæpaforingja. Hún hefur ekki áhyggjur af þessu fyrr en vinur hennar er drepinn og reynt er að troða eiturlyQum í tíu ára son hennar... Gamorra er að mörgu leyti sérstök mynd. Málstaður konunnar í samfélagi glæpamanna er skýrt dreg- inn og myndin býður upp á mikla dramatík og spennu. OXFORD BLUES ★ ★ Leikstjóri: Robert Boris. Aðalleikarar: Robert Lowe, Ally Sheedy og Amanda Pays. Sýningartími: 88 mín. - Útgefandi: JB-myndbönd. Að senda bandaríska glamorleikarann Rob Lowe til Oxford er hugmynd sem eingöngu getur fæðst í Hollywood. Lowe leikur í Oxford Blues stælgæja sem á sína draumadís. Sú er með blátt blóð í æðum og er nemandi í Ox- ford. Eftir krókaleiðum fær stráksi sig innritaðan í Oxford og er ekki lehgi að koma sér í ónáð hjá kennurum og enskum nemendum. Og ekki bætir stöðuna að honum gengur ekkert með draumadísina sína. Hann hefur þó einn kost sem reynist honunt vel. Hann er góður ræðari. Engin íþrótt er í jafnmiklum hávegum höfð í Oxford og róður. Eftir ýmsa erfiðleika nær hann að eyða einni nótt með draumadísinni sinni, en lengra nær það ekki. Hann verður að sætta sig við að verða hrifinn af amerískri skólasystur t sinni. Söguþráðurinn er mikil endaleysa. Það sem bjargar er frísklegur leik- ur aðalleikaranna í mynd sem hefur fáa dauða punkta. RED SONJA ★ ★ Leikstjóri: Richard Fleischer. Aðalleikarar: Arnold Schwarzenegger, Brigitte Nielsen og Sandahl Bergman. Sýningartími: 82 mín. - Útgefandi: Háskólabíó. Brigitte Nielsen er þekktari sem frú Sylvester Stallone en leikkona. Red Sonja er hennar fyrsta mynd. Eftir að hafa séð hana í þremur myndum er leitun að verri leikkonu. Húnerskásti Red Sonja því þarþarf hún ekki að segja neitt gáfulegt. Red Sonja er ævintýramynd er gerist einhvern tíma í fornöld og segir af Sonju er leitar steins eins sem hefur þá náttúru að geta stjórnað veðurfari. Hann er i vörslu geðveikrar drottningaren efekki næst í steininn mun jörðin tortímast. Með aðstoðs sjálfs Arnolds Schwarzen- egger er henni ekkert að vanbúnaði og eftir mikil ævintýri ná þau að bjarga jörðinni frá tortímingu. Það er ekki laust við að upp komi sú hugmynd að áður fyrr, þegar þrjúbíóin voru og hétu, hefði Red Sonja gert það gott. H ún býður upp á svaðilfarir, skylmingar og ævintýramennsku, er sem sagt ágæt fyrir augað ef menn geta leitt hjá sér talað mál. JOEY (MAKING CONTACT) ★ Leikstjóri: Roland Emmerich. Aðalleikarar: Joshua Morell, Sean Johnson og Mathias Kraus. Sýningartími: 86 mín. - Útgefandi: Laugarásbíó. Eiginlega er erfitt að átta sig á fyrir hverja Joey (Making Contact) er gerð. Fullorðnir verða fijótir að sjá þá miklu annmarka sem eru á mynd- inni og eiginlega held ég að börn verði hrædd við að horfa upp á alla óskýranlegu dulúðina sem er samfara senum sem svo sannarlega eru ekki fyrir börn. Myndin fjallar um Joey sem við lát föður síns kemst í kynni við dularfull öfi. Meðal annars talar hann við föður sinn í leikfangasíma og leikföngin hans taka upp á því að leika sér sjálf. Þetta breytíst þegar hann finnur gamla og ljóta brúðu sem hafði verið notuð til búktals. I þess- ari brúðu býr illur andi sem nærist á ótta annarra. Þrátt fyrir tilraunir tekst Joey ekki að losna við brúðuna... Eiginlega verður söguþráðurinn svo ruglingslegur í lokin að ekki stendur steinn yfir steini og spurningarnar eru margar en svörin engin. 23. TBL VIKAN 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.