Vikan


Vikan - 05.11.1987, Blaðsíða 38

Vikan - 05.11.1987, Blaðsíða 38
Bamið í sínu eigin rúmi á nóHunni Hvert setur mamma Lesendur mega gjarnan senda okkur stuttar, skemmtilegar frásagnir af börnum sínum - eða góð ráð. Skrifið til: Vikan „Allt um börn“ Háaleitisbraut 1 105 Reykjavík. Flest börn vilja fá að koma upp í rúm til pabba og mömmu á nóttunni, sem getur verið ósköp notalegt stundum en þreytandi þegar það er orðinn fastur liður á hverri nóttu. Hér er ráð frá móður sem tókst að venja dóttur sína af þessu, án þess að það kostaði leiðindi: Hún merkti tvær krukkur: „Mömmu rúm- tölur“ og „Siggu rúmtölur" og setti síðan 25 tölur í hvora krukku. Fyrir hverja nótt sem Sigga svaf í eigin rúmi þá borgaði mamma henni eina tölu og ef Sigga kom upp í til mömmu sinnar þá borgaði hún eina tölu í mömmu krukku. Þegar Sigga væri búin að vinna allar töl- urnar af mömmu sinni þá ætluðu þær að fara saman og gera eitthvað skemmtilegt: fara á skauta, út að borða, niður á tjörn eða í bíó. Þetta ráð heppnaðist mjög veí og eftir nokkurn tíma hætti Sigga alveg að koma upp í nema ef eitthvað mikið amaði að. Hvernig á að fá börnin til að hætta að slást og rífast í aftursætinu Án efa kannast flestir við bíl- ferðir með börnunum þar sem bfllinn er varla kominn út úr götunni áður en úr aftursætinu heyrist: „Hvað er langt eftir", „Hann potaði í mig!“, „Hún er með fæturna mín megin!“ Og fleira í þeim dúr. Fjölskylduföður datt það snjallræði í hug að láta hvert barna sinna fá góðan skammt af smápeningum áður en lagt var af stað í langa bílferð. Á leiðinni urðu börnin að borga honum einn pening í hvert sinn sem þau gerðu eitthvað sem gerði ferðina leiðinlega fyrir hina, en peningarnir voru þeirra eign og á leiðarenda máttu þau kaupa sér það sem þau vildu fyrir þá...og þeir sem voru þægastir á leiðinni áttu auðvitað mest af peningum til að eyða... Með bros í hönd sokkana? Pabbinn var að klæða tveggja ára dóttur sína — sem hann var alls óvanur að gera. Hún sat á gólfinu og hann fór að leita í kommóðuskúfíunum hennar að sokkum. í örvæntingu spurði hann litlu dóttur sína: „Hvert setur hún mamma þín sokkana?" Barnið leit á hann með undrun- arsvip. Beygði sig fram og greip um báða fæturna og sagði: „Hér!“. Mamma veit best • Besta láglaunastarfið: Móð- urhlutverkið • Besta við sumarið: Börnin eru lieima allan daginn • Besta við það að hafa börn- in heima: Þau fara aftur í skólann í september • Besta ráðið til að fá börnin til að hjálpa til í garðinum: Taka sér hrífu í hönd og til- kynna að nú ætli maður EINN út í garð og tala við arfann. • Besta ráðið til að fá ærslafull börn til að fara út að leika sér: Slökkva á sjónvarpinu og segja þeim að fara að lesa bók. • Besta sem þú getur gefið börnunum þínum: Tíma með þér. • Besta sem þú getur gefið manninum þínum: Tíma með þér, ÁN BARNANNA. Bestu árin þín: Þessi. Eins og flest börn (og fullorðnir líka) var Kalli dálítið smeykur í umhverfi sem hann þekkti ekki vel. Mamma hans fann upp ágætisráð sem hjálpaði honum í þannig kringumstæðum, t.d. fyrsta skóladaginn. Með tússpenna teiknaði hún brosandi andlit í lófann á honum og þegar hann þurfti á vingjarnlegu brosi að halda þá þurfti hann ekki annað en líta í lófann til að muna eftir brosi mömmu sinnar, sem hjálpaði honum við að vinna bug á hræðslunni. Legpokinn Börn spyrja oft um það hvaðan þau koma og sumir foreldrar skýra þeim írá því á nákvæman hátt og nota rétt heiti yfir viðkomandi líkams- hluta. Dag einn var lítill strák- ur á gangi með mömmu sinni, en hún taldi sig vera búna að útskýra þessi mál vel fyrir honum. Litli strákurinn kom auga á konu sem bar barn sitt í burðarpoka framan á sér. Með undrunarsvip spurði strákur- inn mömmu sína: „Er þetta legið?“. 38 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.