Vikan


Vikan - 21.04.1988, Blaðsíða 64

Vikan - 21.04.1988, Blaðsíða 64
Hvers vegna feður fela tilfinningar sínar Sonur minn heldur að ég se öruggur með sjálfan mig, ekki hræddur við neitt og fullkominn - ég get ekki sagt honum að ég sé bara að látast. Raeðan var búin og áhorfendur höfðu klappað óspart. í bílnum á leiðinni heim sneri 14 ára gamall sonur minn sér að mér og sagði: “Ég dáist virkilega að þér, pabbi íyrir að geta staðið upp og haldið svona ræðu. Þú virðist alltaf vita hvað þú átt að segja við fólk. Þú virðist alltaf vita hvað þú ert að gera.“ Ég brosti þegar hann sagði þetta. Það má jafnvel vera að ég hafi roðnað lítið eitt af lítillæti. En á þessari stundu vissi ég alls ekki hvað ég ætti að segja. Eítir stutta stund þakkaði ég honum fyr- ir og fullvissaði hann um að hann myndi einhvern tíma verða öruggur með sjálfan sig þegar hann héldi ræðu fyrir áhorfend- ur, að hann myndi alltaf vita hvað hann ætti að segja við fólk, að hann myndi alltaf vita hvað hann væri að gera. En það sem ég vildi í raun segja syni mínum var að fað- ir hans væri í raun alls ekki það sem hann virtist vera og að karlmennska væri oft bara yfirborðsmennska. Það hefur tekið mig langan tíma að viðurkenna þetta — jafnvel fyrir sjálfúm mér. Sérstaklega fyrir sjálfum mér. Faðir minn hafði, þrátt fýrir allt alltaf vitað hvað hann var að gera. Hann var sterkur og öruggur með sig og hann fann aldrei fyrir sársauka eða hræðslu. Það var ekki til sá krani sem hann gat ekki lagað lekann í eða sú vél sem hann gat ekki komið í gang. Hann vissi allt um vélar og sölumenn gátu aldrei platað hann. Hann var alltaf rólegur í neyðartilvikum, alltaf svalur þegar mikið lá við. Hann grét aldrei. Lengi vel velti ég því fyrir mér hvernig maður eins og hann hefði farið að því að geta af sér svona ræfil eins og mig. Ég velti því fyrir mér hvaðan ég hefði fengið sjálfs- efasemdirnar og hræðsluna sem hrjáðu mig stöðugt. Ég velti því fyrir mér af hverju kranar sem ég gerði við láku alltaf helm- ingi meira eftir að ég hafði lokið verkinu, af hverju vélar sem hikstuðu áður en ég tók til við þær gáfú upp öndina undan skiptilyklinum í hendi mér. Ég óttaðist hugsunina um að faðir minn sæi mig ein- hvern tíma gráta. Ég gerði mér ekki grein fyrir því að feður eru ekki alltaf það sem þeir virðast vera. Móðurhlutverkið er öðruvísi en föður- hlutverkið. Móðurhlutverkið er hreinskil- ið og nálægt yflrborðinu. Mæður þurfa ekki að fela tilfmningar sínar. Þær þurfa ekki að látast. Þegar heyrast hljóð af neðri hæðinni um miðja nótt getur móðirin dregið sængina upp fyrir höfuð og vonað að þau hætti af sjálfu sér. Föður er aftur á móti ætlað að fara í inniskóna sina og sloppinn og þramma hugrakkur niður stigann þrátt fyr- 62 VIKAN allt um vélar og sölumenn gátu aldrei platað hann. Hann var alltaf rólegur í neyðartilvikum, alltaf svalur þegar mikið lá við. Hann grét aldrei. ir að hann sé viss um að geðveikur axar- morðingi bíði hans í eldhúsinu. Þegar vegaskiltin eru orðin ruglingsleg og umhverfið með öllu ókunnuglegt þá er það fúllkomlega eðlilegt fyrir móður að snúa sér að næsta vegfaranda og spyrja leiðar. Faðir á að vita nákvæmlega hvert hann er að fara jafnvel þó að hann þurfi að taka á sig 300 kílómetra krók til að sanna það. Þegar rafimagnið fer dregur enginn í efa móðurina sem kveikir á kertum og bíður í rólegheitum eftir viðgerðarmanninum. En allir undrast á föðurnum sem tekur sér ekki skrúfjárn í hönd og tekur stefhuna niður í kjallara þrátt fyrir að hann þekki ekki rafmagnstöfluna frá hitaveituinntak- inu. Mæður geta hent biluðu reiðhjóli í skottið á bílnum og farið með það á verk- stæði. Feður eiga að geta gert við það á stundinni og á staðnum. Mæður geta setið á áhorfendapöllunum og haldið fyrir augu sér af hræðslu við að sonurinn meiðist þegar hann lætur kappið bera sig ofurliði í knattspyrnuleiknum. Faðirinn á að æða ffam og tilbaka við hlið- arlínuna og öskra: „Gefðu ekkert eftir, í hann,“ og ekki að láta neinn sjá að hann fái í magann af hræðslu þegar hann sér mun stærri strák fara í tæklingu við soninn. Mæður geta viðurkennt fyrir fasteigna- salanum að þær skilji ekkert í sambandi við raunvexti, vísitölu og veðrétt á meðan feð- ur eiga að kinka kolli og allavega þykjast vita allt um þessi mál. Mæður geta barið sultukrukku í gólfið þangað til lokið er orðið nógu Iaust til að þær nái því af. Feður eiga að snúa því af með berum höndum — án þess að roðna í ffaman af áreynslu. Mæður sem missa vinnuna eru óheppn- ar. Feður sem missa vinnuna eru mis- heppnaðir. Þegar móðir meiðir sig gæti hana langað til að bölva, en 'má aðeins gráta. Þegar faðir meiðir sig gæti hann langað til að gráta, en má aðeins bölva. Það er margt sem mæður geta leyff sér en ekki feður. Við verðum að leika mörg hlutverk sem feður án þess að hafa nokk- urn tíma verið spurðir að því hvort við kærum okkur um þau. Sem menn höfum við náð langt, en eigum ennþá langt í land. Ég veit nú að þetta er sumt af því sem ég hefði átt að segja 14 ára gömlum syni mín- um í bílnum þetta kvöld. Ég hefði átt að segja honum að faðir hans, eins og margir aðrir feður, sé í raun ekki alveg eins og hann sýnist. Að faðir hans, eins og margir aðrir feður, viti ekki alltaf hvað hann er að gera og sé stundum hræddur og að hann langi stundum til að setjast niður og gráta að ástæðulausu. Ég hefði átt að segja honum að faðir hans, líkt og margir aðrir feður, viður- kenni ekki veikleika sína vegna þess að hann sé hræddur um að vera álitinn mann- leysa. Það sem ég hefði þó fyrst og ffemst átt að segja syni mínum í bílnum þetta kvöld var að einhverntíma þegar hann verður orðinn faðir þá eigi hann eftir að fínna fyr- ir efasemdum um sjálfan sig og sársauka, og að það sé allt í lagi. En faðir minn sagði mér aldrei frá því, og ég hef ekki sagt syni mínum það. Þýtt og endursagt: Adolf Erlingsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.