Vikan


Vikan - 16.11.1989, Blaðsíða 12

Vikan - 16.11.1989, Blaðsíða 12
ÓREIÐA f PAKKAVERKSMIÐJU Jólaleikurinn okkar í ár snýst um ó- reiðuna í pakkaverksmiðju jólasveinsins síðustu vikurnar fyrir aðfangadag. Það er heldur ekki hver sem er sem getur skipulagt hlutina á verkstæði jólasveins- ins...sérstaklega ekki þeir sem ekkert þekkja til. En vinnan þar fer þannig fram að gjöfum til hvers lands er pakkað fyrir sig og þeim raðað í rétta röð ofan í poka jóla- sveinsins svo að hann geti haldið sig við sína vanalegu leið. Jah, maður getur svo sem valið sjálfur hvort líta megi á gjöfina, sem pakkaálfarnir eru með, sem kertastjaka eða sjálftrekkjandi leikfang sem fer um allt gólf og foreldrarnir geta stigið berfættir á þegar þeir fara fram úr...en það er samt ekki það sem er vanda- málið. Vandamálið er að þessir tveir óreiðuseggir með rauðu skotthúfurnar hafa fleygt merkimiðunum sem fylgdu gjöfunum svo að nú hafa þeir ekki hina minnstu hugmynd um hvert jólasveinn- inn á að fara með þær á aðfangadag... Og það er styttra til jóla en þeir halda, eins og allir aðrir vita. Kannski getið þið, lesendur góðir, hjálpað pakkaálfunum? Ef þið getið séð til hvers af löndunum þrem, sem gefin eru upp hér að neðan, pakkarnir eiga að fara þá biðjum við ykkur um að setja kross við rétt svar. Klippið gátuna og svarið út og geymið þar til búið er að birta allar 8 gáturnar. Svo fáið þið leiðbeiningar um hvernig og hvenær senda á lausnirnar til okkar, þannig að ykkar nafn verði kannski dregið úr gjafapottinum. □ Brasilía □ Egyptaland □ írland Hugsið ykkur bara hvernig það væri fyrir hann, aumingjann, að standa kannski við stromp í Tælandi og næsti pakki sem hann tæki upp væri handa lítilli stelpu í Reykjavík og sá næsti fyrir strák í Prag! Þetta yrði þá líka svo erfitt fyrir hreindýrin því að [Dau þyrftu að fara fram og til baka um allan heiminn - það gæti jafnvel farið svo að þau næðu ekki að fara með jóla- sveininn á alla staðina. Það sem hefur gerst er að merkimiðarnir á pakkana hafa horfið Enn erum við í heimsókn í gjafaverksmiðjunni þar sem pakkaálf- arnir eru að rabba saman... Hér eru þeir með pattaraleg og mjúk tuskudýr sem mörg góð börn einhvers staðar verða áreiðanlega glöð að fá...vandamálið er bara að finna HVAR þessi börn eiga heima! Þau hljóta náttúrlega að eiga heima í landi þar sem menn þekkja svona dýr en því miður eru þakkaálfarnir hvorki sérlega sleipir í landafræði né dýrafræði og merkimiðarnir hafa horfið sporlaust. Kannski getið þið hjálpað greyjunum að finna í hvaða landi börnin sem jólasveinninn ætlar að gefa þessi tuskudýr eiga heima. Setjið kross við eitt af löndunum þrem sem koma til greina og geymið gátuna. Seinna segjum við hvernig og hvenær senda á lausnirnar inn. □ Indland □ Kanada □ Noregur 1 2 VIKAN 23. TBL. 1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.