Vikan


Vikan - 04.06.1987, Page 45

Vikan - 04.06.1987, Page 45
Umsjón: Hólmfríður Benediktsdóttir Þetta voru nefnilega tvíburar. Þær sögðust heita Rut og Rósa og voru nýfluttar í næstu blokk. Sigga hafði kynnst stelpunum daginn áður og boðið þeim í heimsókn. Tvíburarnir voru sjö ára eins og Sigga og hún vonaði að þær gætu orðið góðar vin- konur. Þess vegna lagaði hún svona vel til. Stelpunum kom vel saman og léku sér nokkra stund inni. Síðan datt þeim í hug að fara út og prófa nýju hjólin tvíburanna. Sigga átti ekki hjól og var óvön að hjóla. í fyrstu gekk allt vel en þegar hún var kornin á mikla ferð niður brekku réð hún ekki við neitt lengur og gat ekki stoppað. Hjólið brunaði áfram á ógurlegum hraða og stefndi á húsvegg. Á síðustu stundu tókst Siggu að sveigja til hliðar, hjólið rann til og fór á hliðina. Ó-ó-ó! Sigga rak upp öskur og tvíburarnir komu hlaupandi til að hjálpa henni á fætur. Æi, hvað þetta var sárt! Hnén voru hrufluð og það blæddi úr sári á öðrum olnboganum. Rósa tók hjólið, sem var óskemmt, og Rut studdi Siggu heim. Sigga grét svo hátt að pabbi hennar heyrði í henni og kom hlaupandi á móti þeim. Tvíburarnir kvöddu og lofuðu að koma í heimsókn næsta dag, en foreldrar Siggu bjuggu um sárin. Um kvöldið, þegar Sigga fór að sofa, sveið hana í sárin. Tárin láku ofan í koddann og Sigga átti ógurlega bágt. Allt i einu fann hún loðið og mjúkt eyrað á tuskuhundinum strjúk- ast við sig. Hún togaði hundinn til sín og grét í mjúkan feldinn. Morguninn eftir, þegar Sigga vakn- aði, leið henni miklu betur og eftir nokkra daga voru sárin gróin. - En tuskuhundurinn, sem nú var búinn að fá nafnið Leppi, var ekki lengur geymdur uppi á hillu. Nú fylgdi hann Siggu hvert sem hún fór. Henni fannst ekki lengur smábarnalegt að eiga tuskuhund enda var Leppi enginn venjulegur tuskuhundur. á [b 5 A T A T R • 1 > 6 R f p R u 5o (j {> '0 | M R é T 6, Hvað heita krakkamir? Getur þú fundið hvaða stafi vantar í reitina? Þá sérð þú hvað krakkarnir heita. Svörin eru annars staðar á opnunni. 23. TBL VIKAN 45

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.