Vikan


Vikan - 04.06.1987, Qupperneq 29

Vikan - 04.06.1987, Qupperneq 29
VTKAN OG HLVERAN Vinstri akreinin Litlir hlutir hafa mikla þýðingu, segir í ljómandi fallegum dægurlagatexta. Þetta er nokkuð gildur sannleikur. Við tökum stóru málin föstum tökum en látum stundum þessi litlu núast og naga. Tökum dæmi af vinkonu minni einni sem hefur komist í gegnum stóra erfiðleika með reisn og manndómi en er alltaf að velta smámunum fyrir sér og lætur þá tefja sig við að lifa lífinu. Það er líka svo sem rétt að þessi litlu, smáu atvik og litlu orðin, sem detta af vörum vina og annarra, geta sært og tafið mann frá verki. Við hér á ritstjórn Vikunnar höfum fyllsta skilning á smávandamálunum. Þess vegna opnum við hér möguleika fyrir lesendur okkar til að tjá sig um smáatriði, sem ýmist pirra eða gleðja. Það sem gleður má að sjálfsögðu líka fljóta með. Það stóra má líka koma með, við vitum varla hvar mörkin eru á milli þess litla og stóra. Allt er afstætt, það sem er lítið í mínum augum getur verið stórt í annarra augum og öfugt. Hér er sem sagt að opnast vettvangur álíka og „um dag- inn og veginn“ er í Ríkisút- varpinu, sem allir þekkja vegna þess að hann er jafn- gamall okkur öllum. Einnig má líta á þennan vettvang sömu augum og opinn ræðu- stól, þar sem við getum fengið útrás fyrir geðvonsku og bent á að gott geti orðið betra. Það sem getur verið umíjöllunarefni á stuttan, laggóðan og snyrtilegan, já og dálítið skondinn hátt er nánast allt milli íjalls og fjöru. Tökum þá aftur dæmi af vinkonu minni sem lætur smá- muni fara í taugarnar á sér en brýst í gegnum stóru erfiðleikana. Nýlega bauð ég henni í bíltúr um höfuð- borgina. Veðrið var gott og bíllinn í góðu standi. Það var fátt sem átti að geta skyggt á þessa ökuferð, sem lengi hafði staðið til að fara - nema vinkona mín fór að láta smáatriðin pirra sig. Umferðin var allnokkur. Og vinkonan byrjaði. Umferðarmenning íslendinga, sagði hún og hnuss- aði. Það á að setja flesta bílstjóra landsins í endurhæfingu, fullyrti hún. Ég þagði þunnu hljóði og reyndi að vanda mig við stjórnun ökutækisins svo ég félli ekki undir endur- hæfingarstimpilinn. Hún hefur eflaust tekið þögn mína sem samþykki og i kjölfar þagnarinnar upphófst langur fyrirlestur um um- ferðarmenningu annarra þjóða, það væri nú allur munurinn að keyra í Þýskalandi, sagði hún. Hún talaði af reynslu. Hjá öðrum þjóðum væru UMFERÐARREGLUR sem fólk færi eftir, hélt hún áfram. Ég reyndi aðeins að malda í móinn og halda uppi vörnum fyrir landann, benti henni hæversklega á umferðarmenningu ítala og fleiri þarna suð- ur frá, þar sem flautað væri fyrir horn. Hún hlustaði ekki en benti í ákafa á glæsikerru fyrir framan okkur og óskap- aðist yfir keyrslulaginu. Glæsikerrunni var ekið á fjörutíu kílómetra hraða eða álíka lulli á vinstri akrein af tveimur mögulegum. Hægri akreinin var auð og við sem komum á rúmlega sextíu máttum hægja vel á og lulla á eftir. Þarna sérðu, sagði vinkon- an. Bílstjóranum á þessum bíl dettur ekki í hug að færa sig yfir á hægri akreinina til að hleypa okkur fram úr, hægari umferðin á að vera á hægri braut en sú hraðari á vinstri. En það er enginn sem skilur þetta eða fer eftir því. Og það er ekki eins og þetta hafi verið tekið upp í gær. Nei, þessar reglur hafa gilt í mörg ár en enginn fer eftir þeim. Vinkonan þagnaði þegar stefnuljós á glæsikerrunni fyrir framan gaf til kynna að fyrirhuguð væru akreinaskipti. Smáglæta, nú hlýtur hún að verða ánægð, hugsaði ég. En hún hnussaði bara og skammaðist yfir því hvað bílstjórinn væri lengi að hugsa. Nú, þegar glæsikerran var komin til hægri, tók ekki betra við. I ljós kom stór flutningabifreið. Þá öskraði farþegi minn: Týpískt! Hún steytti hnefa út í loftið og við lá að hún tæki andköf. Mér var ekki farið að lítast á blikuna og sá að við svo búið væri ekki akandi. Ég greip fyrsta tæki- færi til útkeyrslu af tveggja akreina brautinni og ók með vinkonu mína um einstefnugötur borgarinnar þar til í öng- stræti var komið. Þá hitnaði mér í hamsi og byrjaði: Það er þetta með vinstri akreinina... Þórunn Gestsdóttir ritstjóri -fi * 23. TBL VIKAN 29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.