Vikan


Vikan - 28.12.1987, Blaðsíða 34

Vikan - 28.12.1987, Blaðsíða 34
Áætkmir um vopnoð rón óíslensku handrkunum Texti: Magnús Guömundson Starfsfólk Árnasafns í Kaupmannahöfn var hætt að láta sér bregða við heimsóknir ungs manns, sem sýndi öllu er viðkom þessum ís- lenska þjóðararfi, óvenju mikinn áhuga. Maðurinn, sem var nálægt þrítugu, kom nokkuð oft í safnið á nokkurra vikna tímabili, sumarið 1961. Heim- sóknimar voru með nokkuð óregulegum hætti, þannig að þær bar aldrei upp á sama tíma dagsins. Maðurinn bar af sér góðan þokka og brátt voru menn orðnir svo vanir honum að heimsóknir hans voru teknar sem sjálfsagður hlutur. Áhugi hans á þessum gömlu ritum var mikill, en það var augljóst að hér var tiltölulega lítt menntaður leikmaður á ferð, en starfsmenn stofhunarinnar svöruðu spurningum hans samt af þolinmæði, þótt þær hafi oft hljómað barnalega. Starfsfólk Árnasafns hefði sennilega ekki tekið heimsókn- um mannsins jafh alúðlega, ef það hefði getað fylgst með því sem hann hripaði í litla dagbók, þar sem hann settist oft á afvik- inn stað í safhinu. Leiðtogi öfgamanna Hinn ókunni maður, sem var svo áhugasamur um íslensku handritin þetta sumar árið 1961, var Daninn Hans Hetler, sem síðar átti eftir að verða landsffægur í heimalandi sínu í tengslum við njósnahneyksli, sem setti allt á annan endan um tíma í dönsku þjóðlífi á seinni hluta áttunda áratugarins. Heimsóknir hans í Árnasafn þetta örlagaríka sumar, voru í raun njósnaleiðangrar í safnið, til þess eins að undirbúa rán aldarinnar á þessum menningar- verðmætum íslensku þjóðarinn- ar. Hans Hetler var ákafúr þjóð- ernissinni og hann ætlaði með einhverjum hætti að koma í veg fyrir að handritin yrðu afhent ís- lendingum afitur. Á þessum tíma voru uppi miklar deilur í Danmörku um réttmæti þess að skila handrit- unum aftur til íslands og sýndist sitt hverjum. Margir Danir litu svo á í einlægni, að handritin væru ekki síður danskur þjóðar- arfur, en íslenskur og að þau væru best geymd í Árnasafhinu í Kaupmannahöfh. Deilurnar um afhendingu handritanna voru æði heiftugar á köflum og þrungnar tilfinn- ingahita. Margir Danir áttu erfitt með að skilja að Árni Magnús- son hafi verið íslendingur, þar sem þeir litu svo á, með nokkr- um rétti að hann hafi verið danskur þegn og hafi starf hans því verið unnið í þágu dönsku þjóðarinnar. í hita leiksins voru þeir menn oft kallaðir þjóðníðingar sem héldu með íslendingum í þessu máli. Hans Hetler lagði á ráðin um ránið á íslensku handritunum. Síð- ar varð hann foringi fyrir ólöglegum njósnaflokk sem stundaði persónunjósnir á dönskum ríkisborgurum í samvinnu við leyni- þjónustu danska hersins. Vegna þeirrar starfsemi, slapp hann við ákæru fyrir handritamálið, en síðar varð dóms- og vamarmála- ráðherra landsins að segja af sér, er upp komst um starfsemi Hetlers. í þessu öfgakennda andrúms- lofti tók Hans Hetler þá fífl- djörfu ákvörðun að ræna hand- ritunum. I raun gekk áætlun hans út á að taka íslensku hand- ritin í eins konar gíslingu til að þvinga dönsk og íslensk stjórn- völd til að samþykkja að þau yrðu áffam geymd í Kaupmannahöfn. Það var ræða forstöðumanns Árnasafns í Kaupmannahöfn á miklum átakafundi í Stúdenta- félagi Hafnarháskóla, sem réði úrslitum um ákvörðun Hans Hetlers. Dr. phil. Johannes Bröndum- Nielsen, forstöðumaður Árna- safns var mikill andstæðingur þess að handritunum yrði skilað til íslendinga. Hann sagði m.a. á fúndi stúdentafélagsins: „Við munum ekki leyfa að undir- stöður gamallar danskrar vísindagreinar verði brotnar niður á pólitískum forsend- um, og við munum beita öll- um brögðum í baráttunni gegn þeirri tilhneigingu að staðfesta gamlar fullyrðingar um sjálfseyðingu Danmerk- ur.“ Málfluningur Bröndum- Nielsen sem var nokkuð öfga- kenndur á köflum, féll í sérlega góðan jarðveg hjá manni sem sat á áheyrendabekknum þetta kvöld, en það var Hans Hetler. Hans Hetler hafði mjög öfga- kenndar skoðanir í stjórnmál- um, þar sem þjóðerniskenndin og trúin á konunginn, aðalinn og föðurlandið var honum að leiðarljósi. Ef förstöðumanni Árnasafns hefði rennt grun í þau áhrif sem ræða hans hafði á einn áheyr- anda hans á fúndi stúdentafé- lagsins, myndi hann væntanlega hafa valið orðum sínum annan stað. Það er því kaldranalega hjákátlegt að orð forstöðu- mannsins skyldu hafa orðið kveikjan að áætlun til að ræna þeim fjársóði sem hann bar svo mjög fýrir brjósti. Djarfar áætlanir Hans Hetler var sannfærður um að hann yrði að taka í taum- ana til þess að koma í veg fyrir að dönsk stjórnvöld létu Islend- inga kúga sig til hlýðni í hand- ritamálinu. Hann fékk nokkra 34 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.