Vikan


Vikan - 01.11.1990, Blaðsíða 14

Vikan - 01.11.1990, Blaðsíða 14
TEXTI: KARL PÉTUR JÓNSSON FIMMTAN ARA 0© ALDREIBETRI! FJÖLBRAUTA- SKÓLINN I BREIÐHOLTI: Arið 1975 var settur á laggirnar í nýjasta hverfi borgarinnar ný- stárlegur skóli. Breiðholtið var þá að verða fjölmennsta hverfi borgarinnar og varð að hafa menntaskóla. Ákveðið var að prófa til reynslu erlent kerfi sem á fslensku hefur verið kallað fjölbrautakerfi. 4. okt- óber 1975 var skólinn settur í fyrsta sinn og þrátt fyrir hrakspár ýmissa valinkunnra menntamanna reyndist kerfið vel, svo vel að nú eru allflestir skólar á framhaldsskólastiginu farnir aö nota það að einhverju leyti. Fjölbrautaskólinn í Breið- holti er nú stærsti framhalds- skólinn á íslandi, með 1400 nemendur í dagskóla, 960 í kvöldskóla, 140 kennara og um það bil 100 aðra starfsmenn. Það má því með sanni segja að vart fyrirfinnst stærri vinnustaður hérlendis. í tilefni af fimmtán ára af- mæli skólans fór blaðamaður Vikunnar í heimsókn og tók hús á Kristínu Arnalds, skóla- meistara Fjölbrautaskólans, Svövu Helgu Carlsen, for- manni nemendafélagsins, og Stefáni Páli Magnússyni nem- anda. KRISTÍN ARNALDS, SKÓLAMEISTARI FB: SJÖ SKÓLAR UNDIR EINU ÞAKI! FJÖLBBAOnSKÓLINN BREIÐHOLTI Krlstín segir nemendafélagið hafa allra bestu aðstöðu sem þekkist í skólum landsins. vað er á seyði hjá ykkur þessa dagana, Kristfn? Nú höfum við verið að halda upp á fimmtán ára afmæli skólans, sem að mínu mati er merkur áfangi í skólakerfi landsins. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti er fyrsti íslenski fjöl- brautaskólinn og að auki stærsti framhaldsskóli íslands. - Hvað hafið þið gert ykk- ur til skemmtunar? Hér voru mikil hátíðahöld á sjálfan afmælisdaginn, aðeins kennt fyrstu tvo tímana. Þá tók við hátíðardagskrá í hátíðasal skólans en eftir það slegiö upp matarveislu fyrir starfslið skól- ans og boðsgesti. Matvæla- svið skólans sá um þá veislu en nemendafélagið keypti átta metra langa tertu sem nem- endur snæddu í mötuneytinu. Eftir hádegi var þéttskipuð dagskrá þar sem nemendur skólans fluttu Ijóð, flutt var leikrit og Þráinn Bertelsson hélt fyrirlestur um íslenska kvikmyndagerðarlist. Um kvöldið var hátíöarkvöld þar sem fyrrverandi nemendur skólans komu fram. Frá og meö þessum degi hófst menn- ingarvika sem stóð til 10. okt- óber. Þá var meðal annars listasýning á verkum nemenda sem hafa brautskráðst af lista- sviði og lært meira í listaskól- um erlendis sem hérlendis. Svo má nefna djasskvöld, klassískt tónlistarkvöld og rokkkvöld. Svo sannarlega nóg að gera. - Hvernig hefur svo öll þessi menning lagst í unglingana? Mjög vel. Nemendur sjálfir hafa alltaf verið mjög virkir í að fá utanaðkomandi listamenn til að skemmta í skólanum og kunna því vel að meta lista- mennina sem skólinn hefur alið. Skólinn leggur mjög mikið upp úr hvers konar félagslífi, félagsráðunautar fylgjast með félagslífinu og aðstoða eftir þörfum. Svo má ekki gleyma að nemendafélagið hefur allra bestu aðstöðu sem þekkist í skólum landsins, sagði Kristín. Eftir að hafa þegið kaffi bað blaðamaður Kristínu um að segja nokkur orð almennt um skólann. Fjölbrautaskólinn í Breið- holti er í raun margir skólar undir einu þaki. Námssvið skólans eru sjö og er hvert þeirra í reynd sérstakur skóli þó að þau tengist og njóti góðs af framlagi annarra sviða. Sum svið veita réttindi eftir eins eða tveggja vetra nám en stúdentsprófi má Ijúka á öllum sviöum. Mjög algengt er að fólk Ijúki stúdentsprófi á þrem- ur og hálfu til fjórum árum. Sviðin við skólann eru al- mennt bóknámssvið, listasvið, matvælasvið, heilbrigðissvið, tæknisvið, viðskiptasvið og uppeldissvið. Á því er einmitt fjölmiðlabraut sem er nýjasta og vinsælasta brautin um þessar mundir. Nemendur þar hafa þessa dagana það sér- verkefni að taka myndir og skrifa texta í blað um afmælið okkar. 14 VIKAN 22. TBL1990
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.