Vikan


Vikan - 21.04.1988, Blaðsíða 9

Vikan - 21.04.1988, Blaðsíða 9
er dálítið erfitt að vera sjálfur með upp- áhaldslag, sem þá væri kannski alltaf sama lagið sem verið væri að syngja. En auðvit- að eru mörg lög falleg og best er þegar textinn fellur vel að laginu og er góður og eftir góðan höfimd. Ég get nefnt góða textahöfunda, til dæmis Loft Guðmunds- son sem gerði marga góða og fallega texta. Svo voru það þjóðskáldin okkar og af- bragðs höfiindar eins og Davíð og Tómas. Þetta eru auðvitað höfundar sem hafa gert afbragðs Ijóð sem gaman er að syngja. — Hver gerði textann ljúfa við lagið sem oft kemur upp í hugann og þú söngst oft - og gerir kannski enn: — Ég er kominn heim í heiðardalainn....? — Þann texta gerði Loftur Guðmunds- son og það er kannski gaman að minnast á það að þegar ég söng fyrir íslendinga í Vesturheimi þá var það einmitt þetta ljóð sem fólk vildi láta syngja. Það hefúr kannski minnt Vestur-íslendingana á gömlu heimahagana. Þetta er kannski eins konar þjóðvísa. Sérstakt að hlusta á mér mun eldri mann syngja eins og engill — Fyrir utan sönginn hlýturðu að hafa einhver önnur áhugamál. — Öll mín áhugamál eru bundin við músíkina. Ég hef gaman af að hlusta á músik, alls konar músik. Allt sem fer vel í eyra gleður mig og ég hlusta mikið á plöt- ur og hef gaman af að safna plötum þó ég eigi kannski ekki stórt safn. Ég á þó nokk- uð af uppáhaldsplötum með tónlist sem flutt er af uppáhaldsfólki. — Geturðu nefnt mér einhverja söng- vara? — Ég hef náttúrlega dægurlagasönginn á takteinum og get þá nefnt menn eins og Frank Sinatra, Bing Crosby og yngri menn eins og Tom Jones. Þeir syngja allir falleg lög. Ég hafði þá ánægju núna þegar við hjónin vorum í Ameríku að hlusta á Frank Sinatra í eigin persónu og mér þótti mjög sérstakt að hlusta á þennan fullorðna mann. Því þó ég sé orðinn fullorðinn þá var það alveg sérstakt að hlusta vestur í Ameríku á mann sem er 10 eða 11 árum eldri og syngur alveg eins og engill. Og þegar hann var spurður á sviðinu hvort sem fer vel í eyra gleður mig og ég hlusta mikið á plötur og hef gaman af að safna þeim þó ég eigi kannski ekki stórt safn. hann ætlaði ekki að fara að hætta þessu, þá virtist hann ekki af baki dottinn. Það var beðið um óskalög en hann svaraði því til að bókin kæmi öll svo allir fengu sitt. Hann sagði líka áheyrendum að fyrir tíu árum hefði hann talað um að halda kveðju-tón- leika en nú væri hann steinhættur slíku og héldi bara áfram. Best væri bara ef hann dytti niður af sviðinu þegar þar að kæmi. Ég yrði ánægðastur með það, sagði hann. Þetta var alveg sérstakt og mjög skemmti- legt. Ragnheiður, konan mín, hafði einnig sérstaklega gaman af að hlusta á þessa hljómleika. — Væntanlega fáum við að hlusta á þig lengi enn. Þú ert ekki í golfl og ekki í hestamennsku en notar ffístundirnar til að fylgjast með og spila plötur eftir föngum. Að lokum, hver er fjölskyldan? — Konan mín er Siglfirðingur, Ragnheið- ur Magnúsdóttir og synirnir eru þrír. Einn hefur verið búsettur í Kaupmannahöín í sex ár og er þar þjónn. Annar í röðinni býr og starfar í Reykjavík og er fjölskyldumað- ur. Yngsti sonurinn er við nám í Lundi í Svíþjóð. Barnabörnin eru þegar orðin fjögur. — Hefur enginn sonanna tekið til við sönginn? -Nei, nei. Sá yngsti byrjaði aðeins að læra á píanó en hann hætti því þegar hann fór í nám, en allir hafa þeir unun af músík, sem betur fer. — Með þessum orðum þökkum við Hauki Morthens spjallið og vonum að við eigum lengi enn eftir að heyra hann taka lagið. VIKAN 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.