Vikan - 28.12.1987, Blaðsíða 56
þrungnir skuggar skyggi á hana. Hún gæti
ekki lifað slík vonbrigði aftur. Það er að
hvessa og snjórinn lemst við gluggann.
Ósjálífátt veftir hún peysuna þéttar að sér.
Birtan var ríkjandi í sambandi þeirra allt
sumarið, jafnvel þó að hellirigndi. Haustið
var að mótast þegar Þorvarður bað hana að
koma með sér til að taka á móti pabba sín-
um sem var að koma úr þriggja mánaða sigl-
ingu. Hún hafði svifið með Þorvarði á
stefhumótið við föður hans, hvert einasta
spor hafði verið fullt af hamingju og gleði.
„Pabbi, þetta er Snædís, er hún ekki falleg? —
hún á að verða konan mín“, og Þorvarður
hafði dregið hana hlæjandi að sér og kysst
hana fyrir framan föður sinn. Allt var leik-
andi létt og frjálslegt hjá Þorvarði. Hún
hafði litið upp kaffjóð og feimnisleg og
mætt augum föðurins, en skyndilega hafði
hana sett hljóða. Fyrirboði af einhverju
óþekktu hafði legið í augum mannsins sem
horfði á hana náfölur og með einkennileg-
um hræðslusvip.
Svar hans hafði komið eftir drykklanga
stund - þungt — hlaðið af tvíræðri merkingu
— orðum sem hún skilur fyrst núna. „Ertu
dóttir Ástu? Af hverju hef ég ekki séð þig
fyrr? Víst ertu falleg, lifandi eftirmynd móð-
ur þinnar, stúlkan mín.“
Aldrei hafði Þorvarður kysst hana innileg-
ar, en þegar hann kvaddi hana um kvöldið.
Kossinn var fullur af óþoli karlmanns sem
elskar heitt, en hefur ekki fengið líkamlega
útrás. Hann var líka fullur af einhverju sem
hvorugt þeirra gerði sér grein fyrir. Örvænt-
ing — leyndur fyrirboði — þetta var líka síð-
asti kossinn.
Svipmyndin að heiman. Orðin sem hljóm-
uðu til hennar úr stofúnni. Töluð orð — með
rödd farmannsins, föður Þorvarðar, - sem
stóðu kyrr í loftinu eins og eldglærur,
sverðsleiftur. „Á ég ao trúa því, Ásta að þú
hafir ekki sagt henni frá mér? Veistu ekki
hvað er að gerast í kringum þig? Hvar hefur
þú haft augun í allt sumar? Þau hálfsystkinin
eru heitbundin."
Næsta mynd var af henni liggjandi uppi í
rúmi og einhver var að gráta. Hún grét ekki
sjálf, lieldur lá eins og steinrunnið líkneski.
Móðir hennar grét með þungum ekkasog-
um, bað hana að fyrirgefa sér, skilja sig.
Hvaða máli skipti hvort hún skildi móður
sína eða fyrirgæfi henni. Allt inni í henni var
steinrunnið tóm algers afskiptaleysis. Engin
orð fæddust, engin gleði lengur, enginn
hlátur, enginn grátur. Enginn gat nálgast
hana eða rofið þá brynju sem hún byggði í
kringum sig næstu mánuði. Hún starði inn í
myrkt hugskot þar sem engin von var leng-
ur um gleðiríka framtíð. Kollsteypan var svo
algjör að hún gat ekki grátið. Gekk bara í
gegnum dagana eins og svefngengill eða
frosin, steinrunnin mannsmynd.
Grátbólgin augu móðurinnar hreyfðu
ekki við henni. Spurningar litlu systkinanna
fóru í taugarnar á henni. Hún sýndi þeim
kulda og hörkulegt viðmót og þau horfðu
undrandi á þessa ókunnu, stóru systur. En
henni var alveg sama hvort hún var vond
eða góð. Einu sinni enn höfðu þau Þorvarð-
ur horfst í augu; — höfðu rekist saman í fjöl-
mennri verslun, af öllum stöðum. Tími
hafði horfið, óyndislegur staður gufað upp.
56 VIKAN
Hvaða máli skipti hvort hún
skildi móður sína eða fyrirgæfi
henni? Allt inni í henni var
steinrunnið tóm algers af-
skiptaleysis. Engin orðfæddust,
engin gleði lengur, enginn
hlátur, enginn grátur.
Þau stóðu aðeins eitt eilífðaraugnablik og
horfðust í augu. Orð voru magnlaus. Þau
gátu ekki snert hvort annað. Sársaukinn var
yfirþyrmandi. Þangað til einhver sagði: „Þið
getið ekki staðið svona endalaust í veginum
fyrir öðrum". Þá, aðeins þá gengu þau i
burtu hvort ffá öðru.
Gömlu gangarnir stynja og syngja af berg-
máli genginna fóta. Gamla timburhúsið
heldur víst, að það sé eitt, þar sem enginn
hreyfir sig innan dyra og lifhar allt við. Það
er eins og það sé að tala við sjálft sig. En
hún, miðpunktur ljóssins í stofunni getur
ekki einbeitt sér við að rita huglægt um
glerkristalla í bergtegundum.
Létt snerting á öxl þrengir sér inn í hug-
skotið. Snertingin kemur svo óvænt að hálf-i
kæft óp líður upp ffá henni. Snerting við
aðra mannveru er fjarlæg og óraunveruleg.
Hún er búin að ffysta sig ffá nánum
tengslum. Lærimeistarinn, lítið eldri en hún
sjálf, stendur hjá henni. „Það er hrollur í þér
og ekkert gengur að festa orð á blöð. Ég
ætla að hita kaffi handa okkur".
