Vikan


Vikan - 01.11.1990, Blaðsíða 10

Vikan - 01.11.1990, Blaðsíða 10
JJHins vegar get ég sagt þér að ef ég þrátt fyrir vinsam- lega framkomu fœ hníf í bakið þá er það eins og að reita fíl til reiði. Hann gleymir aldrei og veður yfir akurlendi og skóga, stígur á eigin rana og meiðir sig; en hann gleymir ekki. íí 99Já, en leyfðu mér fyrst að segja þér hvað ég er hjátrúar- fullur. Það er nefnilega hreint agalegt! Ég geng aldrei undir stiga án þess að fara til baka, ég skyrpi þrisvar ef svartur köttur skýst fram fyrir fœturna á mér, ég fyllti búningsherbergið í leikhúsinu af verndargripum - sem ég er reyndar búinn að fjarlœgja núna, ég heiti á Strandar- kirkju__ oft: „Hvort okkar ertu núna að leika? Er það hún/hann eða ég?“ - Hefurðu kannski alltaf verið mjög ná- tengdur foreldrum þínum? „Ja, það hefur nú verið allur gangur á minni hegöun, til dæmis á hippaárunum, þegar ég nánast gaf skít í öll gildi og viðmiðanir sem ég var alinn upp við. Foreldrar mínir gáfu mér ást og eftirlæti í uppvextinum, allt það besta sem þau höfðu á sinu valdi; létu mig stöðugt finna að ég væri mikilvægur, hefði hæfileika og framtíðin væri mín. Þau sendu mig utan á skóla á sumrin og ég átti fallegt og menningar- legt heimili, en samt svo mannlegt. Hann pabbi er til dæmis hreinræktaður hugsjónamaður og hefur lengi verið yfirlæknir á Fæðingarheimil- inu þar sem hann hefur ásamt góðum sam- starfsmönnum barist fyrir ýmsum nýjungum varðandi meðgöngu og fæðingu. Og mamma, hún er líka alveg einstök persóna. Hugsaðu þér, þessi hörku námsmanneskja sem hún er. Þarna hætti hún í skóla því hún lenti í barn- eignum og svo því að vinna fyrir elsku lækna- stúdentinum sínum. En hún var ekki aldeilis af baki dottin, fór í Háskólann með litlu systur minni og útskrifaðist f sagnfræði eftir að hafa alið upp börn og hugsað um heimili í áratugi. Það var stfll á minni þegar hún mætti á útskrift- ina á peysufötum, sem hún notar annars aldrei. Henni fannst búningurinn bara svo við- eigandi og skemmtilegur við þetta tækiifæri." Árni Pétur kveikir í sígarettu og hugsar sig um eitt andartak. „Hippaárin eru nú samt ekki neinn fjarlægur hallæristími fyrir mér, þó ég hafi ekki verið gleðigjafi foreldra minna á þeim tíma - að ekki sé meira sagt! Ég á margar góð- »v< #' * ^ r 11 o 3 ar minningar eins og til dæmis úr kommúnu sem ég bjó í fyrir austan fjall. Þar voru alls eng- in nútímaþægindi; aðeins við íbúarnir og nokkrar marijúanaplöntur í glugganum." Það laumast hlýtt bros fram á varirnar og upp í aug- un. „Já og svo var það hún Aðalbjörg móður- systir á Raufarhöfn. Hún sendi eftir mér á hverju ári á þessu tímabili, klæddi mig og fæddi, reyndi að koma aftur á mig manns- mynd; gerði í raun allt nema aflúsa mig. Ég held þess hafi ekki þurft. Og svo var ég hjá henni einhvern tíma, einhverjar vikur sem „sel- skapsherra". Finnst þér skrítið að hún dóttir mín beri nafnið hennar, þessarar öðlings- konu? En ég skal segja þér, hún mamma segir stundum: „Það er alltaf verið að tala við þessa 68 kynslóð, en hvers vegna er aldrei rætt við okkur, foreldra hennar; fólkið sem gerði það sem það gat fyrir börnin sín, áorkaði stórum hlutum í þjóðfélaginu og mátti svo horfa upp á öll sín verk vanvirt - af þeim sem því voru kærastir allra?" Og lái henni hver sem vill því það er staðreynd að hinn hluti sögu þessa tímabils býr einmitt hjá foreldrum okkar. Og þau eiga sjálfsagt ekki margar góðar minning- ar um okkur hippana. Til foreldra minna kom ég ekki til baka fyrr en ég var sjálfur oröinn faðir. En ég á yndislega foreldra og núna erum við náin, vinir. Ég tel mig afskaplega heppinn að hafa eignast þau og ég vona að þau telji sig álíka heppin að eiga mig.