Vikan - 04.06.1987, Side 60
Draumaferðin
til Kína og Nepal
- segir Helgi Jóhannsson,
forstjóri Samvinnuferða/Landsýnar
Helgi Jóhannsson átti skemmtilega daga á ír-
landi þegar fjölskylda hans fór þangaó ásamt
annarri fjölskyldu.
„Ferð sem ég fór fyrir fimmtán árum er
mér mjög minnisstæð. Þá var ég að skríða
úr skóla og fór með fjölskylduna til Hawaii.
Þetta var fyrsta utanlandsferðin okkar. Hins
vegar er einhver skemmtilegasta ferðin, og
jafnframt mjög minnisstæð, ferð sem ég fór
til írlands um páskana 1983. Við fórum tvær
fjölskyldur saman, mín og fjölskylda Valdi-
mars Harðarsonar arkitekts, þannig að við
vorum níu saman,“ sagði Helgi Jóhannsson,
forstjóri Samvinnuferða/Landsýnar. Helgi
hefur ferðast um nánast alla Evrópu og einn-
ig víða um Bandarikin svo það kernur á óvart
að hann skuli nefna írland. Hverer skýringin?
„Við flugum til Dublin og byrjuðum á að
fá okkur herbergi á mjög glæsilegu hóteli.
Þarna þekkti fólk mig gegnum ferðaskrifstof-
una og stjanaði við okkur þannig að við
vorum nánast alveg undrandi á þessum góðu
móttökum. Morguninn eftir, þegar við mætt-
um til morgunverðar, beið þjónustulið eftir
okkur og það kom svolítið neyðarlega út fyr-
ir okkur þegar sonur minn byrjaði að kasta
upp og varð fárveikur þarna við borðið. Það
leit út eins og við hefðum fengið óætan mat
en svipurinn á þjónustuliðinu var þannig að
það er ekki annað hægt en hlæja að þessu
eftir á. Svona atriði getur verið hálfneyðar-
legt. Þessi ferð var meira og minna alls kyns
einkennileg smáatriði sem sitja í minningunni
og gera þessa ferð enn skemmtilegra en ella,“
hélt Helgi áfram.
„Við vorum aðeins eina nótt á þessu hóteli
en tókum okkur minibus á leigu og byrjuðum
að aka mjög vinsæla og fallega ökuleið sem
heitir Ring of Kerry. Á þessari leið eru mjög
margir athyglisverðir staðir en það sem er
einna sérstæðast við írland er fólkið sjálft.
Við sáum alveg ótrúlega margar útgáfur af
fólki, til dæmis einn Ijótasta mann sem við
höfðum nokkru sinni séð en hann var bar-
þjónn á krá sem við komum á. Okkur brá
alveg rosalega þegar við sáum þennan mann.
Við höfum oft síðan riíjað upp andlitið á
þessum blessuðum manni og hugsað með
okkur hvort sá útbreiddi orðrómur að írar
séu líkir íslendingum sé á rökum reistur. Engu
Og mynd frá írlandsferðinni, sem var sprell frá
að síður eru írar einstaklega vinalegir og
þægilegt fólk. Það var einmitt stór hluti af
Irlandsferðinni að gefa sig á tal við írana og
kynnast þeim. Við fórum inn á pöbba og
þegar spurðist að við værum íslendingar vildu
þeir eiga í okkur hvert bein. Það kom fyrir
að okkur var boðið upp á bjór án þess við
vissum hver hefði gert það. Það var aldeilis
ekki að fólkið væri að troðast upp á mann
eða neitt slíkt."
- Skoðuðuð þið einhverja sögufræga staði?
„Aðallega vorum við að skoða landið sjálft.
Það var nógu gaman að skoða sveitabæina,
fólkið og hversu langt á eftir tímanum írar
eru í öllum landbúnaðarstörfum og ekki síður
tækni. Þeir eru langt á eftir samtímanum,
örugglega fimmtíu árum. Einnig skoðuðum
við nokkra kastala og við fórum út í eyju sem
ég man nú ekki alveg hvað heitir, en þar var
svo fallegur gróður að með ólíkindum er. Ég
hélt bara að slíkur gróður fyrirfyndist ekki
svo norðarlega og alls ekki í apríl.“
- Var ekki erfitt að vera með börn á svona
keyrsluferðalagi?
„Nei, alls ekki. Við keyrðunt alltaf stuttar
dagleiðir í einu og gistum síðan á hótelum.
Við ákváðum í upphafi að láta ferðalagið
nokkurn veginn ráðast, vorum bara með
nokkra punkta og þá sérstaklega um gisti-
staði."
upphafi til enda.
- Þið hafið þá ekki farið inn á stríðssvæðin?
„Nei, við slepptum því. Annars er það með
ólíkindum að stríð skuli geisa í þessu landi.
Manni finnst skrýtið til þess að hugsa að in-
dælisfólk, eins og lrar eru, skuli standa í stríði.
Það er bara alveg ótrúlegt að heyra um þessa
rosalegu bardaga í fréttum. Mér fannst eins
og fólk, sem við hittum, vildi ekki tala um
þetta stríð,“ sagði Helgi.
- Myndir þú þá mæla með að fólk færi til
Irlands og þá jafnvel með börn?
„Já, ég myndi gera það. Ég hef farið í
margar skemmtilegar ferðir og ég myndi segja
að enginn mætti missa af því að keyra um
írland. Það er, eins og ég segi, mjög sérstakt,
lifnaðarhættirnir og fólkið sjálft."
- Hvað með draumaferðina?
„Ég á eftir að fara í draumaferðina. Það
eru Kína og Nepal sem rnig langar mikið til
að heimsækja."
- Ætlar þú að láta verða af því?
„Já, það ætla ég svo sannarlega að gera.
Ég á von á að fara á ráðstefnu sem á að halda
í Asíu eftir tvö til þrjú ár og ætli ég reyni
ekki að sameina það ferðalag draumaferð-
inni.“
- Hefur þú áður kornið til Asíu?
„Ég hef komið til Bangkok en lítið meira
en það,“ svaraði Helgi Jóhannsson.
60 VIKAN 23. TBL