Vikan


Vikan - 01.11.1990, Blaðsíða 54

Vikan - 01.11.1990, Blaðsíða 54
í sjónvarpsþáttunum er valinn maður í hverju rúmi. Gripur þá um sig ótfi og skelfing í Tvídröngum Anæstunni mun Stöö 2 sýna þátta- rööina Tvídranga (Twin Peaks) sem er unnin í samvinnu við Prop- aganda Film, fyrirtækið sem Sig- urjón Sighvatsson og félagar hans reka. Þessi þáttaröð hefur hlotið óskipta athygli vestanhafs og verið útnefnd til 14 Emmy-verð- launa enda hefur verið haft á orði að þessir þættir komi til með að hafa varanleg áhrif á gerð þáttaraða fyrir sjónvarp í framtíðinni svip- að og Rætur höfðu á sínum tíma og seinna Dallas. Bærinn Tvídrangar er einn af þessum hríf- andi smábæjum í norðvesturhluta Bandaríkj- anna, skammt frá kanadísku landamærunum. Þar búa að vísu um fimmtíu þúsund manns en samt ber hann öll helstu einkenni smábæjar. Ferðamenn, sem koma þangað, grípa andann á lofti og skortir orð til að lýsa ægifögru útsýn- inu og dásamlegu samfélagi ánægðra bæjar- búa. Á yfirborðinu virðist ekkert geta haggað sveitasælunni - en ekki er allt sem sýnist. Þegar nakið, illa útleikið lík skóladrottningar- innar, Láru Palmer, finnst í tjörn skammt frá bænum grípur ótti og skelfing um sig meðal bæjarbúa. Skömmu síðar finnst önnur stúlka sem hefur verið grimmilega misþyrmt en er með lífsmarki. Það verður til þess að alríkis- lögreglan sendir fulltrúa sinn, Dale Cooper, til að rannsaka málið. Hann fær lögreglustjóra bæjarins, Harry S. Truman, í lið með sér og þegar rannsóknin kemst á skrið reynist vera maðkur í mysunni á mörgum bæjum ... í þáttunum um Tvídranga er valinn maður í hverju rúmi. Mark Frost, sem skrifaði handritið að sjónvarpsþáttunum Hill Street Blues, skrif- aði handritið að Tvídröngum í samvinnu við leikstjórann, David Lynch, sem meðal annars stjórnaði myndunum Fílamaðurinn, Dune og Blue Velvet. Hann hefur ekki áður stjórnað sjónvarpsseríu. Leikstjórinn fékk uppáhaldsleikarann sinn, Kyle MacLachlan, sem lék í myndum hans Dune og Blue Velvet, til að leika Dale Cooper frá alríkislögreglunni, FBI. Michael Ontkean leikur Harry S. Truman, lögreglustjórann ró- lega sem fæddist og ólst upp í Tvídröngum. Hann lék á móti Paul Newman í myndinni Slap Shot og er nýbúinn að leika í myndinni Post- cards from the Edge á móti Meryl Streep. Pip- er Laurie leikur Catherine Martell, fram- kvæmdastjóra sögunarmyllunnar í Tvídröng- um. Hún hefur unnið til Emmy-verðlauna (fyrir þátt sem heitir Promise) og þrisvar verið til- nefnd til óskarsverðlauna fyrir leik sinn í mynd- unum The Hustler með Paul Newman, Carie og Children of Lesser God. Joan Chen leikur Jocelyn Packard, eiganda sögunarmyllunnar. Hún er sennilega best þekkt fyrir leik sinn í myndinni Síðasti keisarinn, þar sem hún lék keisarafrúna. Hún er kínversk að uppruna og hefur stundum verið kölluð Elizabeth Taylor Kína. Mádchen Amick er nýliði í hópnum. Hún hefur aðallega leikið í auglýsingum og á mynd- böndum frægra söngvara. Hún er alger and- stæða stúlkunnar sem hún leikur; gengilbein- una Shelly Johnson sem er gift vörubílstjóran- um Leo Johnson. Richard Beymer leikur höf- uðpaur Tvídrangabæjar. Hann á Great North- ern hótelið og vasast í ýmsu. Richard byrjaði tíu ára gamall að leika og vakti verulega at- hygli fyrir leik sinn í myndinni Dagbók Önnu Frank. Meðal annarra mynda, sem hann hefur leikið í, má nefna Bachelor Flat, Adventures of a Young Man (eftir sögu Hemingways), The Longest Day og West Side Story. Fjöldi annarra leikara tekur þátt í þessari þáttaröð. Dana Ashbrock fer með hlutverk kærasta Láru Palmer, Lara Flynn Boyle og Sherilyn Fenn fara auk þess með áberandi hlutverk og sömuleiðis Warren Frost en hann er faðir handritshöfundarins. Tvídrangar verða sýndir á laugardögum á Stöð 2. Hver þáttur er klukkutíma langur nema fyrsti þátturinn sem er hálfur annar tími. Rétt er að taka fram að þessir þættir eru þónokkuð mikið öðruvísi en kvikmynd um sama efni sem hefur fengist á myndbandaleigum undanfarið. TWIN PEAKS, FYRSTA STÓRA ÞÁTTARÖÐIN FRÁ PROPAGANDA FILM, KVIKMYNDAFYRIRTÆKISIGURJÓNS SIGHVATSSONAR, SÝND Á STÖÐ 2 54 VIKAN 22. TBL1990 TEXTI: PORSTEINN EGGERTSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.