Vikan


Vikan - 01.11.1990, Blaðsíða 39

Vikan - 01.11.1990, Blaðsíða 39
TEXTI OG MYNDIR: GUNNAR H. ARSÆLSSON ÞETTA ERU ALLT SAMAN MORÐINGIAR - VIÐTAL VIÐ SNIGLABANDIÐ - Sniglabandið er hljóm- sveit sem hefur verið starfandi f fimm ár, átti reyndar afmæli 17. október. Þegar nafn sveitarinnar er nefnt detta fólki gjarnan í hug leðurklæddir mótorhjólatöff- arar en tengslin þarna á milli eru þau að Sniglabandið er hljómsveit Bifhjólasamtaka lýðveldisins. Um þessar mundir er Sniglabandið hús- band á Fimmunni í Hafnar- stræti og það var þar sem undirritaður hitti þá félaga. Hljómsveitina skipa Skúli Gautason, söngvari og gítar- leikari, Björgvin Ploder trommuleikari, Friðþjófur Sig- urðsson bassaleikari, Einar Rúnarsson hljómborðsleikari og nýjasti „limurinn" er Þorgils Björgvinsson sem spilar á gítar. Vegna þess að vetur er genginn í garð lá beinast við að spyrja þá félaga um vetrar- starfið. GÓÐUR VINAHÓPUR í BULLANDI MÍNUS „Stefnan er sú að spila sem allra mest, sem allra vfðast, fyrir sem flesta og fyrir sem allra minnst!" svöruðu þeir félagar og hlógu sem hross væru. Sniglabandið að leik. „Við höfum segja þeir. „Okkur þykir óskaplega gaman að spila og peningar skipta okkur ekki öllu máli. Hljómsveitin virkar best þegar við erum í sem mestum mínus. Við höfum verið starf- andi í fimm ár og skuldum ein- mitt fimm hundruð þúsund. En okkur líður samt ákaflega vel. Við höfum spilað mjög þétt núna að undanförnu og þetta hefur allt gengið vel en hefði ekki gert það nema af því að við erum mjög góður vinahóp- ur.“ - Hafið þið æft stíft að undanförnu? sjaldan eða aldrei verið betri,“ „Já, við höfum æft töluvert vel núna upp á síðkastið en fram að því var reyndin sú að við æfðum ekki mjög stíft, reyndar mjög „laust" ef svo má að orði komast. Við höfum æft svona í skorpum, stundum hefur enginn tími verið til æf- inga sökum þess hvað við höf- um verið að spila mikið. Síð- ustu helgina í september átt- um við reyndar alveg frf og það eru margir mánuðir síðan það hefur gerst.“ - Hvernig verður pró- grammið uppbyggt? „Við erum núna á kafi í rokki sem var framsækið á árunum í kringum 1970 þó við setjum eiginlega byrjunarpunktinn við árið 1972, sem er uppáhalds- ártal hljómsveitarinnar." - Hvers vegna? „Það gerðist bara svo margt þá, til dæmis voru veiðar á langreyði bannaðar, lyftulögin voru samþykkt, listaverkið á Tollhúsinu var gert árið 1972, Jimi Hendrix dó 72 og okkar besti bíll, svarti bíllinn, kom til landsins 72. Samanlagður aldur Sniglabandsins er líka 72 ár þannig að það sér hver lifandi maður að 72 er upp- áhaldstala Sniglabandsins." SJALDAN EÐA ALDREI VERIÐ BETRI „Við höfum sjaldan eða aldrei verið betri en nú,“ svara með- limir Sniglabandsins aðspurð- ir. „Gæðin hafa verið í bylgjum í gegnum árin. Það hafa verið vandræði með sólógítar- leikara, andsk ... vesen með þessa menn, en núna erum við sennilega dottnir niður á ►
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.