Vikan


Vikan - 05.11.1987, Blaðsíða 4

Vikan - 05.11.1987, Blaðsíða 4
Dæmdur fjársvikari umsvifamikill í skreiðarviðskiptum Pétur Einarsson fyrrum fasteignasali og hefur hingað til tekist að sleppa við afplanun á refs- byggingaverktaki með meiru og núverandi skreiðar- ingunni, þar sem hann framvísar jafnan vottorði um sali, var dæmdur af Hæstarétti í mars á síðasta ári í að hann megi ekki fangelsast vegna heilsufarsá- fimm mánaða fangelsisvist fyrir fjársvik, en honum stæðna. Ákærur á hendi Pétri fyrir fjársvik, voru meðal annars firá Utvegsbanka íslands. Bankinn virðist þó ekki erfa skuldina við Pétur, þar sem Pétur Einarsson hefur undanfarin misseri fengið veruiegar fvrirgreiðslur í Út- vegsbanka Islands í tengslum við skreiðarviðskipti, sem hafa sætt mikilli gagnrýni annarra skreiðarú tflytjenda. Einn skreiðarútflytjandi fúll- yrti við Vikuna, að hjálpsemi Út- vegsbankans við Pétur hafi gert það að verkum, að Pétur hefúr getað undirboðið aðra íslenska skreiðarútflytjendur verulega á Nígeríumarkaði, sem hafi skað- að heildarhagsmuni þjóðarbús- ins verulega. Skreiðarffamleiðendur full- yrða, að verulegur hluti þeirrar skreiðar sem Pétur hefúr versl- að með, hafi í raun verið eign Útvegsbankans, eftir að nokkrir framleiðendur hafi orðið gjald- þrota. Umboðsmaður Útvegsbankans? „Það er andskoti hart, þegar dæmdur fjársvikamaður er orð- inn umboðsmaður ríkisbanka. Þetta er kannski ný aðferð hins opinbera til að endurhæfa glæpamcnn," sagði einn þeirra skreiðarframleiðenda, sem Vik- an leitaði álits hjá. Vikunni er kunnugt um að Út- vegsbankinn keypti m.a. í apríl síðastliðinn, erlenda bankaá- byrgð af Pétri Einarssyni, upp á tæpar 1,4 milljónir dollara, eða hátt í 56 milljónir króna. Greiðslufrestur á ábyrgðinni var 120 dagar, þannig, að Útvegs- bankinn hefúr í raun lánað Pétri þessar 56 milljónir í fjóra mán- uði, sem er ótrúlega góð fýrir- greiðsla að sögn annarra skreið- arsala. Vextirnir af láninu voru hins vegar greiddir af skreiðarfram- feiðendum, en Pétur fékk greidd umboðslaun sem námu 4,5%, eða um 2,5 milljónum króna, fyrir þessi viðskipti. Lögmaður sem Vikan hafði samband við, sagðist vita að Pét- ur hafi langan fjársvikaferil að baki. „Margir eiga um sárt að binda, eftir að hafa glapist til að eiga viðskipti við eitthvert af fyrirtækjunum hans Péturs," sagði lögmaðurinn. Fyrirtæki Péturs Einarssonar hafa heitið mörgum nöfhum, eins og t.d. Sjávarvörur hf., Framtíðarhús hf., Íslensk-Kan- adíska verslunarfélagið hf., og fasteignasalan Húsamiðlun. Dómurinn ekki ógildur Þorsteinn Geirsson ráðuneyt- isstjóri dómsmálaráðuneytisins staðfesti í samtali við Vikuna, að illa hafi gengið að láta Pétur Ein- arsson taka út fangelsisdóminn. „Það er af heilsufarsástæðum," sagði Þorsteinn. Ráðuneytisstjórinn sagði það ákveðið vandamál, að hér á landi er ekkert fangelsi með sjúkradeildum, þar sem hægt er að vista dæmda menn, sem eiga við einhverja vanheilsu að stríða. „En dómurinn er aldeilis