Vikan


Vikan - 04.06.1987, Qupperneq 39

Vikan - 04.06.1987, Qupperneq 39
farinu? Ég átti það ekki. Eigum við ekki bara að slá saman? sagði ég. Samræðurnar voru allar í þessum dúr. Þá segir karlinn: Farðu og talaðu við kúb- anska sendiherrann. Það varð úr að ég fór til Kúbu og var þar í fimm vikur og var þeirri stund fegnastur þegar ég fór þaðan. Ég var gestur Castros og hampað eftir því. Ég fékk bara að sjá það sem ég átti að sjá. Þetta er samt ekkert alvont. Þeir hafa gott heilbrigðiskerfi og það er eng- inn svangur þarna. En það eru samt sem áður átta prósent af þjóðinni sem stjórna öllum hinum. Yfirstéttin eru þeir sem eru í flokkn- um, hitt er bara pöpullinn sem fær náðarsam- legast að kjósa. er eins og að selja íslendingum fisk að ætla að kenna búddistum að slappa af,“ segir Pét- ur og hlær dátt. - En varstu ekki líka að halda námskeið í stjórnunarráðgjöf? „Það er mitt starf. Ég held námskeið sem lúta að mannlega þættinum í stjórnun fyrir- tækja. Ég hef haldið svona námskeið út um allan heim.“ - En svo ég víki nú aftur að manngildis- hreyfmgunni: Samhygð, Flokkur mannsins - hver er eiginlega munurinn á þessu? Eru þetta séríslensk fyrirbæri? „Þessi hreyfmg hefur komið upp þremur skipulagseiningum. Flokkur mannsins eða The Humanist Party er pólitískur flokkur, ’í'SSSíí' ,Vonsvikin í tiu minútur en höldum ótrauð áfram. Þetta var árið 1972. Eftir þessa Kúbuför stóðu mér margir girnilegir kostir til boða í blaða- og fréttamennsku en ég var búinn að fá nóg. Eg var búinn að prófa hvað það er að hafa peninga og fina titla, frægð og ást. Og mér hefur aldrei á ævinni liðið eins illa. Þetta var ekki lífsfyllingin. Ég ákvað að helga mig framgangi manngildiskenningarinnar og kýla á það að breyta heiminum. Við fórum út um allan heim með námskeið í andlegri og líkamlegri slökun og íhugun. Við höfum líklega verið nokkuð bjartsýnir þvi við byrjuð- um á því að fara til Indlands og halda námskeið þar og síðan víðar um Asíu. En það manngildisfiokkur. Svo er annar fiokkur sem heitir Græna framtíðin. Hann er svipaður Græningjunum í Vestur-Þýskalandi, setur umhverfis- og friðarmál á oddinn. Sá þriðji er Samhygð - The Community - sem er félags- leg og ópólitísk hreyfing. Manngildishreyfing- in er eins og bíóhús, eins konar Regnbogi." Pétur hlær, finnst samlíkingin greinilega góð. „Þar eru margir salir og gert er ráð fyrir að allir sem fara inn komi glaðir út eftir mismun- andi upplifanir." - Er það rétt að bók, sem þú skrifaðir um lífshamingjuna, hafi selst í yfir milljón eintök- um i Japan? „Það er víst. Þetta er bók sem þeir kölluðu Aðferðina til að gleðja hjartað og varð seinna grunnurinn að Bókinni um hamingjuna sem Iðunn gaf út árið 1981.“ Aður en varir erum við farin að tala um pólitíkina aftur. Þegar talið berst að því hvernig Flokkur mannsins ætli að leysa hin ýmsu þjóðfélagslegu vandamál, sem við blasa, færist Pétur allur í aukana. „Veistu, það eru alls engin vandamál hér. ,Það má leysa þessi mál eins og landbúnaðar- mál, launamál, húsnæðismál á einum eftir- miðdegi. Menntamálin eru kannski erfiðust viðureignar. Bilið milli menntunar og þjóð- félagsins er orðið allt of mikið. Það verður ekki brúað nema með róttækri endurskipu- lagningu. Helst vildi ég stoppa allt heila Islenskaþjóðin er ekkifarin að sýna hvað í henni býr. Hún er enn að vœla. batteríið í sex mánuði á meðan. Þjóðfélagið og tæknin þróast svo miklu hraðar en mennta- kerfið og pólitísku fiokkarnir sem hvort tveggja er frá því á tímum gufuvélarinnar. Við erum að fara inn í tuttugustu og fyrstu öldina. Þetta er ekkert séríslenskt, það er al- heimskreppa í menntamálum og pólitík. Við höfum ríka tilhneigingu til að mikla allt fyrir okkur. Við erum ekki nema tvö hundruð og fimmtíu þúsund hræður. Ég veiti ráðgjöf fyrirtæki erlendis sem hefur hundrað og fimmtíu þúsund manns í vinnu. Að sumu leyti erum við skemmtilegir stjórn- leysingjar en undir niðri blundar þessi gamli þrælsótti. íslenska þjóðin er ekki farin að sýna hvað í henni býr. Hún er enn að væla. Það er svo sem ágætt að skríða út úr kofanum en það eru margar þjóðir sem hafa gert það. Okkar sjálfstæðisbarátta var heldur slöpp. Tökum til dæmis íra sem börðust við Breta öldum saman. Þegar þeir fara að flytjast til Bandaríkjanna fer þetta fólk beint á toppinn í þjóðfélaginu. Það er heldur ekkert stórkost- legt þó samvinnuhreyfingin hafi risið hér upp. Hún er ekki íslenskt fyrirbæri og ekki jafnrétt- isbarátta heldur. Sem einstaklingar erum við Ijómandi elskulegt og duglegt fólk. En sem þjóð - almáttugur - hún hefur ekki náð sam- an enn, þrátt fyrir að við séum búin að byggja þetta land í ellefu hundruð ár. Við erum bara bölvaðir vælukjóar. Við erum enn í búnings- klefanum. Við skulum bara vona að það líði ekki önnur ellefu hundruð ár þar til við kom- um okkur inn á sviðið. Þetta fólk kýs yfir sig fiokka trekk í trekk; segir samt fyrir kosning- ar að þeir svíki allt sem þeir lofa en kjósa þá samt. Ég ætla bara að vona að það fari eng- inn að væla ofan í kaffibollana núna.“ Þegar hér var komið urðum við að láta tali okkar lokið. En hvort sem íilendingar halda áfram að væla eða ekki er víst að Pétur verður ekki með í þeim kór. 23. TBL VIKAN 39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.