Vikan


Vikan - 21.04.1988, Blaðsíða 47

Vikan - 21.04.1988, Blaðsíða 47
Hróbjartur Lúðvíksson skrifar: Nauðsyn að kunna á kerfið Íað kemur alltaf eitthvað sögulegt ^ upp í sambandi við hann Gvend U Gumm sem býr úti á Hraglanda. ^ Gvendur var einn af meiri bænd- unum í sveitinni áður fyrr og bjó fyrirmyndarbúi. En hann þurfti auðvitað að fækka beljunum og skera niður af fénu eins og hinir og fór þá út í loðdýraræktina eins og margir aðrir með miklum gassa- gangi. Svo fór að ganga illa með söluna á refaskinnunum og verðið lækkaði á mörkuðunum. Þeir fá ekki einu sinni fyrir fóðurkostnaðinum, engin laun og ekkert upp í vexti. Svona er þetta, fyrst fá þeir stórlán til að koma upp loðdýraræktinni og nú þurfa þeir meiri lán eða styrki til að komast út úr búgreininni aftur. Þeir vilja víst margir hætta þessu aftur. Eitthvað stóð á því að Gvendur fengi sína fýrirgreiðslu eins og sumir aðrir. Kannski er hann vitlausu megin í pólitík- inni. Sveitungarnir skutu því að honum að hann kynni ekki á kerfið. Þó Gvendur fari yftrleitt aldrei suður því hann er hægur og kyrrlátur maður sem ann sinni sveit þrátt fyrir allt, þá ákvað hann samt að fara suður að þessu sinni og að gefinu tilefni. Hann ákvað bara að fara og hitta jafnvel Jón landbúnaðar, sjálfan, ef með þyrfti. Gvend- ur sagðist víst kunna á kerfið ef hann bara beitti sér. Gvendur hafði líka á orði að hann ætlaði að fyfta sér ærlega upp í ieiðinni. Hann ætl- aði jafhvel að líta inn á hótelinu sem við bændurnir eigum fyrir sunnan. Gvendur hafði heyrt að þeir steiktu lambakjötið í koníaki og svo væri þar nafntogaður bar, Mímisbar minnti hann að hann héti. Gvendur hafði líka heyrt að þangað kæmu einsemdar konur öðru hvoru. Mikil eru tilþrif bænda á höfuðborgarsvæðinu og þörfúm sem flestra skal fullnægja á bænda- vísu. Gvendi fannst við hæfi að hann kynnti sér fjárfestingar og tilþrif sinna eig- in samtaka í almenningsþágu. Gvendur harðneitaði fyrir að hann hefði neinar syndsamlegar hugsanir í huga. Hann ætlaði bara að fá sér góðan mat og drykk eftir at- er hann vitlausu megin í pólitíkinni. Sveitungarnir skutu því að honum að hann kynni ekki á kerfið. vikum. Þetta var spurningin að líta aðeins á lífið. Annars gerir hann Gvendur aldrei slíkt. í hæsta lagi og þá bara öðru hvoru að hann fær póstsenda brjóstbirtu til heima- brúks. En nú skyldi látið verða af því að líta aðeins á líflð. Gvendur spurðist fýrir um flugferðir en það er langt hjá okkur að komast í flug. Þangað fór Gvendur á tilsettum degi á jeppanum en fékk þá að vita að það væri seinkun. Það er víst ekki í fyrsta skipti. Gvendur gerðist leiður á að bíða, húsvitj- aði gamlan kunningja og fékk í glas. Þegar svo loks kom að því að Gvendur skyldi mæta í flugvélina var hann orðinn vel slompaður. Ég sé fyrir mér hann Gvend og sláttinn á honum. Gvendur er auðvitað ágætis karl, virðulega vaxinn eins og margir karlar á miðjum aldri, með dálitla ístru. Hann get- ur því ekki lengur notað belti því þá vilja buxurnar síga niður að framan. Gvendur er því alfarið farinn að nota axlabönd. Flugvélin var ein af þessum Fokker og var ein flugfreyja með til að stjana við far- þegana. Þeta var að sjálfsögðu elskuleg stúlka sem jafinvel brosti til eldri karlanna og bauð farþegana velkomna um borð og bað menn brosandi að spenna beltin. En Gvendur kunni ekki á kerfið því hann hef- ur lítið gert af því að fljúga um ævina. Hann sinnti því í engu þessari ljúfú beiðni um að spenna beltin. Stúlkan fylgdist auðvitað grannt með og sá að Gvendur sýndi engin viðbrögð og gekk því til hans og bað hann elskulega um að spenna beltið. En