Vikan - 04.06.1987, Page 54
Maðurinn sem kunni vel við hunda
Fulwider leit á mig til að sjá hvernig sýning-
in gengi. Ég var með galopinn munninn og
steinhissa á svipinn eins og sveitastrákur í lat-
ínutíma.
- Jú, segðu honum bara, tuggði hann og
hristi hnúana fram og til baka.
Galbraith ’lagði þykkvaxinn fótinn yfir
skrifborðshornið og tók pípuna sína fram,
teygði sig í viskíið, hellti i glas stjórans og
fékk sér. Hann þurrkaði sér um munninn og
brosti. Þegar hann brosti galopnaði hann
munninn. Hann var svo munnstór að tann-
læknir hefði getað farið með báðar hendurnar
upp í hann að olnbogum.
Hann sagði rólegur: - Þegar við Dunc
komum í spilið lástu kaldur á gólfinu og slána-
legi náunginn yfir þér. Pían var á sólbekknum
og fullt af dagblöðum í kringum hana. Ókei.
Sláninn fór að segja okkur einhvern lopa þeg-
ar hundurinn fór að ýla bakatil og við litlum
þangað. Pían brá upp afsagaðri skammbyssu
úr blaðabunkanum og sýndi okkur. Jæja,
hvað gátum við gert nema vera notalegir?
Hún hefði ekki getað annað en hæft okkur
en við vorum ekki öruggir um að hitta. Svo
náði gæinn í fleiri byssur úr buxunum sinum
og þau bundu okkur og stungu okkur í skáp-
inn þar sem var nóg af klóróformi til að halda
okkur í skefjum, jafnvel óbundnum. Eftir
smástund heyrðum við þau fara á tveim bíl-
um. Þegar við losnuðum var sá stirðnaði einn
á staðnum svo við urðum að lappa aðeins
upp á söguna fyrir blöðin. Hvernig passar
þetta við þína sögu?
- Ekki svo illa, sagði ég. - Því ég man að
konan hringdi í lögregluna. En það getur ver-
ið að ég hafi rangt fyrir mér. Restin bendir
til þess að ég hafi verið sleginn flatur í gólfið
og muni ekkert.
Galbraith leit svekktur á mig. Stjórinn leit
á þumalfingurinn á sér.
- Þegar ég rankaði við mér, sagði ég, var
ég í dóp- og bruggmeðferð á einkaspitala á
tuttugasta og níunda stræti. Maður sem heitir
Sundstrand rekur hann. Það var búið að
dæla í mig svo miklu af drulli að ég hefði
getað verið fimmeyringurinn hans Rockefell-
ers að reyna að láta sjálfan sig snúast.
- ‘Þessi Sundstrand, sagði Galbraith þung-
mæltur. - Okkur hefur klæjað í þann náunga
lengi. Ættum við að fara og slengja þessu í
andlitið á honum, stjóri?
- Það felst vísbending í því að Dýrlingur
bóndi setti Carmady þangað, sagði Fulwider
alvarlega. - Svo það hljóta að vera einhver
tengsl. Ég myndi segja já og að þú hefðir
Carmady með þér. Viltu fara? spurði hann
mig.
- Vil ég? sagði ég hjartanlega.
Galbraith leit á viskíflöskuna. Hann sagði
varlega: - Það eru vænar fúlgur á bæði Dýri-
inginn og systurina. Ef við tökum þau, hvernig
eigum við að skipta þeim?
- Ég er ekki meðtalinn, sagði ég. - Ég er
á fastakaupi og fæ útgjöld borguð.
Galbraith brosti aftur. Hann rólaði sér á
hælunum og brosti með smurðri gæsku.
- Ókídók! Við erum með bílinn þinn í bíla-
geymslunni niðri. Einhver Japani hringdi út
af honum. Við notum hann til að komast inn
- bara þú og ég?
- Kannski ættirðu að fá meiri hjálp, Gal,
sagði stjórinn með efasemd í röddinni.
- Uhu, það er alveg kappnóg að hafa mig
og hann. Hann er harður nagli, annars væri
hann ekki í umferð.
- Jæja, allt í lagi, sagði stjórinn léttur í
bragði. - Og við fáum okkur sjúss upp á það.
En hann var ennþá ekki í jafnvægi. Hann
gleymdi kardimommufræjunum.
7
Þetta var glaðlegur staður í dagsbirtu.
Rauðleitar begóníur mynduðu samfellu undir
gluggunum að framanverðu og þrenningar-
grasið var eins og hringlaga teppi við rætur
akasíutrésins. Dumbrauð klifurrós vatt sig
eftir grind á einni hliðinni á húsinu og grænn
og bronslitaður kólibrífugl var að gæða sér á
sætum baunum sem uxu upp eftir veggnum á
bílskýlinu.
Þetta leit út eins og heimili vel stæðra, rosk-
inna hjóna sem höfðu sest að við hafið til að
fá eins mikið út úr elliárunum og hægt væri.
Galbraith spýtti á dyrakarminn á bílnum
mínum og hristi úr pípunni sinni. Hann fikt-
aði í hliðinu þar til það opnaðist, tvísté á
stígnum og flatti á sér þumalinn á huggulegri
eirbjöllu.
Við biðum. Gægjugat á hurðinni opnaðist
og Iangleitt, tómlegt andlit leit út undir vel
stífuðum hjúkrunarkonukappa.
- Opnið, þetta er lögreglan, urraði stóra
löggan.
Það glumdi í keðju og bolta var rennt frá.
