Vikan


Vikan - 01.11.1990, Blaðsíða 45

Vikan - 01.11.1990, Blaðsíða 45
Lífsgæðakapphlaupið hjá okkur sem eldri erum er mikið og örugglega rétt hjá þér að við erum ekki öllum stundum að vinna eins og þrælar fyrir réttu hlutunum, því miður. Streita sú sem við fullorðna fólkið erum stundum plöguð af kemur auðvitað í einu og öðru fram í hæfni okkar sem for- eldra. Þið börnin okkar eigið náttúrlega heimtingu á að við séum eins góðar fyrirmyndir ykkar og framast er unnt en því miður erum við það alls ekki alltaf. HEF EKKERT AÐ SEGJA Þú bendir á að þau haldi að þau séu óaðfinnanleg og á móti segi ég: Þau vita bara ekki annað en að þau séu það og fyrir það er ekki hægt að áfellast þau, elskan. Hitt er svo annað mál að greinilega van- meta þau stórlega þroska þinn og þess vegna taka þau ekki ábendingar þínar til greina, þó gott væri að minnsta kosti stundum. Þú verður svekkt og óörugg með þína persónu á móti og segir í bréfinu: „Það er ekki nema von að ég sé ein, ég hef hvort sem er ekkert að segja.“ Þessu mótmæli ég harðlega vegna þess aö manneskja, sem getur skrifað hugsanir sínar svona skýrt og skipulega eins og þú, er bara býsna sniðug og hefur bæði mikið sjálfstæði, hugrekki og nokkuð fastmótaðan persónuleika sem fjöldi fólks hefði örugg- lega gaman af að kynnast. Eins og þú bendir líka á ertu eins og hver annar engill út á við þó bæði frek og leiðinleg getir verið heima. Þetta gefur til kynna að ekkert af því sem þú ert að fara í gegnum sé verulega varhugavert fyrir þig. Þetta er þar af leiðandi einung- is tímabundið leiðindaástand sem þú kemur fljótlega til með að gera skemmtilegra. Þetta fullyrði ég vegna þess aö þú hefðir aldrei skrifað Vikunni ef þú nenntir að hjakka í sama farinu. Þú vilt breytingu og ert það greind að þú reynir að leita þér stuðnings. Það finnst mér frábært enda ágætt fyrir heilbrigða unglinga að fá smáleiðsögn og ekki síst frá þeim sem er hlutlaus í mati sínu á aðstæðum og fólki. LÍFSHLUTVERK VELUR ÞÚ SJÁLF Að herbergið þitt sé sniðið að þeirra smekk og hallærislegt vekur vissulega til umhugsun- ar. Einmitt í því sambandi er „Ég er að gefast upp á þessu ömulega lífi. Mér leiðist svo að það er ekki hemja. Ég er svo einmana og þekki engan og er bara unglingur," segir bréfritari í upphafi bréfsins til Vikunnar. Það er Jóna rúna kvaran sem bréfinu svarar. ágætt að við íhugum hversu mörg börn þessa heims myndu vilja vera í þinni stöðu, börn sem eiga reyndar hvorki herbergi, föt, mat né nokkuð það sem íslensk börn kannski eiga alltof mikið af. Með þess- ari ábendingu er ekki verið að læða inn hjá þér sektarkennd heldur miklu frekar að fá þig til að íhuga að aðstaða þín er mörgum sinnum betri en svo margra annarra sem þó þeir vildu skipta við þig eiga ekki kost á því. Við skiljum ekki allt- af tilgang hlutanna en vitum þó að í veröldinni ríkir mikill ójöfnuður, því miður. Herbergið þitt er sá íveru- staður heimilisins sem þér einni er ætlaður og á þar af leiðandi að vera’ nokkurn veg- inn efíir þínu höfði. Foreldrar okkar geta ekki ætlast til að við höfum nákvæmlega þann smekk sem þau hafa. Þess vegna er rangt af þeim að skikka okkur til að notast við þeirra smekk þegar kemur að fötum, herbergjum og því sem við viljum læra. Þú átt heimt- ingu á að velja sjálf það nám sem þú kýst að gera að veru- leika í framtíð þinni en ekki þau fyrir þig. Þú ert með námi að ákvarða aö verða sjálf- stæðari og óháðari þeim sem í kringum þig eru og verður að finna sjálf hvað þér hentar að læra. Þú þekkir óneitanlega best þarfir þínar og ef þú ert tilbúin að taka öllum hugsanlegum afleiðingum af því sem freistar þín aö gera í lífinu ertu á mjög góðri leið fyrir sjálfa þig. Ef þú hins vegar ætlar að vera óábyrg og einhvers konar byrði á for- eldrum þínum ertu náttúrlega að gera þau ómissandi og yrðir sem afleiðing af því að sitja og standa eins og þeim sýndist. SYSTKINI ERU STUNDUM ÓLÍK Þú talar um bróður þinn eins og hann sé fáviti en ég trúi ekki að hann sé það. Mér finnst aftur á móti bóla á af- brýðisemi hjá þér i hans garð. Hann er ögn yngri en þú og hefur sennilega fengið aukaat- hygli á þinn kostnað á árum áður. Hvað varðar hin systkinin virðast þau ekki ögra öryggi þínu eins og hann. Ef þú ert sanngjörn er þessi ágæti bróð- ir öðruvfsi skapi farinn en þú og kannski á einhvern hátt lítill í sér í ofanálag. Gaman væri að þú tækir til við aö láta þér þykja ögn vænna um hann og segðir honum eitthvað gáfu- legt og skemmtilegt sem þú ert að pæla f. Þér myndi ekki leið- ast á meðan, elskan, og það er óneitanlega gott. Hvað varðar verkaskiptingu inni á heimilinu, sem þér finnst óréttlát þó ég hafi ekki undir- strikað það í bréfinu frá þér, er ágætt aö hafa í hug að hún sé sem jöfnust. Ef þér finnst hann og afgangurinn sleppa of auð- veldlega í þeim efnum skaltu mótmæla, ef ekki í orði þá ein- faldlega í verki. Það er mjög eðlilegt á einu heimili að allir hafi einhverja samábyrgð og það verðum við að skilja. Þegar aftur á móti einhverjir heimilisfastir komast upp með að ýta öllu yfir á þann sem þorir ekki að mótmæla er um að gera að leiðrétta slíkt frekar en að vorkenna sjálfum sér og vinna verkin með óánægju og öðrum tilheyrandi lunta. LÍFIÐ ER EKKI LEIÐINLEGT Við erum öll á þessari jörð í einhverjum ákveðnum til- gangi, trúi ég. Þess vegna er mjög gott að reyna að finna út sinn tilgang. Það er heldur ósennilegt, ef Guð lofar, að þú Frh. á bls. 49 Vinsamlega handskrifið bréf til Jónu Rúnu og látið fylgja fullt nafn og kennitölu, ásamt dulnefni. Svörin byggjast á innsæi Jónu Rúnu og rithandarlestri og því miður er alls ekki hægt að fá þau f einkabréfi. Utanáskriftin er: Jóna Rúna Kvaran, Kambsvegi 25, 104 Reykjavík. 22. TBL 1990 VIKAN 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.