Vikan - 28.12.1987, Blaðsíða 30
„Fyrstu minningar
mínar frá tónlistar-
náminu eru þær að
ég þótti vita laglaus."
Sig and The Bebop Boys sem
þenja hljóðfærin af mikilli lyst.
Big Sig, höfuðpaur bandsins, er
íslendingur í húð og hár, Sigurð-
ur Flosason hinn stóri. Ég vind
mér að Sigurði þegar hann hætt-
ir að blása og nær andanum, ég
hef nefnilega hlerað að hann
hafi unnið tónskáldasamkeppni
kennda við Hoagy Carmichael,
hið fræga jazztónskáld, sem ailir
þekkja af perlum eins og
Stardust, Georgia On My Mind
o.fl., en sá var fæddur í þessum
sama bæ, Bloomington.
,Jú, það er rétt," segir Sigurð-
ur. „Ég vann Jazzhluta þessarar
keppni sem er reyndar haldin í
fyrsta sinn nú í ár, en aðstand-
endur hennar eru WFIU, sem er
frjálsiynd útvarpsstöð hér í
suðurhluta fylkisins og Indiana
University. Keppnisgreinar voru
þrjár, jazz, klassík og þjóðlagatón-
list eða angar af henni. 1 jazz-
hlutanum tóku um 50 manns
þátt og ég kom út með sigur-
launin, $1000.“
— Nú hlýtur að vera ánægju-
legt að sigra í fyrsta sinn sem
keppnin er haldin?
,Jú, jú, ég er ósköp ánægður
með þetta.“
— Hvað heitir svo lagið?
„Það heitir: IM MEMORIAM
og er tileinkað minningu Sveins
Ólafssonar fiðluleikara, saxófón-
sénis og jazzfrumherja sem lést
nú í haust. Afhending verðlauna
fór fram 5. nóvember í beinni
útsendingu í útvarpði og kvart-
ettinn minn, Big Sig and The Be-
boh boys var húsband í þættin-
um.
— Nú ert þú að spila hér í
JAKE’S fyrir utan að vera í fúllu
námi við háskólann. Er eitthvað
fleira sem þú unir þér við utan
náms?
,Já, ég hef verið að kenna svo-
lítið á saxófón í einkatímum.
Svo hef ég alltaf spilað svolítið
með hinum og þessum hljóm-
sveitum með skólanum, oftast
með Tony Barron Orchestra
sem spilar Big Band tónlist af
verri endanum og er stílrænn
arftaki Guy Lombardo. Þar er
smekkleysið takmarkalaust og
öll verstu einkenni swingtíma-
bilsins samanþjöppuð í eitt. Við
30 VIKAN
spilum sem sagt íklæddir rauð-
um jökkum dansmúsík fyrir
eldra fólk.
Að vissu leyti hef ég mjög
gaman að þessu. Ég ferðast
stundum með þeim í 5—6 daga
og fæ nasaþef af löngu liðinni tíð
og hvað það þýddi að vera „on
the road“. Við keyrum stundum
í 9—10 tíma’og þurfum strax að
spila þegar við komuna á áfanga-
stað. Þessir fáu dagar sem ég
geri þetta í einu finnast mér al-
veg nóg, maður getur ímyndað
sér hvernig þeim hefur liðið,
köppunum sem höfðu þetta fyr-
ir atvinnu allan ársins hring.
Danshallirnar sem við spilum
í hafa margar ekkert breyst síð-
an á tímum Big Bandanna það er
jafnvel sama fólkið sem kemur á
dansleikina. Stundum hef ég á
tilfmningunni að ég sé að spila
fyrir drauga. Frá faglegu sjónar-
miði er gaman að læra nýjan stíl
sem gengur í berhögg við það
sem mér hefúr verið kennt, en
ég vildi ekki þurfa að hafa þetta
fýrir atvinnu.
- Og með það er hann rokinn
af stað, en við notum tímann
fram að næsta hléi til að kynnast
honum betur:
Sigurður Flosason er fæddur í
Hlíðunum 22. janúar 1964, son-
ur Flosa Hrafns Sigurðssonar
veðurffæðings og Huldu Sigfús-
dóttur bókasafnsffæðings. Tón-
listarnám Sigurðar hófst í Barna-
músikskólanum þegar hann var
5 ára gamall, þá tók hann til við
að blása í blokkflautu og þver-
flautu. Fyrstu minningar Sigurð-
ar varðandi tónlistarnámið
tengjast því að hann þótti lag-
Iaus og foreldrar hans bjuggust
ekki við neinum afrekum af
drengnum á tónlistarsviðinu.
Kennara hafði hann ýmsa til að
byrja með, sá fýrsti er hafði mót-
andi áhrif á hann var Njáll Sig-
urðsson hjá honum fannst Sig-
urði gaman að læra og Njáll
hafði þau ummæli um hann að