Vikan


Vikan - 11.02.1988, Side 24

Vikan - 11.02.1988, Side 24
Hljómsveitin Frakkamir er nú komin aftur úr klæða- skápnum eftir að hafa hangið þar á herðatrjánum sl. þrjú ár eða frá síðustu tónleikum hennar sem haldnir voru síðasta vetrar- dag 1985. Hljómsveitin hefúr sem sagt verið endurvakin og heldur sína fyrstu tónleika í Lækjar- tungli 18. febrúar. Hljóm- sveitina skipa þeir Björgvin Gíslason, Þorleifúr Guð- jónsson, Michael Pollock og Gunnar Erlingsson. Vikan heimsótti höíuðstöðvar Frakkanna nýlega en þeir halda til í ekta bílskúrsholu á Grettis- götunni. í litlu herbergi þar sem köld flúrbirtan lýsir upp ómúr- aða veggi og óffágengið loft. Þar verður vart þverfótað fýrir því sem gengur undir nafhinu græjur. Um leið og fulltrúi Vikunnar fer sér sæti í lúnum sófa lætur Þorleifur þess getið að þótt Frakkarnir hafi legið í dvaia síð- ustu þrjú ár hafl þeir samt alltaf verið að gutia við tónlistina og Gunnar bætir því við að í raun hafi þeir aldrei hætt. Aðspurðir um lagavalið nú segir Björgvin að þeir séu með nýtt prógramm og sé tónlistin þess eðlis að í samanburði verði gömlu Frakkarnir hrein popp- sveit. Fyrir utan tónleikana í Lækjartungli er síðan ætlunin að hljóðrita það efhi sem hljóm- sveitin hefur með vorinu og þeir segjast vona að þeir fái út- gefanda að því. Frakkarnir renna í gegnum prógramm sitt í miðju viðtalinu og það er vissulega hart rokk sem þar er á ferðinni, nær yfir- þyrmandi í þessu litla herbergi en ætti að skila sér vel í góðum sal. Eftir á berst talið að hljóm- sveitinni Þrír á palli sem Björg- vin segir að hafi verið annað dæmi eða nokkurs konar útíbú ffá Frökkunum, skipuð honum, Þorleifi og Gunnari. „Við vorum eitt sinn að spila fimm kvöld í röð á Abracadabra meðan á sjávarútvegssýning- unni stóð og fengum þá marga af gestum sýningarinnar í heim- sókn. Ég man að kona ein kom að sviðinu til okkar og spurði hvort okkur þætti þessi tónlist viðeigandi á sjávarútvegssýn- ingu ...“ segir Björgvin og Þor- leifur bætir strax við: ,Já,þetta var æðislega kúltíverað lið sem kom maður og það fór allt á nettan bömmer. Sennilega út af hávaðanum. Vilhjálmur Svan, eigandi staðarins, kom eitt U2. Myndin verður ao ollum liK- indum frumsýnd í sumar og geta aðdáendur sveitarinnar þá fýlgst með nokkrum uppákom- um sveitarinnar bæði á sviði og baksviðs. Einnig er orðrómur um nýja hljómleikaplötu og segja menn að þar sé á ferðinni tvöfalt albúm. ■ Hljómsveitin Style Council er nú að ljúka við breiðskífu sem er ætíuð á markað í vor. Ekki eru þeir Weller og Talbot búnir að finna nafn á gripinn en þeir verða örugglega ekki í vandræðum með það. Hljóm- sveitin er undir miklu álagi en eins og aðdáendur hljómsveitar- innar muna þá var síðustu plötu sveitarinnar ekki mjög vel tekið og því er mikilvægt að nú verði gert betur eigi sveitin að halda velli. ■ Hljómsveitin Clash er að fara að senda frá sér nýja plötu. Eins og við var að búast eru eng- in ný lög á plötunni heldur er þetta safh bestu laga hljómsveit- arinnar í gegnum árin. Plötunni hefur verið valið viðeigandi nafn eða Revolution Rock. ■ Roger Taylor, trommuleik- ari Queen, er um þessar mundir að sinna annarri sveit sem ber nafiiið Cross, en hljómsveitin Queen er samt ekkert á því að Queen hætta. Nú hafa fengist staðfestar fregnir af þvt að meðlimir Qu- een eru komnir í lfljóðver og vinna að nýrri breiðskífu. Freddie Mercury hefur þó ekki setið auðum höndum en hefur nú nýlokið við plötu sem hann hefur unnið í samvinnu við óperusöngkonuna Monts- errat. Brian May hefur líka ver- ið iðinn við kolann en hann er að leggja lokahönd á plötu sem hann hefur unnið með söngkon- unni Anitu Dobson. ■ í Bandaríkjunum er um þessa mundir verið að auglýsa upp nafn Terence Trent D’Arby en hann hefur notið Madonna ■ Hvíta tjaldið virðist hafa mik- ið aðdráttarafl á poppara. Ma- donna hefur þegar leikið í nokkrum myndum og David Bowie starfar svo til eingöngu við kvikmyndaleik þessa dag- ana. Nú er að ferast í vöxt að hljómsveitir geri sínar eigin kvikmyndir og iög sveitarinnar séu ekki aðeins notuð til að skreyta myndir annarra. Reynd- ar er það ekki nýmæli þar sem Bítlarnir gerðu nokkrar slíkar myndir. ■ Önnur sveit sem er á íeið- inni með mynd er stórsveitin 24 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.