Vikan


Vikan - 27.08.1987, Page 18

Vikan - 27.08.1987, Page 18
NAFN VIKUNNAR: GUNNAR RAGNARS AKUREYRI ERISÓKN „Akureyri er komin upp úr lægðinni og bærinn er nú i sókn. Þessari sókn ætlum við að halda áfram,“ segir Gunn- ar Ragnars, forseti bæjarstjórnar Akureyrar. Gunnar er nafn Vikunnar að þessu sinni, en Akureyri á 125 ára afmæli laugardaginn 29. ágúst. Þá eru liðin 125 ár frá því bærinn fékk kaup- staðarréttindi. Sjálfur er Gunnar 49 ára, fæddur 25. apríl árið 1938. Hann er kvæntur Guð- ríði Eiríksdóttur og eiga þau þrjá stráka. Gunnars er forstjóri Slippstöðvarinnar á Akureyri að aðalstarfi. Hann er odd- viti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn. En viti menn, Gunnar er fæddur og uppalinn á Siglufirði, en rætur hans liggja samt til Akureyrar. „Faðir minn, Olafur Ragnars, var Akureyringur sem flutti til Siglufjarðar. Og afi, Ragnar Ólafsson, bjó á Akureyri og var reynd- ar bæjarfulltrúi um tíma.“ Um það hvort Akureyri sé ennþá í þeirri efnahagslegu lægð sem bærinn lenti í fyrir nokkrum árum segir Gunn- ar: „Nei, síðustu tvö árin hefur bærinn verið að koma upp aftur. Þessi lægð orsakaðist af erfiðu árferði hjá land- búnaðinum og sjávarútveginum en iðnaðurinn í bænum byggist mjög á þessum greinum. Við höfum aukið hlut- deild okkar í sjávarútveginum undan- farið, frá árinu 1984 hafa til dæmis íjórir togarar bæst í flota bæjarins." - En nú hefur íjöldi bæjarbúa staðið í stað um nokkurn tíma? „Það er rétt en núna er greinilegur áhugi hjá mörgum á að flytja til Akur- eyrar. En það eru ýmsar skammtíma hindranir, sérstaklega vantar húsnæði en það lagast með auknum ibúðabygg- ingum sem þegar er byrjað á. Ennfremur hefur hár hitunarkostnaður verið hemill en það hefur tekist að lækka gjald hita- veitunnar um tuttugu prósent. Hér er þess vegna ekki lengur hæsti hitunar- kostnaður á landinu. Akureyri er því í greinilegri sókn og þeirri sókn ætlum við að halda áfram, við höfum öll skil- yrði til þess.“ - Er Akureyri tvimælalaust höfuð- staður Norðurlands? „Það er enginn vafi á því. Þjónusta og verslun á Akureyri kemst af öllum bæjum á landsbyggðinni næst því sem gerist í Reykjavík. Bærinn er miðsvæðis á Norðurlandi, það er stutt á fiskimiðin og við búum við eitt besta veðurfar á landinu. í sveitunum í kring eru blómleg héruð þar sem hvað hagkvæmast er að stunda landbúnað á íslandi. Þetta er það svæði utan Reykjavíkur sem er best til þess fallið að vera höfuðstaður.“ - Nú eru ýmsir Akureyringar sem vildu hafa þetta frá þrjátíu til fjörutíu þúsund íbúa í bænum. Hvað með þig? „Ég held að við náum aldrei þeim fjölda á næstunni en að sjálfsögðu væri það hagkvæmara til að standa straum af ýmsum sameiginlegum rekstri. Ég get nefnt að fyrir menningarstarfsemina í bænum væri það einnig mjög gott. Leik- húsið, sem dæmi, er atvinnuleikhús en markaður þess er of lítill til að endar nái saman. Varðandi fólksfjölgun í bæn- um vildi ég sjá hana þróast þannig að við héldum hlutdeild okkar í fólksijölg- un landsmanna." - Nú ert þú oddviti sjálfstæðismanna á Akureyri, hefur þér aldrei dottið í hug að gerast sjálfur bæjarstjóri? „Nei, ég hugsa ekki um það. Pólitíkin á Akureyri er þannig að það hefur þurft samstarf tveggja eða þriggja flokka til að mynda meirihluta. En kæmist Sjálf- stæðisflokkurinn í meirihluta í bænum er ég ekki í vafa um að oddviti hans, hver sem hann væri, yrði bæjarstjóri.“ - Er það eithvað sérstaklega sem stendur bænum fyrir þrifum núna á 125 ára afmælinu? „Ég tel okkur ekki eiga við nein stór- vandræði að glima. Hitaveitan hefur verið mesta vandamálið en nú höfum við náð tökum á henni. Ég hef mestar áhyggjur af þeirri búseturöskun sem á sér stað á öllu landinu, fólksflóttanum til Reykjavíkur. Mín skoðun er sú að í framkvæmd ætti að vera byggðastefna sem gengi út á að byggja upp stóra kjarna úti á landsbyggðinni, þar sem mér sýnist erfitt að halda öllum annesj- um og dölum í byggð miðað við þær kröfur sem ungt fólk gerir til lífsgæða í nútímaþjóðfélagi. Akureyri er vel til þess fallin að verða stór byggðakjarni og bjóða upp á þá þjónustu sem fólk vill hafa.“ 18 VIKAN 35. TBL

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.