Vikan


Vikan - 01.11.1990, Blaðsíða 20

Vikan - 01.11.1990, Blaðsíða 20
TEXTI: GUÐRÚN G. BERGMANN Uti var 35 gráða hiti en það olli mér engum óþægindum þar sem ég sat í loftkældum pick-upnum hennar Julie Safari. Við vorum rúmlega hálfnaðar til Huntsville og höfðum verið að spjalla saman [ rólegheitum þegar hún greip allt í einu fyrir munninn og hrópaði upp: „Hvað héf ég gert þér? Við verðum að snúa við!“ Ég skildi hana ekki alveg strax því hún var svo óðamála. „Snúa við?“ „Já, snúa við því þú ert í stuttbuxum og það má ekki koma í stuttbuxum í heimsókn í fangelsið." Þar kom það. Enn önnur reglan sem ég hafði ekki gert ráð fyrir. Það var greinilega ýmislegt sem ég átti eftir að læra í dag í minni fyrstu heimsókn í fangelsi. Frekar en að snúa við ákvað ég að við myndum leita uppi verslun þar sem ég gæti keypt buxur. ( smábæ í Ameríku er ekki úr mörgu að velja en þarna var Wall- mart og þar fann ég gammósíur sem mér fannst ágætar. Þegar ég var komin í þær og bolinn utan yfir sagði Julie að bolurinn væri ekki nógu síður. Ég fór því í stuttbuxurnar utan yfir og fannst ég vera eins og Hrói höttur. Þeg- ar ég kom út var ég gersamlega að bráðna í hitanum en við því var vlst ekkert að gera. Til- gangur ferðarinnar var að heimsækja Iron Thunderhorse í fangelsið í Huntsville og ég var komin of langt til að hætta við vegna klæðnaðarins. VIKAN í HEIMSÓKN TIL Sjálfsmynd af Iron Thunderhorse. Ekki fékst leyfi til myndatöku í fangelsinu. THUNDERHORSE I HUNTSVILLE FANGELSIÐ HEIMSÓKN f TDC Þar sem ég bý í meira en fimm hundruð mílna fjarlægt frá fangelsinu (reyndar rúmlega 5000 milna) hafði ég fengið leyfi til fjögurra klukku- stunda heimsóknar og til að við myndum ekki deyja úr hungri á meðan á heimsókninni stóð borðuðum við Julie hádegismat á skyndibita- stað við þjóðveginn, þó klukkan væri ekki nema rúmlega ellefu. (fangelsinu er ekkert að fá nema gos. Julie sagði mér að ég ætti að kaupa Lemonade handa Iron Thunderhorse. Ég hváði en hún svaraði: „Þú veist ekki hvaða sérréttindi það eru að geta keypt gos handa þeim sem þú ert að heimsækja. Það er ekki leyfilegt í öllum fangelsum. En ekki kaupa gos- ið strax og við komum inn því ef þú þarft að bíða lengi eftir honum hitnar það. Þeir eru stundum svo lengi að finna fangana að maður gæti haldið að þeir væri ekki starfi sínu vaxnir við að gæta þeirra." Eftir hádegismatinn keyrðum við aftur af stað. Meðfram veginum voru hávaxin tré svo ég gerði mér ekki grein fyrir að við værum komnar á áfangastað fyrr en Julie beygði skyndilega til vinstri. Á skilti stóð „Wynne Unit“ og fyrir ofan þaö Texas Department of Correct- ion, skammstafað hjá heimamönnum sem TDC. Kringum fangelsissvæðið var há vírnets- girðing og við hliðið var hár varðturn. Ytra hlið- ið var opnað með fjarstýringu úr turninum en hið innra ekki fyrr en því ytra hafði verið lokað. Julie var öllum hnútum kunnug svo ég bara elti. Til hægri við innganginn var bygging sem hún stefndi á. „Ertu með vegabréfið?“ spurði hún. Já, já, ég var með vegabréfið. Ég hafði samviskusamlega troðið því ofan í seðlavesk- ið sem var það eina sem ég mátti hafa með mér inn. Þar hafði ég líka troðið lítilli blokk sem ég ætlaði að nota til að skrifa niður punkta vegna viðtalsins. Þegar röðin kom að okkur í móttökunni þurfti að gefa upp nafn og númer á fanganum. Ég hafði auðvitað ekki lagt það á minnið en Julie romsaði því upp úr sér eins og ekkert væri. Eftir að hafa leitað fram og til baka að heimsóknarheimildinni og látið mig kvitta fyrir komunni var mér bent á að fá mér sæti og bíða. GOSDÓSIR OG STÓLL NÚMER 22 Biðsalurinn var ekki sérlega spennandi. Vinstra megin við afgreiðsluborðið voru nokkrir 20 VIKAN 22. TBL 1990
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.