Vikan


Vikan - 27.08.1987, Blaðsíða 18

Vikan - 27.08.1987, Blaðsíða 18
NAFN VIKUNNAR: GUNNAR RAGNARS AKUREYRI ERISÓKN „Akureyri er komin upp úr lægðinni og bærinn er nú i sókn. Þessari sókn ætlum við að halda áfram,“ segir Gunn- ar Ragnars, forseti bæjarstjórnar Akureyrar. Gunnar er nafn Vikunnar að þessu sinni, en Akureyri á 125 ára afmæli laugardaginn 29. ágúst. Þá eru liðin 125 ár frá því bærinn fékk kaup- staðarréttindi. Sjálfur er Gunnar 49 ára, fæddur 25. apríl árið 1938. Hann er kvæntur Guð- ríði Eiríksdóttur og eiga þau þrjá stráka. Gunnars er forstjóri Slippstöðvarinnar á Akureyri að aðalstarfi. Hann er odd- viti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn. En viti menn, Gunnar er fæddur og uppalinn á Siglufirði, en rætur hans liggja samt til Akureyrar. „Faðir minn, Olafur Ragnars, var Akureyringur sem flutti til Siglufjarðar. Og afi, Ragnar Ólafsson, bjó á Akureyri og var reynd- ar bæjarfulltrúi um tíma.“ Um það hvort Akureyri sé ennþá í þeirri efnahagslegu lægð sem bærinn lenti í fyrir nokkrum árum segir Gunn- ar: „Nei, síðustu tvö árin hefur bærinn verið að koma upp aftur. Þessi lægð orsakaðist af erfiðu árferði hjá land- búnaðinum og sjávarútveginum en iðnaðurinn í bænum byggist mjög á þessum greinum. Við höfum aukið hlut- deild okkar í sjávarútveginum undan- farið, frá árinu 1984 hafa til dæmis íjórir togarar bæst í flota bæjarins." - En nú hefur íjöldi bæjarbúa staðið í stað um nokkurn tíma? „Það er rétt en núna er greinilegur áhugi hjá mörgum á að flytja til Akur- eyrar. En það eru ýmsar skammtíma hindranir, sérstaklega vantar húsnæði en það lagast með auknum ibúðabygg- ingum sem þegar er byrjað á. Ennfremur hefur hár hitunarkostnaður verið hemill en það hefur tekist að lækka gjald hita- veitunnar um tuttugu prósent. Hér er þess vegna ekki lengur hæsti hitunar- kostnaður á landinu. Akureyri er því í greinilegri sókn og þeirri sókn ætlum við að halda áfram, við höfum öll skil- yrði til þess.“ - Er Akureyri tvimælalaust höfuð- staður Norðurlands? „Það er enginn vafi á því. Þjónusta og verslun á Akureyri kemst af öllum bæjum á landsbyggðinni næst því sem gerist í Reykjavík. Bærinn er miðsvæðis á Norðurlandi, það er stutt á fiskimiðin og við búum við eitt besta veðurfar á landinu. í sveitunum í kring eru blómleg héruð þar sem hvað hagkvæmast er að stunda landbúnað á íslandi. Þetta er það svæði utan Reykjavíkur sem er best til þess fallið að vera höfuðstaður.“ - Nú eru ýmsir Akureyringar sem vildu hafa þetta frá þrjátíu til fjörutíu þúsund íbúa í bænum. Hvað með þig? „Ég held að við náum aldrei þeim fjölda á næstunni en að sjálfsögðu væri það hagkvæmara til að standa straum af ýmsum sameiginlegum rekstri. Ég get nefnt að fyrir menningarstarfsemina í bænum væri það einnig mjög gott. Leik- húsið, sem dæmi, er atvinnuleikhús en markaður þess er of lítill til að endar nái saman. Varðandi fólksfjölgun í bæn- um vildi ég sjá hana þróast þannig að við héldum hlutdeild okkar í fólksijölg- un landsmanna." - Nú ert þú oddviti sjálfstæðismanna á Akureyri, hefur þér aldrei dottið í hug að gerast sjálfur bæjarstjóri? „Nei, ég hugsa ekki um það. Pólitíkin á Akureyri er þannig að það hefur þurft samstarf tveggja eða þriggja flokka til að mynda meirihluta. En kæmist Sjálf- stæðisflokkurinn í meirihluta í bænum er ég ekki í vafa um að oddviti hans, hver sem hann væri, yrði bæjarstjóri.“ - Er það eithvað sérstaklega sem stendur bænum fyrir þrifum núna á 125 ára afmælinu? „Ég tel okkur ekki eiga við nein stór- vandræði að glima. Hitaveitan hefur verið mesta vandamálið en nú höfum við náð tökum á henni. Ég hef mestar áhyggjur af þeirri búseturöskun sem á sér stað á öllu landinu, fólksflóttanum til Reykjavíkur. Mín skoðun er sú að í framkvæmd ætti að vera byggðastefna sem gengi út á að byggja upp stóra kjarna úti á landsbyggðinni, þar sem mér sýnist erfitt að halda öllum annesj- um og dölum í byggð miðað við þær kröfur sem ungt fólk gerir til lífsgæða í nútímaþjóðfélagi. Akureyri er vel til þess fallin að verða stór byggðakjarni og bjóða upp á þá þjónustu sem fólk vill hafa.“ 18 VIKAN 35. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.