Vikan


Vikan - 04.06.1987, Page 35

Vikan - 04.06.1987, Page 35
Það er eitt af þessum fallegu haustkvöldurn, skólinn nýbyrjaður og gaman að vera til. í íþöku, bókhlöðu Menntaskólans í Reykjavík, er þröng á þingi. Framtíðin, málfundafélag skólans, er að halda fyrsta málfund vetrarins. Eins og meðvituðum busa sæmir var undir- rituð mætt til leiks enda umræðuefnið ekki af ómerkari endanum - Keflavíkursjónvarpið og áhrif þess á íslenska menningu. Umræðan fer fjörlega af stað. Andstæðing- ar sjónvarpsins eru greinilega í meirihluta þó það eigi sér líka meðmælendur. En fljótlega tekur að hitna í kolunum. Sá sem þar á mest- an hlut að máli er lágvaxinn piltur, Ijós yfirlit- um. Var hann eindreginn fylgjandi kanasjón- varpsins og sparaði ekki stóryrðin. Ekki hafði hann talað lengi þegar áheyrendur voru farn- ir að hrópa fram í, púa og úa, jafnvel standa upp og steyta hnefann að ræðumanni. Fór svo að lokum að ræðumaður var púaður niður við mikinn hávaða. Ekki var þó að sjá að ungi maðurinn tæki þetta sérlega nærri sér. Hann hló bara og honum virtist verulega skemmt. Þessi ungi maður var Pétur Guðjónsson. Og árin liðu. Næst þegar ég frétti af Pétri var hann kom- inn með doktorsgráðu frá Harvard og stóð í því að hleypa upp blaðamannafundi fyrir Fid- el Castro í Suður-Ameriku og beindi með því athyglinni að íslandi og sjálfum sér eitt sögu- legt andartak. Enn liðu árin. Nú var Pétur búinn að stofna samtök um að gera jörðina mennska, auk þess sem hann ferðaðist um heiminn þveran og endilangan og kenndi mönnum að slappa af og höndla lífshamingjuna. Framhaldið þekkja flestir. Pétur kom heim, stofnaði Samhygð og í kjölfarið fylgdi Flokk- ur mannsins. En hver er hann og hvað hefur á daga hans drifið síðan hann hleypti öllu í bál og brand á málfundinúm forðum daga? Þegar við hittumst sagði Pétur mér að hann heféi nýlokið við að skrifa ágrip af lífshlaupi sínu fram til þessa dags. „Finnst þér ekki voðalega hallærislegt að skrifa ævisögu sína, fertugur maðurinn," segir Pétur og hlær þegar hann sér hvað ég verð langleit við þessar frétt- ir. „Ég var beðinn um þetta. Fyrst fannst mér það óskaplega fáránlegt en lét svo tilleiðast og nú er þetta til í handriti.“ Honum er af- skaplega létt um mál og er einn af þessum mælskumönnum sem tala með höndunum og reyndar öllum líkamanum. Auk þess tyggur hann nikótíntyggjó af kappi. „Ég er reyndar hættur að reykja," segir hann. „Mér finnst bara svo gaman að tyggja tyggjó.“ Eftir að hafa rætt við Pétur eina kvöldstund var mér ljóst að hann hefur upplifað og reynt meira á sínum Qörutíu árum en margur á langri ævi. Við tölum um nýafstaðnar kosningar. - Hvernig er þetta með þennan flokk ykk- ar, Pétur? Nú eruð þið búnir að bjóða fram tvisvar og ekkert gengur þrátt fyrir miklar væntingar og stór orð. Ætlið þið að halda Myndir: Valdís Óskarsdóttir áfram á sömu braut eða voru úrslitin of mik- il vonbrigði? „Jú, ætli við höfum ekki verið vonsvikin í svona tíu mínútur eða svo,“ svarar Pétur glottandi. „Auðvitað höldum við ótrauð áfram. Það er allt á fullri ferð hjá okkur. En það er rétt, við áttum von á meira fylgi og byggðum það á skoðanakönnunum sem við gerðum eftir kjörskrá. Við gerðum þessar kannanir á hverjum degi í tíu daga fyrir kosn- ingar, úrtak upp á fjögur til fimm hundruð manns. Samkvæmt þessum könnunum var fylgið um það bil átta prósent en fór upp í fimmtán daginn fyrir kosningar. Mér er full- ljóst að aðferðafræðilega eru þetta ekki marktækar kannanir þó styðjast megi við þær. Ég veit ekki hvað gerðist. Sálarfræði kjörklefans er stórfurðulegt fyrirbæri sem ég gæti vel hugsað mér að stúdera nánar. Fólk er íhaldssamt í kosningum, það kýs það sem það þekkir og hefur rótgróna trú á.