Vikan


Vikan - 16.03.1939, Page 7

Vikan - 16.03.1939, Page 7
Nr. 11, 1939 VIKAN 7 Serbar, Búlgarar, Rúmenar, Múhameds- trúarmenn og Gyðingar, — við erum allir Tyrkir, hvaða trú, sem við játum. Föður- landið lifi! Frelsið lifi!“ Þetta voru orð, sem aldrei heyrðust. „Vatan (föðurlandið) sagði hann!“ taut- uðu Tyrkimir. Þetta orð hafði hingað til verið bannað. Njósnarar Abdul Hamids soldáns heyrðu vel. Ef einhver dirfðist að nefna orðið Vatan, gat hann átt það á hættu að þurfa að dúsa í fangelsi eða að finnast myrtur úti á víðavangi. En nú hafði stjómarbylting Ung-Tyrkj- anna brotizt út, og Abdul Hamid hafði verið neyddur til að lögleiða að nýju Enver Pasha sem tyrkneskur her- mála-sendiherra í Berlin. Vilhjálmur keisari nokkrum árum fyrir stríðið Enver hafði komið upp á himinn múhamedska heimsins árið 1908 eins og ný stjarna. Á hátindi frægðar sinnar stóð hann í heimsstyrjöldinni 1914 —1918, en árið 1922 var æfi hans lokið. Enver var sonur fátækra hjóna. Faðirinn átti oft bágt með að styrkja son sinn á her- foringjaskólanum. Honum mun aldrei hafa til hugar komið, að skólavist sonar síns myndi bera þann árangur, sem hún gerði. Nú era 31 ár síðan nafn hins unga Envers Beys var á hvers manns vörum. Það er sumarkvöld í heitu veðri. Á torg- inu í Saloniki ganga menn svo þúsundum skiptir fram og aftur fyrir framan Olympos-Palace-veitingahúsið. — Nokkrir liðsforingjar ganga út á svalir veitinga- hússins. Grannvaxinn, mjög glæsilegur, ungur liðsforingi gengur út úr hópnum og fram að grindum svalanna. Um varir hans leikur bros, sem ber vott um kátínu og fífldirfsku. Þetta er Enver Bey, majór, 24 ára að aldri. Hann gefur bendingu með hendinni. Hróp fjöldans þagna. „Við emm allir bræður!“ hrópar hann út yfir hið iðandi haf af mönnum. „Grikkir, Eftir ung-tyrknesku byltingana, sem steypti Abdul Hamid af stóli, opnaði bróðir hans, nýi soldáninn, Muhamed V., tyrkneska þingið. Talaat Pasha, sem stofnaði ung-tyrknesku þrí- veldisstjómina ásamt Enver og Djemal Pasha. stjórnarskrána frá 1876, sem hann hafði til þessa engan gaum gefið. Markmið Ung- Tyrkjanna eða réttara sagt frjálslyndra í Tyrklandi, var að endurreisa tyrkneskt þjóð- arríki eftir evrópisku sniði, þveröfugt við einvaldsstjórn Gamal-Tyrkjanna, þar sem soldáninn var kalífi, æðsti maður ríkis og kirkju. Síðastliðin öld hafði sýnt fram á, að svona kalífaveldi gæti ekki haldið þessu stóra ríki saman. Hver þjóðin eftir aðra gerðist sjálfstæð. 1 þessum vandræðum stóð Abdul Hamid sig með afbrigðum vel. Allur heim- urinn hélt, að hann hefði endurlöggilt stjórnarskrána af frjálsum vilja. Hann gekk meira að segja svo langt, að hann veitti „nefnd sameiningar og framfara", sem skipulagði Ung-Tyrkjanna, 15 millj. af eigin eignum. Nýja tyrkneska þingið, þar sem nú voru einungis Ung-Tyrkir, kom saman um haustið. Flokkurinn hafði aukizt úr 300 upp í 100.000 meðlimi á örfáum mánuðum. Enver Pasha var gerður að hermála- sendiherra í Berlín. Þar tók hann snemma mikinn þátt í veizlulífinu, þó að hann hefði verið kallaður í háði í prússneska lífverð- inum „Zigeunabaróninn“. Þegar menn sáu

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.