Vikan


Vikan - 28.12.1987, Blaðsíða 55

Vikan - 28.12.1987, Blaðsíða 55
urnar klæða sig. Hún heyrir orð og orð á stangli. „Hugsið ykkur að hún skuli þora að segja blákalt við Steinar 4ð hún sé ekki búin að skrifa ritgerðina." „Ég vildi bara að það væri ég sem sæti ein eftir með Steinari", seg- ir önnur hlæjandi. „Hvað er eiginlega að henni Snædísi? Hún er orðin svo hund- leiðinleg", segir einhver. „Hvað veistu það ekki? Ég skal bara segja ykkur ...“, röddin lækkar og verður ógreinileg. Rödd Unu, vin- konu hennar sker sig úr yfir hvískrið. „Eig- um við að ganga um miðbæinn, stelpur? Blessaðar hættið þið þessum kjaftagangi. Ætlið þið í dansinn í kvöld"? Þetta var Unu iíkt, alltaf tilbúin til að milda málin og núna vill hún greinilega beina samtalinu í annan farveg. Orð Unu falla í góðan jarðveg. Stelp- urnar flýta sér, hlæjandi og flissandi út úr skólanum. Síðasta sem hún heyrir var að einhver kallar: „Sjáumst á dansleiknum í kvöld — í hverju ætlar þú að vera — ó, ég er svo spennt". Já, alveg rétt, þessi dularfulli dansleikur er í kvöld, sem búið er að tala um með svo mikilli leynd. Hvað skyldu krakkarnir ætla að gera? Æ, hvaða máli skiptir það. Einhvern tíma hefði hún verið „En ef ég leyfi þér ekki að hætta, leyfi þér ekki að fara, hvað ætlar þú þá að gera, ungfrú Snædís? Við höfum nógan tíma. Allt jólaleyfið er framundan." spennt að fara — en núna hefur hún ekki minnstu löngun. Þrúgandi kyrrð fæðist þegar allir eru gengnir. Hún er aðeins rofin af skrjáfi penna sem strýkur pappír við kennarapúltið; snjófjúki sem lemur húsið; vinalegu marri í trégólfum sem bergmála gengin fótatök. Jæja, þær eru þá búnar að frétta það. Auð- vitað, slíkt og þvílíkt var fféttaefhi fyrir allar kjaftaskjóður sem lifa á krassandi sögum um náungann. Og einhver öfundaði hana af að sitja eftir eina með Steinari sem þær voru allar hálfskotnar í. í fyrra hefði henni ekki verið sama, en núna er henni það. Allt er svo tilgangslaust. Hún hlakkar ekki lengur til neins, þykir ekki lengur vænt um neinn, er sama hvort jól eða myrkur hversdagur ríkir. Nei annars, henni er ekki sama um jólin; kvíðir fyrir þeim; vill helst ekki fara heim þegar verið er að undirbúa hátíðina. Skrítið, hún hefur ekki einu sinni getað sagt Unu ffá því. En Una veit það sjálfcagt. Hún er búin að vera svo góð við hana upp á síðkastið. Hún kann vel að meta það, þótt hún geti ekki veitt því móttöku. Það er eins og ekkert nái að þýða í burtu steininn sem situr fastur í brjóstinu. Og hún getur alls ekki einbeitt sér því annað og sterkara sækir á hugann. Höndin fellur máttlaus niður á blöðin. Hún styður hönd undir kinn og horfir dreymandi út í snjófjúkið. Svipmyndir sumarsins líða ffam og hún flettir í þeim — blaði fýrir blað — eins og hún sé að skoða myndabók. Myndirnar eru svo fallegar — til að byrja með. Hún og Þorvarður á göngu; - uppi í Heið- mörk; - úti á Álftanesi; — uppi á Esju. Hvað þau höfðu getað gengið, talað og trúað hvort öðru fyrir öllu sem máli skipti, teikn- að sameiginlega ffamtíð fallega upp á himin- inn, verið innilega hlý og einlæg hvort við annað. Alltaf hafði hann haldið fast um hönd hennar og heitir straumar frá honum liðið um hana alla. Allt var traust og öruggt með Þorvarði. Hvað þau hlógu dátt og innilega saman, sáu eldsnöggt það hlægilega á sama augnabliki. Höfðu talað svo skynsamlega um að andlegur félagsskapur ætti að þróast áður en líkamleg samskipti kæmu til; — kannski sem betur fer eða þó....? Höfðu ver- ið svo innilega sannfærð um að þau ættu nægan tíma. Auðvitað gat slík hamingja ekki varað. Hvernig var lífskenningin? — að skin og skúrir, sól og skuggar skiptust á í mann- legu lífi, alveg eins og í árstíðaskiptum nátt- úrunnar. Sumarið hafði gefið henni andlega og líkamlega hlýju, en veturinn fryst hana inni í klakabrynju. Ér hún undir því stjörnu- merki að annaðhvort sé allt yndislega bjart í kringum hana eða allt dimmt og kalt. Hún getur ekki hugsað sér að upplifa hamingj- una aftur ef hún á á hættu að svo ógn- VIKAN 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.