Vikan


Vikan - 21.04.1988, Blaðsíða 26

Vikan - 21.04.1988, Blaðsíða 26
mánaða erfiði með lóðum og lyftistöngum hafði borið árangur, gullsleginn bikar- inn í stofunni bar þess vitni. Vaxtarrækt er mikið erfiði, ekki síst ef hún er stunduð með keppni í huga. Þrotlausar æfingar, sjálfsaga og þolin- mæði þarf til að ná árangri. Allt eru þetta kostir sem Margrét hefúr yfir að ráða og veittu henni titilinn í fyrstu tilraun, því hún hefúr aldrei keppt um titilinn áður þrátt fyrir áskoranir margra. Það var sam- býlismaðurinn, Ævar, sem kom henni á bragðið en þau kynntust á Landspítalanum fyr- ir tveimur árum, þar sem Mar- grét vinnur sem fóstra en Ævar sem verkstjóri. ,Ævar var stundum að biðja mig að koma á æfingar og prófa líkamsrækt og síðan smájukust kynnin. Ég fór á æfingar, en fannst þær erfiðar og var alltaf að spyrja hvenær þetta væri búið, því ég var orðin ör- þreytt. Þetta léttist þó smán saman og þegar ég fór að sjá árangur eftir þriggja mánaða þjálfun varð þetta virkilega gaman,“ segir Margrét, þar sem hún situr í sófanum í stof- unni í svörtum samfestingi, brún og spengileg, við hlið Ævars. Margar konur halda að vöðvar verði að spiki „Það er tvennt ólíkt að stunda venjulega líkamsrækt og svo vaxtarrækt með keppni í huga. Það var ekki fyrr en ég hafði æft í tæpt ár sem ég fór alvarlega að hugsa um að keppa í vaxtarrækt. Það voru margir sem æfðu í kringum mig að segja mér að keppa í fyrra, en mér fannst ég ekki til- búin. Mér finnst kvenfólk æfa vaxtarrækt alltof lítið og þær sem reyna gefast strax upp. Þetta krefst þolinmæði og ein- beitni." Fordómar í garð vaxtarrækt- arfólks eru af ýmsum toga spunnir og margir gera sér fúrðulegar hugmyndir um þá sem þessa íþrótt stunda. Mörg- um finnst óhæfa að kvenfólk sé að hamast á lóðum og í lyfting- artækjum til þess að bæta á sig vöðvum, en Margrét er ekki sammála slíkum viðhorfum. „Mér finnast vöðvar fallegir. Það er margt fólk sem hugsar ekki nægilega um útlitið og heilsuna. Það ætlar alltaf að drífa sig í eitthvað, en fer ald- rei af stað. Vel þjálfaður líkami 26 VIKAN ,Eg má núna.“ Meistararnir Jón Páll og Margrét slást um æfingatækin í Líkamsræktinni í Borgartúni, þar sem þau æfa bæði af kappi. veitir fólki aukið öryggi í sam- skiptum. Margar konur halda að ef þær æfa slíkt og hætta svo að spikið hlaðist utan á þær, vöðvar verði að hreinu spiki. Þetta er mikill miskilningur. Fjölmargir hafa hætt í vaxtar- rækt og eru spengilegir kropp- ar enn þann dag í dag og búa vel að þjálfúninni," segir Margrét. Barneignir ekki vandamál Það var dálítið spaugilegt að heyra í sumum áhorfendanna sem fýlgdust með vaxtarrækt- arkeppninni. Heyra mátti tal um hormóna, að Margrét væri dimmraddaðri en eðlilegt gæti talist og hún ætti örugglega erfitt með að eignast börn. Margrét brosti góðlátlega þeg- ar blaðamaður bar þessi um- mæli undir hana. „Eg hef nú verið dimmrödduð nánast frá fæðingu og þarf enga hormóna til að hjálpa mér við vöxtinn, heilbrigt líferni nægir mér. Ég held að konur sem eru í góðri líkamlegri þjálfún eigi nú auð- veidara með barneignir, ég yrði hissa ef annað kæmi á daginn." „Hún hefúr enga reynslu af þessu,“ segir Ævar kíminn. „Fólk getur búið til fúrðulegustu sögur ..." Vaxtarræktin er ekki fyrsta íþróttin sem Margrét stundar, hún æfði á fúllu með Leikni og Val í karlaflokki í fyrstu en síð- an með meistaraflokki kvenna. „Ég fékk leið á fótboltanum og vildi prófa eitthvað nýtt, því ég „Mér finnast stæltir karlmenn fallegir og ætla sjálf að verða hrikaleg, eins og vaxtarræktarmenn segja. “
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.