Vikan


Vikan - 05.11.1987, Blaðsíða 23

Vikan - 05.11.1987, Blaðsíða 23
Stórskyttan Enida Stephans- son. ur með rjúkandi riffil í eldhús- inu. „Hvað skaustu núna, kona góð?“ Spurði afkomandi skáldsins. Jarðíkorna." Umræðuefnið var greinilega hversdagslegt í hugum þeirra hjóna, sem fétu sig engu varða fúrðusvipinn á gestunum. „Skaustu jarðíkorna hér í eld- húsinu?“ Spurði ég varfærnis- lega, eftir að húsffeyja hafði boðið upp á kaffi að íslenskum sið. „Ég skaut hann héðan úr eld- húsinu. Héðan út um eldhús- gluggann. Þessi bölvuð meindýr eru alltaf að reyna að komst í matjurtagarðinn hjá mér,“ út- skýrði húsffeyja. „Hún er svo skotglöð og mikil skytta, að ég þori varla að and- mæla henni nú orðið,“ sagði Edwin glottandi. „Ég þori að veðja að hún hefúr hitt dýrið í gegnum hausinn, þótt færið sé nokkuð langt,“ bætti hann við. Síðar kom í ljós, að Edwin þekkti sitt heimaífólk. fkorninn, lítið kvikandi skotmark á stærð við rottu, hafði verið skotinn banaskoti í gegnum höfúðið, á meira en 30 metra færi. Affek sem jafnvel Ólympíumeistarar í skotfimi ættu erfitt með að Ieika eftir. Friðfinnur Magnússon, sonur greinarhöfúndar, heldur hér á jarðíkoma, sem var svo óhepp- inn að stinga hausnum upp í skotfæri við eldhúsgluggann hjá frú Stephansson. Banaskot í gegnum höfuðið á löngu færi. „Ætli ég eigi nokkra ættingja á íslandi? Mikið væri gaman að heilsa upp á þá einhvern tíma. Ég hef aldrei komið til gamla landsins, en afi sagði mér marg- ar sögur þaðan, áður en hann dó.“ Að hitta íslendinga svona fyrirvaralaust, virtist hafa mikil áhrif á Edwin Stephansson. Hann sagði það vera afar sjald- gæff að hann hitti landa sína og íslensku sagðist hann ekki hafa talað síðan hann var barn. „Við töluðum alltaf íslensku heima, þegar ég var lcrakki, en langflestir íslendingarnir af minni kynslóð giftust ensku- mælandi fólki og eftir það voru fá tækifæri til að halda móður- málinu við.“ Edwin talar mjög þokkalega íslensku, örlítið bjagaða, en hann þarf stundum að nota ensk orð yfir ýmis nýyrðahugtök. Hann hafði óskaplega gaman að heyra íslensk nýyrði og fá út- skýringar á forsendum þeirra. Að lokum sýndi hann okkur gamla heimilið sitt, hús skáldsins, þar sem Edwin var fæddur og uppalinn. Hús skáldsins gaf tilefni til margra hugrenninga, þegar Edwin sýndi okkur á milli her- bergja og vinnuborð afa síns, sem enn er á sínum stað, líkt og þegar skáldið skildi við þennan heim fyrir 60 árum. „Hvernig maður var afi þinn?“ „Hann var mjög stórbrotinn maður. Ég var alltaf dálítið hræddur við hann og þegar hann dó, lá ég hinum megin við þilið í mínu rúmi og hlustaði alla nóttina á dauðastríð afa míns. Ég gleymi því aldrei." VIKAN 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.