“ - Af hverju hefur fólk ekki trú á ykkur? „Við erum ný á hinu pólitíska sviði. Kvennalistinn og Borgaraflokkurinn eru það að vísu líka en kvennahreyfingin er gamalt og þekkt fyrirbæri. Eins hefur Albert verið lengi í pólitíkinni og allir þekkja hann. Af hverju trúir maður manni? Við höfum ekki sömu samkeppnisaðstöðu, höfum ekki að- Þessi þjóð þarf leið- toga sem hún þarf ekki að skammast sín fyrir. gang að fjölmiðlum, ekki fjármagn eins og gömlu flokkarnir. Fólk vantreystir okkur ekki vegna þess sem við höfum gert heldur vegna þess sem hinir hafa gert. Það eru þeir sem hafa svikið sín loforð, ekki við.“ - Mörgum fannst sem heldur mikið færi fyrir þinni persónu í ykkar kosningabaráttu. A fundum höfðuð þið uppi flennistórar mynd- ir af þér með litlum myndum af Gandhi og Martin Luther King. Er þetta ekki persónu- dýrkun? Ert þú gúrú samtakanna? „Persónudýrkun, nei, nei, elskan mín góða. - Ert þú þessi leiðtpgi? í sinn haus. Svona í hreinskilni sagt þá er Hvaða rugl er þetta? Gúrú er hins vegar af- „Ég veit það ekki. Ég hef nóg við lífið að þetta tómt plat. skaplega fallegt orð og þýðir einfaldlega gera,“ segir hann og fær sér nýja plötuaf nikó- Það verður enginn friður í heiminum fyrr kennari. Martin Luther og Gandhi voru fylgj- tíntyggjói. „Ég er ekki að leita að hóli annarra en fólk fattar plottið og áttar sig á því að endur manngildiskenningarinnar og ég tek þá, eða persónulegum völdum. Ég mundi ekki þessi hernaður er bara bisness.“ mér til fyrirmyndar. Það myndi einráður for- nenna að vera leiðtogi fólks sem þarf að toga ingi ekki gera. Við leggjum mikið upp úr áfram eins og staðan asna. Fólk yrði að vera En nú vendum við okkar kvæði í kross og valddreifingu. Það kostar heilmikla peninga tilbúið til að gera eitthvað, taka á. Það er ég spyr Pétur um ætt og uppruna. að heilaþvo fólk og þá eigum við ekki en þá löngu kominn tími til að þessi þjóð fari að Hann er fæddur þann tuttugasta og fjórða eiga hinir. Þetta með myndina; er þetta ekki sýna sig á sviði alþjóðamála, ekki bara nteð júni árið 1946 að Oddsstöðum á Melrakka- bara öfund? Flokksleiðtogarnir létu birta af hægum og hljóðum vögguvísum.“ sléttu. Foreldrar hans eru þau Guðjón sér heilsíðuauglýsingar í blöðunum dag eftir dag, surnir puntuðu meira að segja upp á útlit- ið með frúnni eða hundinum. Eg veit heldur ekki betur en hér hafi verið þessi líka flenni- stóru plaköt af Jóni Baldvin út um allar trissur. Það sá enginn neitt athugavert við það. Flokkarnir hafa leiðtoga eða formenn. Hvers vegna skyldum við ekki hafa það líka? Hitt er svo annað mál að þessi þjóð þarf leið- toga sem hún þarf ekki að skammast sín fyrir.