Vikan


Vikan - 16.11.1989, Side 12

Vikan - 16.11.1989, Side 12
ÓREIÐA f PAKKAVERKSMIÐJU Jólaleikurinn okkar í ár snýst um ó- reiðuna í pakkaverksmiðju jólasveinsins síðustu vikurnar fyrir aðfangadag. Það er heldur ekki hver sem er sem getur skipulagt hlutina á verkstæði jólasveins- ins...sérstaklega ekki þeir sem ekkert þekkja til. En vinnan þar fer þannig fram að gjöfum til hvers lands er pakkað fyrir sig og þeim raðað í rétta röð ofan í poka jóla- sveinsins svo að hann geti haldið sig við sína vanalegu leið. Jah, maður getur svo sem valið sjálfur hvort líta megi á gjöfina, sem pakkaálfarnir eru með, sem kertastjaka eða sjálftrekkjandi leikfang sem fer um allt gólf og foreldrarnir geta stigið berfættir á þegar þeir fara fram úr...en það er samt ekki það sem er vanda- málið. Vandamálið er að þessir tveir óreiðuseggir með rauðu skotthúfurnar hafa fleygt merkimiðunum sem fylgdu gjöfunum svo að nú hafa þeir ekki hina minnstu hugmynd um hvert jólasveinn- inn á að fara með þær á aðfangadag... Og það er styttra til jóla en þeir halda, eins og allir aðrir vita. Kannski getið þið, lesendur góðir, hjálpað pakkaálfunum? Ef þið getið séð til hvers af löndunum þrem, sem gefin eru upp hér að neðan, pakkarnir eiga að fara þá biðjum við ykkur um að setja kross við rétt svar. Klippið gátuna og svarið út og geymið þar til búið er að birta allar 8 gáturnar. Svo fáið þið leiðbeiningar um hvernig og hvenær senda á lausnirnar til okkar, þannig að ykkar nafn verði kannski dregið úr gjafapottinum. □ Brasilía □ Egyptaland □ írland Hugsið ykkur bara hvernig það væri fyrir hann, aumingjann, að standa kannski við stromp í Tælandi og næsti pakki sem hann tæki upp væri handa lítilli stelpu í Reykjavík og sá næsti fyrir strák í Prag! Þetta yrði þá líka svo erfitt fyrir hreindýrin því að [Dau þyrftu að fara fram og til baka um allan heiminn - það gæti jafnvel farið svo að þau næðu ekki að fara með jóla- sveininn á alla staðina. Það sem hefur gerst er að merkimiðarnir á pakkana hafa horfið Enn erum við í heimsókn í gjafaverksmiðjunni þar sem pakkaálf- arnir eru að rabba saman... Hér eru þeir með pattaraleg og mjúk tuskudýr sem mörg góð börn einhvers staðar verða áreiðanlega glöð að fá...vandamálið er bara að finna HVAR þessi börn eiga heima! Þau hljóta náttúrlega að eiga heima í landi þar sem menn þekkja svona dýr en því miður eru þakkaálfarnir hvorki sérlega sleipir í landafræði né dýrafræði og merkimiðarnir hafa horfið sporlaust. Kannski getið þið hjálpað greyjunum að finna í hvaða landi börnin sem jólasveinninn ætlar að gefa þessi tuskudýr eiga heima. Setjið kross við eitt af löndunum þrem sem koma til greina og geymið gátuna. Seinna segjum við hvernig og hvenær senda á lausnirnar inn. □ Indland □ Kanada □ Noregur 1 2 VIKAN 23. TBL. 1989

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.