Vikan


Vikan - 28.12.1987, Blaðsíða 38

Vikan - 28.12.1987, Blaðsíða 38
Björn Borg lítils virði? Þegar Bjöm Borg fluttist búferlum heim til Svíþjóðar kættist Kjell Olof Feldt fjár- málaráðherra ákaflega. Töldu sérfræðingar fjármála- ráðuneytisins að tennis- stjarnan fyrrverandi og nú- verandi viðskiptajöfúr ætti minnsta kosti 500 milljónir sænskar krónur sem skattur- inn gæti nú tekið sinn toll af. Vonbrigðin urðu yfirþyrm- andi þegar Borg kvaðst ekki eiga nema tæplega 50 milljónir. Hvað hefur orðið af þessum 450 milljónum spurðu menn í for- undran. Flestir hallast að því að Björn Borg hafi duglega fjár- málasérfærðinga á sínum snær- um sem hafi tekist að koma summunni undan. — Það er engin vandi að gera 500 milljónir að 50 milljónum á pappírunum, er haft eftir John Larsson sem er skattaséní í Svenska Handelsbankanum. —SG. Langþráðir jólapakkar Þegar forseti þýska Alþýðulýðveldisins, Eric Honecker, sótti Sambands- lýðveldið Þýskaland heim nú fýrir stuttu, færði hann með sér þá gleðifregn, að auðveldar yrði nú fýrir Vest- ur-Þjóðverja að færa ættingj- um og vinum austan megin gjaflr. Fyrir Austur-Þjóðverja eru brevtingarnar sem gengu í gildi 1. nóvember síðastllðinn nánast byltinga- kenndar. Hingað til hafði allur innflutn- ingur sem vakið gat pólitískar efasemdir verið stranglega bannaður, svo og varningur sem óttast var að braskað væri með. En nú eiga þessi viðhorf að víkja fyrir þeim manneskjulegu. Með breytingunum má nú flytja inn í landið allt prentað mál; ffétta- tengt og annað (t.d. dagatöl, sem vegna „rangra" frídaga mátti ekki áður). Að sjálfsögðu má efnið ekki vera andróður gegn friði eða „mæla gegn sann- feringu sósíalíska ríkisins og borgara þess.“ Aðrar skaðlegar saur- og æsingabókmenntir skulu einnig verða eftir fyrir utan. Óáteknar kassettur og tón- bönd má flytja inn og úr landi og áteknar aðeins ef innihaldið mælir ekki gegn „sannferingu sósíalíska ríkisins og borgara þess.“ Gert hefúr verið greiðara fyrir innflutningi á tæknilegum neysluvarningi (kassettutæki, reiknivélar, kvartsúr) en ef vídeótæki og tilheyrandi spólur fylgja með í farangrinum, verð- ur það að fara með út úr landinu aftur. En allir eru ánægðir í bili: Stjórnmálamenn —• vegna mannúðlegrar eftirgefni, Vestur- Þjóðverjar sem nú eiga auðveld- ar með að uppfylla óskir systra sinna og bræðra í Austrinu og Austur-Þjóðverjar sjálfir sem fengu Ioks langþráðar óskir upp- fylltar um þessi jól. AusturþýskJr unglingar hafa ástæðu tll að fagna, því nú eru engar hömlur á því hvað flutt er til landsins, svo fremi... Sérfræðingar sænska fjármálaráðu- neytisins nudduðu saman lófún- um af ánægju er þeir endurhelmtu Björn Borg og bjuggust við að hann ætti sem svarar til rúmra þrlggja milljarða tslenskra króna. Myndin er frá íslandsför Bjöms Borg og Jannike í síðasta mánuðl. - Ljósmynd: Páll Kjartansson. SVÍÞJÓÐ: Myndum Vidoriu Benedictsson Sænska sjónvarpið vinnur nú að gerð heimUdarmynd- ar um líf sænsku skáldkon- unnar Victoriu Benedicts- son. Myndin verður send út á komandi páskum. Victoria Maria Benedictsson skrifaði oft undir dulnefnum og hennar þekktasta höfúndarnafn var Ernst Ahlgreen og hún var jörðuð undir því nafhi í Vestre Kirkegárd í Kaupmannahöfn. Hún og Georg Brandes hitt- ust þann 1. apríl árið 1887 á járnbrautarstöðinni í Malmö. Skáldkonan var á leið til Parísar en hann til Rússlands. Þessi fundur var kveikjan að sam- bandi þeirra sem talið er hafa átt þátt í að Victoria framdi sjálfs- morð árið eftir. Það er leikkonan Anette Nor- berg sem fer með hlutverk Vict- oriu en danski leikarinn Frits Helmuth kemur fram sem Brandes. —SG' 38 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.