Vikan


Vikan - 01.11.1990, Blaðsíða 30

Vikan - 01.11.1990, Blaðsíða 30
UMSJÓN: ÁGÚSTA JOHNSON 2. HLUTI Ahrifaríkar vaxfar- mótandi œfingar Isíðasta tbl. sýndum við æfingar fyrir kvið, bak og upphandleggi. í þessum þætti sýnum við æfingar fyrir brjóst, mitti, rass og læri. Eins og ég gat um í síðasta þætti eru þetta styrkjandi æfingar sem móta vöxtinn en ef fitulag liggur utan á vöðvunum þarf að stunda þolþjálfun ásamt þessum æfingum til að brenna fit- unni - að öðrum kosti sjást ekki fagur- lagaðir vöðvarnir. Dæmi um þolþjálfun er skokk, hjólreiðar, skíðaganga, röskar gönguferðir, eróbikk- og fitubrennslutím- ar. En hér eru vaxtarmótandi og styrkjandi æfingar sem gefa góðan árangur ef þær eru stundaðar regulega. Þú hefur e.t.v. séð einhverra þessara æfinga áður en mundu að lykilatriði er að gera þær rétt. Tilgangur hverrar æfingar er að einangra vöðva eða vöðvahóp svo þú náir hámarks árangri. Það er mun mikilvægara að gera æfinguna rétt og gera þá færri endurtekningar heldur en að gera æfinguna oft og mörgum sinnum og fórna réttir stöðu þegar þreyta segirtil sín. Þegar þú hefur komið þér í rétta stöðu fyr- ir æfinguna skaltu spenna vöðvana sem þú ert að vinna með áður en hreyfingin hefst. Haltu spennunni í gegnum allt hreyfisvið hverrar æfingar. Gefðu þessu æfingaprógrammi u.þ.b. 6 vikna tækifæri og árangurinn mun koma í Ijós. Til að ná sem mestum árangri er gott að stunda æfingakerfið 3-5 sinnum í viku. Endurtakið hverja æfingu þar til þið finnið fyrir þreytu, gerið þá 1 -2 í viðbót og farið síðan yfir í næstu. Aukið endurtekn- ingar smám saman. Alltaf áður en þú byrjar æfingarnar skaltu gera upp- hitunaræfingar, t.d. skokka eða ganga létt á staðnum eöa hjóla á þrekhjóli í u.þ.b. 5 mínútur. Einnig er skynsamlegt að gera teygju- æfingar í a.m.k. 10 mínútur eftir æfingarnar. Teygið á hverjum vöðvahóp í 10-20 sekúndur. UÓSM.: MAGNÚS HJÖRLEIFSSON 1. Armbeygjur I - fyrir byrjendur (brjóst og upphandleggir) Standið u.þ.b. 60 cm frá vegg og snúið andliti að vegg. Hallið fram og setjið lófa á vegg. Hendur u.þ.b. axlarbreidd í sundur. Beygið nú olnboga og látið ykkur síga að veggnum og réttið svo rólega úr handleggj- um. Endurtakið. Ath. að hafa slakar axlir. 2. Rass og framanverð lœri Standið með fætur sundur og hné lítið eitt bogin. Bakið er beint og axiir slakar. Beygið nú hné (ekki meira en 90°) og réttið svo rólega úr hnjám (án þess að læsa þeim) og dragið um leið rasskinnar þéttingsfast saman og spennið rassvöðva vel. Endurtakið. MÓDEL: GUÐFINNA TRAUSTADÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.