Vikan


Vikan - 01.11.1990, Blaðsíða 6

Vikan - 01.11.1990, Blaðsíða 6
 „GÓDIGUD, GEFÐU MÉR SKIÐASKOI JOLAGJOF“ Vikan rœðir við Árna Pétur Guðjónsson, sem fer með aðalhlutverkið í Fló ó skinni Hann hefur girt buxnaskálmarnar ofan í hvíta sokk- ana og taskan hangir hirðuleysis- lega yfir öxlina. Andblœrinn, sem hann ber með sér, er ferskur, hlýr og talsvert kíminn. Árni Pétur Guðjóns- son, nýja stjarnan í Fló á skinni, snarast inn úr dyrunum. Bláu augun brosa þeg- ar hann réttir fram höndina um leið og hann sest. Ósjálfrátt hlýtur maður að hugsa: „Nú verður sko gaman!" ' ■.>:■»." ■ 6 VIKAN 22. TBL1990 Hann byrjar strax að segja frá Flónni eftir Georges Feydeau, þetta óskabarn Parísar aldamótanna. Fló á skinni er að margra áliti einn besti gamanleikur allra tíma. Kannski er styrkur leiksins ekki síst fólginn í því að persónurnar eru ekki ýkjukarakterar heldur fólk sem áhorfendur geta mjög auðveld- lega samsamað sig við. Flóin er hreint útúrfull af misskilningi og allt sem getur farið úrskeiðis fer það. - En sögusviðið, hvert er það? „Leikurinn gerist í París aldamótanna og fer fram annars vegar á heimili Chandebise, for- stjóra líftryggingafélags, og hins vegar á eins konar gistihúsi þar sem gift fólk hittist til að eiga gleðifundi, þó ekki með þeim sem það er gift heldur maka einhvers annars. Þetta eru að sjálfsögðu laumulegir fundir og má segja að þarna haldi allir við alla! Á gistihúsinu vinnur drykkfelldur þjónn og hann leik ég, ásamt því að vera í hlutverki forstjórans. Svo það er bara sæmilegt að gera hjá mér á sýningum! Annars gengur meginflétta leikritsins út á rugling sem skapast af því hvernig fólki virðist þjónninn drykkfelldi og forstjórinn sífellt skipta um ham og vera síbreytilegir. Skyndilega er forstjórinn orðinn grófur ruddi og þjónninn miklu fágaðri en hann er vanur og enginn skilur neitt í neinu. - En sko, sjáðu til,“ Árni Pétur hallar sér fram og glottir, „upphaf óskapanna eru ein axla- bönd sem Chandebise forstjóri gaf frænda sín- um en sá gleymdi þeim á gistihúsinu og þá fara atburðirnir að gerast býsna hratt." - Ein axlabönd? „Já, þessi stórkostlegí farsi veltur af stað út frá þeim og fólk er nú búiö að hlæja sig mátt- laust að blessaðri Flþnni áratugum saman og á vonandi eftir'áð gera lengi enn." - Hver er hin eina rétta skilgreining á því hvað er gamanleikur eða farsi og hvað ekki? „Hin eina rétta skilgreining getur nú varla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.