Vikan


Vikan - 21.04.1988, Síða 8

Vikan - 21.04.1988, Síða 8
Haukur og félagar í pásu á skemmtistaönum Vin og Ölgod í Kaupmannahöfn. og sungið. Ég hef sungið á öllum Norður- löndunum og í Færeyjum. Já, já, ég ferðað- ist um Noreg allan og söng, einnig í Svíþjóð og í flnnlandi í tvö sumur. í Danmörku hef ég reyndar sungið víða og flestar mínar hljómplötur hafa verið teknar upp í Kaup- mannahöfn því þá var ekki mögulegt að taka upp plötur hér heima. Nú, og svo fór ég með íslenskri hljómsveit til Rússlands og við fengum þar fyrstu verðlaun í hljóm- sveitarkeppni. Petta var hljómsveit Gunn- ars Ormslev. Síðar fór ég aftur til Rúss- lands og tók þar þátt í hljómleikum og sjónvarpsútsendingu. í Finnlandi tókum við Iíka þátt í hljómsveitarkeppni og tveir úr hljómsveitinni fengu fyrstu verðlaun þar, gítarleikarinn og bassaleikarinn, en það voru margir sem tóku þátt í þessu. Þetta voru afbragðs piltar. Já, og í Austur- ríki hef ég sungið og Þýskalandi, Englandi og á Spáni. Einnig hef ég farið vestur um haf og sungið þar fyrir íslendingana í New York, Chicago, Los Angeles og San Frans- isco. Árið 1982 fórum við til Kanada og vor- um með hljómleikahald í níu borgum. Þá var ég gerður að heiðursborgara Winni- peg-borgar sem mér þótti mikill heiður. Það var bæði dálítið sérstakt og skemmti- legt að fá þessa veitingu, ekki síst vegna þess að þessi athöfn var mjög hátíðleg og fór fram í ráðhúsi borgarinnar. Ráðamenn í salnum voru um fimmtíu talsins og þá voru Vestur-íslendingar í nteiri hluta af þeim sem jiarna réðu ríkjum. Einn af þremur borgarstjórum var Vestur-íslend- ingur og meirihlutinn af borgarráði og ég 8 VIKAN varð var við að margir sem stjórnuðu stofnunum og fyrirtækjum í Winnepeg voru Vestur-Islendingar. Þetta var við- kvæm stund, sem snerti mann virkilega en einnig nijög skemmtileg. Á ekkert eitt uppáhaldslag — Nú höfum við spjallað vítt og breitt um þinn langa og farsæla feril. En hver er nú maðurinn, Haukur Morthens? Hvaðan er hann upprunninn og hvernig stendur á nafninu Morthens? — Ég er fæddur á Þórsgötunni í Reykja- vík. Faðir minn var norskur. Hann kom hingað snemma á öldinni, árið 1910 og var einn Jteirra sem kom hingað til að kenna íslendingum lifrarbræðslu, en síðar M. aðir minn var norskur og kom hingað snemma á öldinni, árið 1910, og var einn þeirra sem kenndi Islendingum lifrarbrœðslu. vann hann við verslunarstörf. Móðir mín hét Rósa og var úr Landsveit á Rangárvöll- um. Þau eru bæði látin. — Af því að þú syngur enn fullum hálsi, hvað er þá á döflnni hjá þér? — Við höfum tekið tekið lífinu með ró undanfarið. Við vorum að flytja að nýju inn í húsið okkar sem við leigðum á með- an við vorum í burtu í 14 mánuði. Það kom sér vel og við höfðum ágæta leigjend- ur, en það þurfti að taka til og mála og koma sér fýrir. Nú er búið að gera allt fag- urt og frítt og ég ætla að fara að syngja í Skíðaskálanum í Hveradölum. Þar kom ég oft frarn á árunum 1985 og 1986. Ég talaði við ungu mennina sem reka staðinn og við munum koma þar fram mjög bráðlega og syngja þar örðu hvoru. Við höldum hljóm- leika á Hótel Borg í næstu viku með stór- hljómsveit Útvarpsins. Þó er ætlunin að fara til Akureyrar með hljómleika og aust- ur um sveitir. Síðar, líklega í sumar, er áformað að fara saman og halda nokkra hljómleika í Þýskalandi. Og vonandi verð- ur eitthvert framhald á hérna heirna þegar við komum aftur. Annars er gert ráð fyrir að ég komi affur ffarn á „Vin og Ölgod" síðar í sumar. Nú og svo er í huganum ný hljómplata, en bara í huganum. Það tekur alltaf nokkurn tíma að undirbúa slíkt. -Eftir svona langan söngferil. Áttu þá ekki uppáhaldslag? — Ég hef aldrei viljað gera upp á milli þessara ágætu laga, kannski vegna þess að það er erfitt að gera upp á ntilli þeirra. Fólk er venjulega ósköp indælt og er að biðja mig um að syngja sérstök lög og þá

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.