ekki fallinn úr gildi, þannig að mað- urinn verður látinn sitja hann af sér um leið og heilsa hans leyf- ir,“ sagði Þorsteinn Geirsson. Annar kunnur fjáraflamaður, Jósafat Arngrímsson, eða öðru nafni Joe Grimson, sem hefúr hlotið mikla frægð vegna vafa- samra skreiðarviðskipta, átti einnig við slíka vanheilsu að stríða, að hann slapp alltaf við afþlánun fangelsisdóma hér á landi. Joe Grimsson taldist þjást af innilokunarkennd, sem er frekar óheppilegur sjúkdómur fyrir menn sem leggja á hina hálu braut afbrota. Bresk yfir- völd hafa hins vegar ekki borið neina virðingu fyrir veikindum Jósafats, þar sem hann var Iátinn afþlána fjársvikadóm þar í landi nýverið. Pétur Einarsson, sem er að sögn kunnugra, gamall við- skiptafélagi Jósafats Arngríms- sonar, ku hins vegar eiga við annars konar vanheilsu að stríða, sem tengist offitu hans. Heilsuleysi Péturs Einarssonar aftrar honum þó ekki frá að stunda eins erilssöm og um- deild viðskipti og skreiðarsöl- una. „Þennan mann verður að stöðva" Helgarpósturinn birti grein um umfangsmikla fjársvikastarf- semi Péturs Einarssonar þann 14. janúar 1983, undir fýrir- sögninni: „Þennan mann verður að stöðva." Blaðið vitnar í sam- töl við nafhgreinda einstaklinga, sem töldu sig vera fórnarlömb Péturs og hafa tapað ómældum upphæðum vegna svikastarf- semi hans. Fyrirsögn blaðisns er tilvitnun í umsögn lögmanns í Reykjavík, sem taldi brýnt, að ferill Péturs Einarssonar yrði stöðvaður hið fýrsta. Pétur læt- ur hins vegar fátt stöðva sig á viðskiptabrautinni. Efitir að hann var dæmdur fyrir fjársvik í fyrra, m.a. í tengslum við fasteigna- sölu hans og útgáfú á innistæðu- lausum ávísunum eftir að ávís- anareikningi hans í Útvegsbank- anum hafði verið lokað, virðast honum samt hafa verið allar dyr opnar í fjármálaheiminum, þeg- ar hann hóf skreiðarviðskiptin. Helgarpósturinn greindi m.a. svo frá í janúar 1983: „Útvegsbankinn kemur til skjalanna Skuldir Péturs við Útvegs- bankann frá árinu 1971 eru frá svipuðum tíma og hann átti sjálíur í höggi við miður heiðar- legan kaupmann í London. Samkvæmt heimildum sem Helgarpósturinn telur áreiðan- legar flutti Pétur út fískimjöl í nafni Sjávarvara. Eftir að pappír- ar vegna sendingarinnar komu til Hambro's Bank í London skaut þar upp manni sem af óskiljanlegum ástæðum fékk pappírana lánaða. Hann sást svo ekki meir, en Pétur lenti í vondu máli hér heima. Þar sem Útvegsbankinn er aða1 viðskiptabanki Hambro's var ákveðið að bjarga málinu og var Pétri veitt fjárhagsleg fyrir greiðsla. Síðan hittust fúlltrúar bartkanna og endirinn varð sá að Bretarnir tóku skaðann á sig. Upp frá þessu er sagt að Út- vegsbankinn hafí haldið Pétri meira og minna uppi, enda var Iítið lát á fjárkröÁim á hendur honum. t apríl síðastliðnum var svo komið, að yfírdráttur á hlaupareikningi hans var orðinn um 700 þúsund krónur, og enn hélt hann áfram að aukast. í haust var yfírdrátturinn svo 4 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.