Vikan


Vikan - 21.04.1988, Blaðsíða 8

Vikan - 21.04.1988, Blaðsíða 8
Haukur og félagar í pásu á skemmtistaönum Vin og Ölgod í Kaupmannahöfn. og sungið. Ég hef sungið á öllum Norður- löndunum og í Færeyjum. Já, já, ég ferðað- ist um Noreg allan og söng, einnig í Svíþjóð og í flnnlandi í tvö sumur. í Danmörku hef ég reyndar sungið víða og flestar mínar hljómplötur hafa verið teknar upp í Kaup- mannahöfn því þá var ekki mögulegt að taka upp plötur hér heima. Nú, og svo fór ég með íslenskri hljómsveit til Rússlands og við fengum þar fyrstu verðlaun í hljóm- sveitarkeppni. Petta var hljómsveit Gunn- ars Ormslev. Síðar fór ég aftur til Rúss- lands og tók þar þátt í hljómleikum og sjónvarpsútsendingu. í Finnlandi tókum við Iíka þátt í hljómsveitarkeppni og tveir úr hljómsveitinni fengu fyrstu verðlaun þar, gítarleikarinn og bassaleikarinn, en það voru margir sem tóku þátt í þessu. Þetta voru afbragðs piltar. Já, og í Austur- ríki hef ég sungið og Þýskalandi, Englandi og á Spáni. Einnig hef ég farið vestur um haf og sungið þar fyrir íslendingana í New York, Chicago, Los Angeles og San Frans- isco. Árið 1982 fórum við til Kanada og vor- um með hljómleikahald í níu borgum. Þá var ég gerður að heiðursborgara Winni- peg-borgar sem mér þótti mikill heiður. Það var bæði dálítið sérstakt og skemmti- legt að fá þessa veitingu, ekki síst vegna þess að þessi athöfn var mjög hátíðleg og fór fram í ráðhúsi borgarinnar. Ráðamenn í salnum voru um fimmtíu talsins og þá voru Vestur-íslendingar í nteiri hluta af þeim sem jiarna réðu ríkjum. Einn af þremur borgarstjórum var Vestur-íslend- ingur og meirihlutinn af borgarráði og ég 8 VIKAN varð var við að margir sem stjórnuðu stofnunum og fyrirtækjum í Winnepeg voru Vestur-Islendingar. Þetta var við- kvæm stund, sem snerti mann virkilega en einnig nijög skemmtileg. Á ekkert eitt uppáhaldslag — Nú höfum við spjallað vítt og breitt um þinn langa og farsæla feril. En hver er nú maðurinn, Haukur Morthens? Hvaðan er hann upprunninn og hvernig stendur á nafninu Morthens? — Ég er fæddur á Þórsgötunni í Reykja- vík. Faðir minn var norskur. Hann kom hingað snemma á öldinni, árið 1910 og var einn Jteirra sem kom hingað til að kenna íslendingum lifrarbræðslu, en síðar M. aðir minn var norskur og kom hingað snemma á öldinni, árið 1910, og var einn þeirra sem kenndi Islendingum lifrarbrœðslu. vann hann við verslunarstörf. Móðir mín hét Rósa og var úr Landsveit á Rangárvöll- um. Þau eru bæði látin. — Af því að þú syngur enn fullum hálsi, hvað er þá á döflnni hjá þér? — Við höfum tekið tekið lífinu með ró undanfarið. Við vorum að flytja að nýju inn í húsið okkar sem við leigðum á með- an við vorum í burtu í 14 mánuði. Það kom sér vel og við höfðum ágæta leigjend- ur, en það þurfti að taka til og mála og koma sér fýrir. Nú er búið að gera allt fag- urt og frítt og ég ætla að fara að syngja í Skíðaskálanum í Hveradölum. Þar kom ég oft frarn á árunum 1985 og 1986. Ég talaði við ungu mennina sem reka staðinn og við munum koma þar fram mjög bráðlega og syngja þar örðu hvoru. Við höldum hljóm- leika á Hótel Borg í næstu viku með stór- hljómsveit Útvarpsins. Þó er ætlunin að fara til Akureyrar með hljómleika og aust- ur um sveitir. Síðar, líklega í sumar, er áformað að fara saman og halda nokkra hljómleika í Þýskalandi. Og vonandi verð- ur eitthvert framhald á hérna heirna þegar við komum aftur. Annars er gert ráð fyrir að ég komi affur ffarn á „Vin og Ölgod" síðar í sumar. Nú og svo er í huganum ný hljómplata, en bara í huganum. Það tekur alltaf nokkurn tíma að undirbúa slíkt. -Eftir svona langan söngferil. Áttu þá ekki uppáhaldslag? — Ég hef aldrei viljað gera upp á milli þessara ágætu laga, kannski vegna þess að það er erfitt að gera upp á ntilli þeirra. Fólk er venjulega ósköp indælt og er að biðja mig um að syngja sérstök lög og þá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.