“ - Ertu þá ekki sáttur við það sem Ölafur Ragnar Grímsson er að gera? „Það sem Ólafur er að gera er alls ekki svo vitlaust en ég hef ekki mikla trú á þessum þjóðaleiðtogum vegna þess að ég þekki þá. Ég þekki Alfonsin, ég þekki Miguel de la Madrid; alger skunkur og mafiuforingi. Ég þekki líka Felipe Gonzales; skúrkur og svika- hrappur. Radjiv Gandhi er frjálshyggjugaur frá Indlandi, mömmustrákur sem veit ekkert Guðnason læknir og Friðný Pétursdóttir sagnfræðingur. „Ég ólst upp hjá afa mínum og ömmu á Oddsstöðum fram til sex ára aldurs. Upp- runalega átti ég að vera í umsjá ömmu minnar í nokkra mánuði þar sem foreldrar mínir voru báðir í námi hér fyrir sunnan. En sú gamla tók miklu ástfóstri við rnig og það var ekki fyrr en ég var orðinn of baldinn fyrir hana að ég fór aftur til foreldra minna. Reyndar voru þeir að flytjast af landi brott. Faðir minn var að fara í sérnám. Við fluttum því, fjöl- skyldan - í millitíðinni höfðu bæst við tveir yngri bræður - til Danmerkur og síðar til Svíþjóðar. Ég var orðinn ellefu ára þegar við fluttum aftur heim til íslands. Það var óskaplega skemmtilegt og frjálst mannlíf þarna fyrir norðan. Þetta var eins og ein Qölskylda og amma var alltaf á flækingi á milli bæja. Dóttir hennar og tengdasonur sáu um búið á Oddsstöðum. Hún hafði því mjög frjálsan tíma sem hún notaði til að heim- Það verður enginn friður í heiminum fyrr en fólk fattar plottið og áttar sig á því að þessi hernaður er svo til eingöngu bisness. sækja ættingja og vini á öðrum bæjum, mánuð hér og mánuð þar. Hún var mikil félagsvera, hún amma mín. Þessi ár, sem foreldrar mínir bjuggu erlend- is, var ég sendur heim á sumrin til að viðhalda málinu. Þá var ég og einn vetur í barnaskóla fyrir norðan, svona dæmigerðum þorpsskóla þar sem allir aldurshópar voru saman í bekk. Þar varð ég aðstoðarkennari í dönsku, þá átta ára gamall.“ En tíminn leið og áður en varði var litli dönskukennarinn orðinn unglingur, kominn í mútur og með öll heimsins vandamál á bak- inu. Þá lá leiðin aftur á bernskuslóðirnar en nú til að taka þátt í síldarævintýrinu sem þá var á hápunkti. „Afi minn var skrifstofustjóri í síldarverk- smiðjunni á Raufarhöfn og hann kom mér í vinnu þar. Ég var bæði á plani og síðar í verk- smiðjunni. Ég var með töluvert eldri strákum í bragga. Ég varð auðvitað að reyna að halda í við þá og byrjaði því heldur snemma að prófa svona eitt og annað.“ Nú verður Pétur íbygginn á svip. „En fyrir utan slarkið var þetta með talsvert menningarlegu ívafi því þarna voru karlar sem voru miklir hagyrðing- ar og iðkuðu ljóðalestur. Þetta varð þannig ekki eintómt slark. Þegar ég var sautján ára fór ég á bát part úr sumri sem kokkur. Ég hafði um veturinn tekið svokallað pungapróf í matreiðslu frá Sjómannaskólanum. Ég gerði þetta gagngert til að fá hærri hlut. Ég held þeir hafi verið þeirri stundu fegnastir þegar ég fór frá borði og ég reyndar líka. Við Sléttungar þykjum með eindæmum kjaftforir. En þó ég væri kjaft- for var ég ekki nógu kjaftfor. Annars var þetta mikið ævintýri fyrir svona ungling. Oft var þetta eins og alþjóðaráðstefna þarna úti á rúmsjó þar sem skip frá hinum ýmsu þjóðum voru að veiðum.“ - Einhvers staðar heyrði ég að þú hefðir þegar á þessum árum verið orðinn hinn mesti 34 VIKAN 23. TBL 23. TBL VIKAN 35

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.