Vikan


Vikan - 09.03.1939, Síða 9

Vikan - 09.03.1939, Síða 9
Nr. 10, 1939 VIKAN 9 Teodór tók ekki teikningar Friðrikku af langfættum, dálítið stuttnef juðum „tízkustúlkum” allt of alvarlega. — Hann hló að blýantsstrikinu á nefi Frið- rikku og að hinum ávölu olnbogum, er voru að því komnir að setja gat á bláa sloppinn, sem hún var alltaf í, þegar hún var að teikna — af því að „heppnin" fylgdi sloppnum. Hann kveikti í vindlingi. — Ó, ungfrú Friðrikka, sagði hann stríðnislega, — strax og ég sá yður, vissi ég, að þér stunduðuð tízkuteikningar. — Þær eru svo líkar yður — svo glæsilegar. — Þegiðu, Teddi! Sérðu ekki, að ég er önnum kafin. Friðrikka gat ekki orðið reið, þegar hún talaði við hann. Nú á Teddi að vera góður drengur og leika sér að her- mönnunum sínum! Eða ef þú ert orðinn þreyttur á þeim, þá er hér nógur pappír. Þú ert svo duglegur að skrifa! — Nú er komið nóg! sagði Teddi og gekk að henni, og andartaki síðar lá Frið- rikka í faðmi hans, en hinar fögru konur lágu út um allt gólfið. — Unga kona, þú veizt líklega ekki, að brúðkaupsdagurínn okkar er í dag? — Ó, Teddi, sjáðu, hvað þú hefir gert! sagði Friðrikka. Síðan setti hana skyndi- lega hljóða, því að Teddi þrýsti henni að sér. — Teddi, það er ómögulegt? Ó, Teddi, skáldsagan þín hefir verið tekin! — Sjáðu, unga kona! Teddi reyndi að vera gamansamur, en það var eitthvað í rödd hans, sem kom upp um hann. — Er hann ekki fallegur? Mér hefir alltaf geðjast svo vel að þessum gulleita lit. — Friðrikka tók seðilinn af honum og hló, og af því að hún var svo hamingjusöm, þá grét hún dálítið: — Fimm hundruð dollarar! Og þetta er aðeins byrjunin! — Já, þetta er aðeins bryjunin — og einnig hjá okkur tveimur! hvíslaði Teodór að henni. — Komdu, flýttu þér í brúðar- kjólinn, svo förum við niður í ráðhús. — En Teddi, ég var búin að lofa þess- um teikningum kl. 3. Tíndu stúlkumar upp, Teddi, og seztu hjá mér. Ég skal flýta mér. Kysstu mig samt við og við — ég get vel teiknað fyrir því. — Þú gerir þetta allt svo rómantískt, sagði Teddi hlæjandi, en af því að hún var nú einu sinni Friðrikka og honum þótti svo vænt um hana, þá gerði hann eins og hún sagði. Þegar klukkan var á mínútunni þrjú, en Friðrikka og Teodór tóku ekkert eftir því, að þau borðuðu humar í stað venju- legs fisks. En einmitt til að sýna, að þau væru ný- tízku, ungt fólk og ekki vitund viðkvæm, fóru þau í búðir á eftir til að kaupa kaffi og ósaltað smjör, og síðast fóru þau í brauðabúð til að fá nýbakaðar bollur, sem minntu Friðrikku á París. Síðan fóru þau aftur til vinnustofu Frið- rikku, þar sem Teodór reyndi að hjálpa henni, en hún rak hann frá, svo að hann fór að spila „Ramóna“ á grammófóninn, þangað til hún kallaði í hann. — Það var nú það, sagði Friðrikka, og síðan fóru þau. Rétt fyrir utan húsið sáu þau kettling — horaðan, lítinn flækingskött, og af því að Friðrikka gat einu sinni ekki gengið fram hjá ljótasta fressi, beygði hún sig niður og klappaði kettinum. Teodór brosti. — Heyrðu köttsi — veit hún mamma þín, að þú ert úti eða er henni kannske sama? spurði hann. — Ö, Teddi — hún er áreiðanlega ein af þessum nýtízku mæðrum, sem eru á músaveiðum á einhverjum næturskemmti- staðnum. Aumingja litli, svangi kettling- urinn! — Þið konur dæmið hver aðra svo strangt, andmælti Teodór. Kannske er þetta einhver vesalings, ógift kisa, sem Ung hjón óskast ... breiddi Friðrikka úr teikningum sínum fyrir framan ritstjóra tízkublaðsins. — Segið ekki, að það þurfi að breyta einhverju. Ég er önnum kafin-----------ég ætla að fara að gifta mig! Og hún var rokin út. Þetta var um garð gengið, áður en þau vissu af. Þau óku í flýti til ráðhússins til að fá leyfisbréfið, og síðan fóru þau til Fifth Avenue, inn í verzlun til að fá hringi, sem höfðu beðið þeirra í marga mánuði, þá inn í blómabúð og loks til prestsins. Friðrikka tók ekkert eftir því fyrr en á eftir, að hún hafði haldið á tepakka, sem búðarmaðurinn gaf henni í brúðargjöf, í hendinni á meðan á öllu þessu stóð. Á eftir gengu þau niður í ítalska veit- ingahúsið, þar sem þau höfðu borðað mið- degisverð, þegar Teodór beygði sig yfir borðið og hvíslaði í fyrsta skipti: „Ég elska þig------litli kjáninn þinn!“ En í dag voru þau mjög hljóð og þögul, og veitingahússeigandinn með stóra skegg- ið var mjög kvíðafullur, þangað til hann sá hringinn á fingri Friðrikku. Þá brosti hann og hvíslaði einhverju að þjóninum, sem kom með allskonar krásir til þeirra,

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.