“ - En hvernig er hann Árni Pétur, aðal- leikarinn í Fló á skinni; hvernig maður er hann? „Sennilega er þægileg framkoma mjög stór hluti af mér því ég legg mig í líma við að vera elskulegur og góður við fólk. Það skiptir mig afar miklu að fólki líki vel við mig. Ég bara þoli ekki að um götur Reykjavíkur gangi mannvera sem líkar ekki við hann Árna Pétur! Ef ég sé slfkt í uppsiglingu hjá einhverjum, ja þá fyrst skrúfa ég nú frá sjarmanum og elskulegheitun- um; nei, ég þoli hreinlega ekki að fólk hafi horn í síðu minni. Hins vegar get ég sagt þér að ef ég þrátt fyrir vinsamlega framkomu fæ hníf í bakið þá er það eins og að reita fíl til reiði. Hann gleymir aldrei og veður yfir akurlendi og skóga, stígur á eigin rana og meiðir sig; en hann gleymir ekki. Ef verulega er gert á minn hlut kemst ég á morðbuxurnar innra með mér! I’ alvöru! Ég fer afar illa með manneskjuna í huganum og jafnvel alla hennar ætt - en á sama tíma er ég á handahlaupum við að reyna að laga samskiptin, slétta út og bæta. Sér- kennileg blanda en svona er ég. - Svo get ég sagt þér að heima fyrir er ég nú ekki alltaf þessi Ijúflingur. Þar á ég til að fara í fýlu og vera reglulega óþolandi. En þegar ég notaði einu sinni þessa hlið sjálfs míns á sviði fékk ég að heyra bæði frá Aðalbjörgu dóttur minni og konunni minni að ég hefði brugðist þeim! Þetta var hlið á mér sem þær töldu að væri bara til heimabrúks og ég ætti ekkert með að gefa um- heiminum hlutdeild í henni!" - Hvað um eilífðarmálin og trúna? Ertu trúaður? „Já, en leyfðu mér fyrst að segja þér hvað ég er hjátrúarfullur. Það er nefnilega hreint aga- legt! Ég geng aldrei undir stiga án þess að fara til baka, ég skyrpi þrisvar ef svartur köttur skýst fram fyrir fæturna á mér, ég fyllti búnings- herbergið í leikhúsinu af verndargripum - sem ég er reyndar búinn að fjarlægja núna, ég heiti á Strandarkirkju ... En þú spurðir um trúna og eilífðarmálin. Já ég trúi á Guð. Hins vegar sæki ég ekki messur alla jafna en fer mikið í kirkju einn, til dæmis í kaþólsku kirkjuna og svo kapelluna í Hall- grímskirkju. Og á svið fer ég aldrei án þess að fara með Faðir vor. Mín trú er sennilega ákaf- lega barnaleg í eðli sínu, ólógísk og laus við flóknar túlkanir. Ég sný mér til Guðs með marga hluti og kannski verður henni best lýst með orðunum „Góði Guð, gefðu mér skíðaskó í jólagjöf!" - Framhaldslíf eftir að jarðvistinni lýkur? „Ég veit það ekki en ég vil trúa því. Dauðann óttast ég hins vegar ekki þó ég finni til með þeim sem missa ástvini." Hann girðir buxnaskálmarnar betur ofan í sokkana og vindur sér út þar sem hjólið bíður. En fyrst kyssir hann mig á kinnina... og hvernig getur mér annað en líkað svo Ijómandi vel við hann Árna Pétur? □ 1 0 VIKAN 22. TBL 1990
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.