Gvendur sem ekki kunni á kerfið, brást hinn versti við og sagði höstugur: - Hvur djöfullinn er þetta stelpa, ég er með axlabönd. Já, svona getur hent bestu menn þegar þeir kunna ekki á kerflð hverju sinni. Það fara engar sögur enn af hvernig gekk hjá Gvendi að fá styrkinn hjá Jóni landbúnaðar og ég hefi heldur ekki frétt af því hvort lambakjötið er betra steikt í kon- íaki. En þetta allt á ég efitir að fregna í góðu tómi. Gaman væri líka að vita hvernig Gvendi hefúr vegnað á Mímisbar. STJÖRNUSPÁIN Hrúturinn 21. mars - 19. apríl Þú hefur mikla möguleika til að láta verk þín ganga vel, en þó er hætt við að þú tapir nokkrum fjármunum vegna fljótræðis og at- hugunarleysis. Ættingi þinn reynist þér mjög hjálplegur við vissar framkvæmdir. Nautið 20. apríl - 20. maí Þú átt í erfiðleikum með að umgangast ákveðna persónu og er grunnt á að upp úr sjóði milli ykkar. Þú ættir að grípa hvert tækifæri sem gefst til að létta þér upp og dreifa huganum. Gerðu vini þínum greiða sem hann biður þig um. Tvíburarnir 21. maí - 21. júní Þú verður mjög heppin í einhverju sem má teljast algjör slembilukka. Þú færð erfiðan verk- stjóra sem þú fyrst í stað getur alls ekki gert til hæfis, en hafðu hug- fast að þolinmæðin þrautir vinnur allar. Krabbinn 22. júní - 22. júlí Þú munt þurfa að standa í nokkrum útréttingum sem taka á taugarnar. Þér er fyrir bestu að taka boði gamals kunningja þíns og láta hann hjálpa þér í ákveðnu máli. Þú verður þátttakandi í mjög skemmtilegu samkvæmi. Ljónið 23. júlí - 22. ágúst Þú verður að hafa nokkurt samneyti við persónu sem þú kemst að einhverjum sökum ekki fyllilega í samband við. Verkefni þín verða mörg og fjölbreytileg en gættu þín vel í sambandi við allt er varðar tölur í starfi þínu. Meyjan 23. ágúst-22. september Það eru líkur á stuttu og skemmtilegu ferðalagi sem þú munt oft minnast síðar og hafa góð sambönd í gegnum einhverja eða einhvern sem þú kynnist við það tækifæri. Vertu þolinmóð við yngri kynslóðina, hún hefur einnig sín vandamál. Vogin 23. sept. - 23. okt. Varastu að treysta um of á náungann. Eins og stendur verð- urðu að haga orðum þínum mjög gætilega í nærveru ákveðinna persóna og gættu þess að gerast ekki sekur um afskiptasemi af einkamálum annarra. Heillalitur er rósrauður. Sporðdrekinn 24. okt. - 21. nóv. Verkefni þín verða með nokkru öðru móti en þú hafðir búist við. Líkur eru á að þú tapir af einhverju sem þú hafðir fyllilega reiknað með. Gættu þess að binda huga þinn ekki of mikið við fjár- málahliðina á hlutunum. Þú hefðir gott af að taka þér frí. Bogmaðurinn 22. nóv. - 21. des. Þú færð sendingu nokkuð langt að komna sem kemur þér á óvart. Einhver ættingi þinn skýtur upp kollinum og þið eigið ánægju- legar samverustundir. Heillatala 2. Steingeitin 22. des. - 19. janúar Ákveðinn maður verður til þess að þú leggur í framkvæmdir sem þú hafðir ekki kjark til að byrja á sjálfur. Vertu mjög varkár og not- færðu þér holl ráð og skýra dóm- greind þína. Þú lendir í leiðinlegu fjölskyldumáli. < Vatnsberinn “/ 20. janúar - 18. febrúar 1L Þú hefur smá breytingar í huga varðandi bústaðaskipti eða eitthvað þessháttar. Allar breyting- ar á högum þínum ættu að lánast mjög vel eins og stendur. Þú verð- ur beðin að taka þátt í verki sem þér fellur miður en getur ekki neit- að. Fiskarnir 19. febrúar - 20 mars Nokkur ungmenni koma sérstaklega við sögu á næstunni og verða fremur til ánægju en hins. Þú átt i einhverjum deilum við persónu sem býr nálægt heimili þínu. Vertu ekki of naumur á fé við sjálfan þig eða þína nánustu. VIKAN 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.