Járnbrynjan er að losa tökin. Fyrsta eðli-
lega tilfinningin brýst út úr hjúpnum. „Ég
drekk ekki kafifi og ég skrifa ekki þessa fárán-
legu ritgerð. Glerkristallar - steintegundir,
kannski persónugervingar, en ekki fræðivið-
fang.“ Hvaðan komu þessi viðbrögð? Dóna-
skapur, hortugheit við aumingja Steinar af
öllum lærifeðrum. Hún hefur aldrei heyrt
sjálfa sig tala svona. Kannski er hún að verða
að nýrri manneskju. Hún er ekki að ganga í
gegnum hamskipti, heldur hlaut sálin að
vera að breytast. Kannski er hún ósjálfrátt
að knýja lærimeistarann til andsvars gegn
öllu óréttlætinu sem búið er að beita hana.
Nýja mannveran stendur upp og fer að taka
saman ritföng. Kaldur, ákveðinn hjúpur. „Þú
ferð ekki út úr húsinu fyrr en þú ert búin að
skrifa. Kaffi hressir þig.“ „Þú getur ekki
þvingað mig. Ég er hætt í þessum fjandans
skóla". Steinar hreyfir sig snöggt upp að
henni, tekur harkalega undir höku hennar,
neyðir hana til að horfast í augu við sig. „En
ef ég leyfi þér ekki að hætta, leyfi þér ekki
að fara, hvað ætlar þú þá að gera, ungfrú
Snædís? Við höfum nógan tíma. AJlt jóla-
leyfið er framundan".
Steinbrynjan er að bresta. Ofboðslegur
ofsi grípur um sig í sálu hennar. Hún ræðst
að manninum sem ætlar að stjórna henni,
ber, klórar og bítur eins og villidýr. Hún er
ekki að berjast við Steinar, ekki við læri-
meistarann, heldur öll öfl sem vilja stjórna
henni, segja henni að hún geti ekki, megi
ekki eða það sé ekki tilhlýðilegt. Hún er að
berjast við lífið sjálft. Hún beitir allri orku
sem líkami hennar og geðshræring lætur í
té, en önnur mannvera, henni sterkari tekur
kröftuglega á móti — og allt í einu liggur hún
á gólfinu og grætur — grætur með þungum
ekkasogum. Gráturinn nær heljartökum á
henni — hún berst við að ná andanum, blán-
ar og þrútnar. Þetta er ekki grátur — heldur
krampaflog. Meðvitundin fjarar smám sam-
an út; skynjunin hverfur. Hún heyrir andköf
sjálfrar sín í órafjarlægð.
Einhver þægiíegur svali leggst á enni
hennar. Gólfið er ekki lengur hart, heldur
þægilega hlýtt og mjúkt. Steinninn sem va:
búinn að taka sér bólfestu í brjóstinu, er að
losna með krampakenndum flogum. Hún
verður svo óendanlega létt. Kannski er hún
að deyja. Ef þetta er dauðinn, mikið er hann
þá góður. Hún nýtur þess að svífa um í
svörtu tómi. Vill ekki hverfa afitur inn í
harðan, kaldan heim.
„Snædís, Snædís, fyrirgefðu mér. Ég var of
harður, of kaldur við þig. Þú gerðir mig
reiðan. Reiðin hertók mig — þín vegna.“ Orð
— með biðjandi rödd — jafiivel ástúðlegri
rödd, þrengja sér inn í sortann. Tómið hætt-
ir að vera tóm. Skynjunin fæðist og - er
þetta raunverulega Steinar sem situr með
hana í fanginu og vaggar henni eins og
barni. Augu hans, myrk og áhyggjuhlaðin,
breytast þegar hún opnar sín á móti. Hún
reynir að rífa sig lausa, reynir að rísa á fætur,
reynir að tjá sig, en allt bregst. Rödd, fetur,
líkami. Tárin byrja aftur að feðast og núna
grætur hún af veikum mætti eins og korna-
barn með örsmáan líkama. Hann styður við
hana, heldur áfram að vagga henni og fer að
tala með seiðandi, lágri, blíðri rödd sem
hríslast um hana alla gegn vilja hennar.
„Snædís, Snjódís, — veistu að þegar snjór-
inn fellur á jörðina,umvefur hann hana eins
og hlýr, hvítur loðfeldur. Hann ver hana
gegn hörðum byljum, gegn særindum ís-
hagla sem geta hrotið á hana. - Veistu að
þegar bylurinn lemur þig, snjóflygsurnar
umlykja þig, þá herðist þú, verður sterkari —
stöðugt sólskin veikir þig. — Veistu að harð-
asti steinninn á oft undrafagra innri heima.
Því harðari sem hann er því erfiðara er að
komast að innsta kjarnanum. Glerkristallar
steinsins eru þversumma af litrófi lífsins —
sýna hvernig lífið hefur mótað þá þangað til
að þeir storknuðu í steinruna. Sterkustu
menn geta dagað uppi vegna þess að þeir
þola ekki ljós lífcins — eins og tröllin. -
Veistu að karlmaðurinn kastar oft þungum
steinum að konunni sem brynjar sig mest
gegn honum — að konunni sem honum
þykir mest varið í. Eigum við ekki að hætta
að kasta steinum hvort í annað? Snædís,
Snjódís".
Orðin koma við lífcneista sem hún vill
ekki að nái upp í ljósið. Bylgja byltist upp í
henni; mótþróakennd sem gerir hana sterk-
ari, ber niður alla viðkvæmni. Af hverju er
verið að koma við lífcneista sem hún vill
berja niður? Hún liggur kyrr til að safha
kröftum; leyfa styrkleikanum að ná tökum á
sér með því að berja miskunnarlaust niður1
allar hlýjar kenndir. Hún þiggur heitt tevatn