Vikan


Vikan - 12.01.1989, Side 49

Vikan - 12.01.1989, Side 49
Ásdís: Undrið? Hvað áttu við? Pétur: Ég var ekki fyrr búinn að óska mér þess að ég væri kominn til félaga minna en ég var kominn þangað. Ásdís: Kominn þangað? Hannes: Ég skil. Pétur: En það var til lítils. Þeir hvorki sáu mig né heyrðu. Sumir þeirra gengu bókstaf- lega í gegnum mig. Þetta er eitt hið óhugnanlegasta sem ég hef upplifað. Ég gafst fljótt upp á því að reyna að gera vart við mig og settist hjá einum kunn- ingja mínum. Þeir voru með einhverjar pillur. Ég reyndi að taka eina sem lá á borðinu. En það fór eins og með hurðina heima: hendur mínar fóru í gegn um borðið. En þrátt fyrir þetta var eins og ég gæti drukkið í mig eitthað af áhrif- unum, svo ég róaðist og fór brátt að slappa af og verða kærulaus eins og fyrrum. Hannes: Og hvað gerðist svo? Pétur: Partíið endaði, ég varð einn eftir, og áður en ég vissi var ég aftur kominn útí þok- una einhversstaðar. Ásdís: En hvert fórstu svo? Pétur: Ég gat ekkert farið og mér fór aftur að líða illa. Ég fann einhvern veginn á mér að þessi leið væri ekki til neins. Flótti minn hafði allur verið til einskis. Ég féll saman og grét. Ég bað til guðs að einhver kæmi mér til hjálpar. Ég var al- gjörlega örvinlaður. Mér fannst ég vera gersamlega yfir- geflnn af öilum og auk þess villtur. Ég veit ekki hve lengi ég lá þarna og grét og bað. Allt tímaskyn var mér einhvern veginn horfið. En eftir það sem mér fannst vera eilífðartími fór ég að grilla í eitthvað í þok- unni. Það stækkaði og færðist nær. Það var einhver maður, og hann ávarpaði mig. Hann huggaði mig og kom mér ein- hvem veginn heim til sín í lítið og notalegt hús þar sem hann lét mig sofa, og byggði mig smátt og smátt upp andlega. Ég var alveg ruglaður í tíman- um, en þó fannst mér ég vera hjá honum í marga daga. Hann var mér ólýsanlega góður. Svo var það einn daginn þegar ég var farinn að hressast verulega að hann sagðist ætla að sýna mér dálítið. Og hann fór með mig inní herbergi sem ég hafði aldrei séð áður. Hann kom mér þar fýrir í góðum stól og sagði mér að horfa á einn vegginn sem var hvítur. Síðan gerði hann sig líklegan til að fara útúr herberginu, svo ég spurði hann hvort hann ætlaði ekki að sitja hjá mér og hrofa á með mér. En hann sagði að þessi sýning væri mér einum ætluð og svo fór hann fram. Ásdís: Sýning? Var þetta kvik- mynd eða hvað? Pétur: Já, ég held að ekki sé úr vegi að líkja því við eitthvað slíkt. Ásdís: Og um hvað fjallaði' hún? Var hún falleg? Pétur: Hún var ekki sem verst svona ffaman af, en svo tók að syrta í álinn, og hún endaði hörmulega. Ásdís: Af hverju var hann að sýna þér svona leiðinlega mynd? Pétur: Ég varð að sjá hana. Ásdís: Varðst að sjá hana? Um hvað var hún? Pétur: Um mig. Ásdís: Um þig? Pétur: Já, það var ævisaga mín frá upphafi til enda. Ásdís: Nei, þú ert að skrökva. Pétur: Það er satt. Þetta var líf mitt og hvernig ég hafði farið með það. Það var annað en gaman. Ásdís: Varstu honum ekki reiður? Hvers vegna var hann að kvelja þig með þessu? Hannes: Hann réð þessu ekki, góða mín. Þetta verða all- ir að sætta sig við þegar þeir eru komnir hingað. Þú verður að kynnast sjálfum þér eins og þú ert í raun og veru í stað þeirrar gervimyndar sem þú hefúr gert þér af sjálfúm þér. Pétur: Ég er honum mjög þakklátur. Mér er orðið ljóst að það er ekki hægt að taka neinum ffamförum fýrr en maður veit hvað maður er. Maður verður að byrja á blá- köldum sannleikanum. Þess vegna varð ég að koma til ykk- ar og segja ykkur þessa hörm- ungarsögu. Fyrirgefðu mamma mín, ég veit að þetta var erfitt fýrir þig, en hjá því varð ekki komist. En nú verð ég að kveðja ykkur, því starf mitt bíður og það er ekki hér. Ásdís: (hrædd). Já, en kem- urðu ekki aftur? Pétur: Jú, mamma, ég fæ sennilega að heimsækja ykkur aftur, en ég veit ekki hvenær. Ásdís: Af hverju veistu það ekki? Pétur: Það fer eftir því hve miklum ffamförum ég tek. Þetta er ekki mitt svið — ekki enn að minnsta kosti. Hannes: Andartak drengur minn. Þú varst að tala um starf þitt. Hvað er það? Pétur: Vinur minn er að kenna mér að hjálpa öðrum. Ásdís: Öðrum hverjum? Pétur: Þeim sem hafa orðið svo ráðvilltir að svipta sjálfa sig lífi. Ég ætti að skilja þá. Ver- ið þið sæl. VIKAN OG HÚS & HÍBÝLI Tvö á toppnum Um leið og SAM-útgáfan óskar lesendum sínum gleðilegs árs þakkar útgáfan þær frábæru móttökur á árinu 1988 sem komu Húsum & híbýlum og Vikunni í toppsæti nýafstaðinnar lesendakönnunar sem Félagsvísindastofnun Háskóla íslands framkvæmdi fyrir Verslunarráð íslands. SAM-útgáfan í.tbi. 1989 VIKAN 47

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.