Dyrnar opnuðust. Hjúkrunarkonan var að
minnsta kosti einn og níutíu á hæð, með langa
handleggi og stórar hendur, kjörin aðstoðar-
manneskja við pyntingar. Eitthvað kom fyrir
andlitið á henni og ég sá að það var bros.
- Nei, er það herra Galbraith? sagði hún
með rödd sem var kreist og dimm í senn.
- Hvernig líður þér, herra Galbraith? Vild-
irðu hitta lækninn?
- Já, og það í hvelli, urraði Galbraith og
tróðst fram hjá henni.
Við fórum inn í anddyrið. Dyrnar á skrif-
stofunni voru lokaðar. Galbraith sparkaði
upp hurðinni með mig á hælunum og stóru
hjúkkuna tiplandi á mína hæla.
Sundstrand læknir, þessi algeri bindindis-
maður, var að fá sér morgunhressingu úr lítilli
flösku. Þunna hárið á honum lá í kleprum
af svita og beinabert, svipbrigðalaust andlitið
virtist fullt af dráttum sem höfðu ekki verið
í því kvöldið áður.
Hann tók höndina af flöskunni í flýti og
brosti til okkar freðna ýsubrosinu. Hann sagði
flausturslega:
Hvað er þetta? Ég hélt ég hefði skipað
svo fyrir...
- Andaðu rólega, sagði Galbraith og kippti
til sín stól sem var nálægt skrifborðinu.
- Farðu, systir.
Hjúkrunarkonan tísti eitthvað i viðbót og
fór aftur út um dyrnar. Dyrnar voru lokaðar.
Sundstrand læknir leit upp og niður andlitið
á mér og virtist vansæll.
Galbraith setti báða olnbogana á skrif-
borðið og greip um fyrirferðarmikla undir-
hökuna á sér. Hann starði án afláts illkvittnis-
lega á lækninn sem iðaði af óró.
Eftir drjúga stund, að því er virtist, sagði
hann, næstum mildilega:
- Hvar er Dýrlingur bóndi?
Augun í lækninum galopnuðust. Barkakýl-
ið hoppaði í hálsinum á honum. Grænu augun
hans urðu geðvonskuleg.
- Vertu ekki með nein látalæti! drundi í
Galbraith. - Við vitum allt um þetta einka-
spítalahræ þitt, felustað fyrir svindlara í felum,
dópið og konurnar í hliðarherbergjunum. Þú
missteigst þig einum of oft þegar þú fórst að
abbast upp á þennan spæjara úr stórborg-
inni. ÖIl verndin, sem þú nýtur í þessari borg,
getur ekki varið þig í þessari klípu. Svona,
hvar er Dýrlingurinn? Ög hvar er stelpan?
Ég mundi, rétt í svip, að ég hafði ekki sagt
neitt um Isobel Snare í návist Galbraiths -
ef það var stelpan sem hann átti við.
Sundstrand læknir missti höndina á borðið.
Alger forundran virtist hafa lamað hann gjör-
samlega.
- Hvar eru þau? gólaði Galbraith aftur.
Dyrnar opnuðust og stóra hjúkkan þeysti
aftur inn. - Heyrðu mig nú, herra Galbraith,
sjúklingarnir. Viltu gjöra svo vel að muna
eftir sjúklingunum, herra Galbraith.
- Farðu og klífðu krumlurnar á þér, sagði
Galbraith við hana án þess að snúa sér við.
Hún fór aftur að dyrunum. Sundstrand gat
loksins andað upp úr sér orði. Röddin var
veikburða. Hann sagði skjálfandi:
- Láttu sem ekkert sé.
Svo þaut höndin á honum eins og píla í
sloppvasann og aftur til baka með byssu.
Galþraith fleygði sér til hliðar úr stólnum.
Læknirinn skaut tveim skotum að honum og
missti marks tvisvar. Ég kom við byssuna
mína en tók hana ekki upp. Galbraith lá hlæj-
andi á gólfinu og stóra hægri höndin á honum
greip upp í handarkrikann og kom með Lúg-
er. Hann var líkur Lúgernum mínum. Hann
skaut, aðeins einu sinni.
Á andliti læknisins sást engin svipbrigða-
breyting. Ég sá ekki hvar kúlan hafði hæft
hann. Höfuðið á honum féll á skrifborðsplöt-
una og dynkur heyrðist þegar byssan hans
féll í gólfið. Hann lá hreyfingarlaus með and-
litið á borðinu.
Galbraith miðaði byssunni sinni á mig og
stóð upp af gólfinu. Ég leit aftur á byssuna.
Ég var viss um að þetta var mín byssa.
- Þetta er frábær aðferð til að fá upplýsing-
ar, sagði ég út i hött.
- Niður með hendur, spæjó. Þú vilt ekki
vera með.
Ég setti hendurnar niður. Krúttlegt, sagði
ég. - Ég geri ráð fyrir að allt þetta tilstand
hafi verið sett upp til að setja hroll í lækninn.
- Hann skaut fyrst, var það ekki?
- Jú,sagðiégdauflega. - Hannskautfyrst.
Hjúkrunarkonan var að lauma sér meðfram
veggnum í áttina að mér. Það hafði ekki
heyrst múkk frá henni síðan Sundstrand hóf
leikinn. Hún var næstum við hliðina á mér.
Allt í einu, en alit of seint, sá ég hnúana á
hægri hendinni á henni og hárið á handarbak-
inu.
Ég stökk til hliðar en ekki nógu langt.
54 VIKAN 23. TBL