Vikan


Vikan - 16.03.1939, Blaðsíða 15

Vikan - 16.03.1939, Blaðsíða 15
Nr. 11, 1939 VIKAN 15 r A vegum vonleysingjanna. Jolán Földes: I>að, sem komið er af sögunni: Barabás loðskinnaskraddari flytur búferlum frá Budapest til Parísar og hafnar með fjöl- skyldu sína, konu og þrjú böm í Veiðikattar- stræti. Fyrsta fólkið, sem þessir nýju Parísar- búar kynnast, em tveir útlendir flóttamenn, þeir Liiv og Bardichinov. Er annar Rússi, en hinn Júgoslavi. Þeir eru barngóðir og rabbsamir karl- s.r, er öllum vilja vel. 1 lok annars ársins í útlegðinni grípur Bara- básfjölskylduna heimþrá. Samt hefir þeim aldrei vegnað eins vel. Hjónin vinna bæði og em meira að segja farin að leggja í sparisjóðinn. En svo verður frú Barabás veik. Hún leggst á sjúkrahús og er skorin upp. Barabás, Bardichinov og Liiv sitja á veitinga- húsinu á kvöldin og tala saman. Eitt kvöldið bætist grískur flóttamaður í hópinn, Papadakis að nafni. Síðar bætast tveir menn enn í hópinn, annar er Vassja, sem öllum hjálpar, og Anna verður ástfangin af, hinn er Fedor. Vassja smitar alla af starfsgleði. — Anna þrá- biður pabba sinn og Bardichinov um að lofa sér að læra eitthvað. En skyndilega syrtir að. Vassja verður fyrir bílslysi og deyr. Fólkið í veitingahúsinu hópast að herbergi Fedors, sem er orðinn sturlaður og æpir i sífellu. Enginn getur gefið neinar upplýsingar um Vassja nema Jani. Þegar búið er að jarða Vassja, flytja allir úr veitingahúsinu. Barabásfjölskyldan flytur í íbúð í Veiðikattarstræti. ■—- Við dauða Vassja urðu Anna og Jani fullorðin á einni nóttu, en ekki á sama hátt. Þau rífast alltaf, er þau talast við. Anna fékk ósk sína uppfyllta um að læra eitt- hvað. Hún er nú orðin útlærð saumakona og kemur sér vel á verkstæðinu, þar sem hún vinn- ur. Frú Barabás finnur vel, hvemig bömin fjar- lægjast hana með aldrinum, hvernig þau vaxa frá henni og þarfnast æ minna umsjá hennar og vemdar. En þetta er lífið — og hún verður að sætta sig við það. István er Ungverji. Hann hefir ráð undir hverju rifi um að verða sér úti um atvinnuleysisstyrki og stundar styrkbeiðnir sem atvinnugrein. Hann þykist vera hrifinn af önnu, hinni vaknandi konu og ungu, bljúgu sál. Bardichinov frændi ber einnig í brjósti undarlega hlýjar tilfinngar til önnu, og þeir keppast um að sýna henni söfnin & sunnudögum. En nú hefir Bardichinov kynnst rússneskri flóttakonu, Catrinu að nafni og býður henni te. Anna hitar fyrir hann teið og hlýðir með athygli á sögu rússnesku flóttakonunnar. Anna sér, að það er hreinasti óþarfi. Cathrina hendist áfram á hækjunum. — Þetta er alveg ljómandi kona, finnst þér það ekki ? segir Bardichinov við Önnu, þegar þau eru ein eftir. — Hvernig lízt þér á hana? — Hún er skemmtileg, svarar Anna, því að hún veit ekki almennilega, hvernig henni lízt á hana. Cathrina er kát og mjög mælsk. Hún ber engin merki þeirra þján- inga, sem hún hefir orðið að þola. Hún er þrjózkufull og ákveðin. — Mjög skemmtileg! segir Bardichinov og kinkar kolli. — En nú þykir mér samt vænt um, að hún er farin. Mig langar til að spyrja þig að dálitlu, Anna. — Já, Bardichinov frændi? — Eg hefi minnzt á fyrrverandi ítalska ráðherrann, kunningja minn, við þig. Það var hann, sem kom hingað til Parísar með konu sína og dóttur. Manstu eftir því? — Auðvitað, Bardichinov frændi. — Sko, þau eru búin með peningana, sem þau fengu að taka með sér út úr landinu. Stúlkuna langar til að fá vinnu. Ég held, að hún sé jafngömul þér — sautján ára. Til allrar óhamingju hefir hún ekki lært neitt sérstakt, en hún talar auk móðurmáls síns frönsku, ensku og þýzku, og hún er ákaflega lagleg. Fegurð hennar er blátt áfram himnesk, Anna. Hún er eins og fiðrildi. Hár hennar glóir eins og gull, og samt hefir hún dökk augu, dökkgrá eða öllu heldur dökkbrún . . . — Jæja, Bardichinov frændi, grípur Anna fram í fyrir honum, af því að það fer alltaf í gegnum hana, þegar hún heyrir talað um fegurð annarra ungra stúlkna. István segir, að hún sé falleg, en hún efast oft um það. — Þú ætlaðir að spyrja mig að einhverju. Hvað var það? — Ó-já, auðvitað! Jæja, unga stúlkan er skínandi falleg og sérstaklega vel vax- in. Henni datt í hug, hvort hún gæti ekki komizt að hjá ykkur við að ganga um og sýna kjóla . . . Það er kannske ekkert eftirsóknarverð staða? Anna verður hugsi. — Hún er vel vaxin, segir þú? — Alveg sérstaklega. Grísk gyðja . . . — Hvað er hún mjó um mittið? gríp- ur Anna fram í fyrir honum. — Hún má ekki vera meira en 44 eða 46 . . . — Hún er eins grönn og strá! Og svo hefir hún svo fallegt göngulag. Ég hugsa, að það hafi mjög mikið að segja. — Jæja, en ég verð að sjá hana fyrst, segir Anna. — Það getur verið, að ég geti útvegað henni atvinnu. Ég held, að ein af sýningarstúlkunum fari þann fyrsta. — Hún er ráðherradóttir, Anna, — og vöxtur hennar . . . Anna brosir. — Ein sýningarstúlkan hjá okkur er greifadóttir frá Vínarborg. — Ha! Bardichinov er alveg undrandi. — Er hún líka útflytjandi? — Nei! Anna hristir höfuðið brosandi. — Hún er aðeins fátæk og þarf á pening- um að halda. Hún getur ekki verið sýn- ingarstúlka í heimalandi sínu, eða hún kærir sig líklega ekkert um það. — Það getur verið, að hugmynd Pía hafi ekki verið svo vitlaus, segir Bardich- inov glaðlega. — Ef ungar erlendar stúlk- ur, sem komnar eru af heldra fólki, gegna þessu starfi . . . ég játa, að ég hefi mínar hégiljur. Ég ætla að tala við Pía Monica á morgun og kynna hana fyrir þér. — Ágætt! segir Anna og kinkar kolli. -—, Ég skal athuga, hvort ég fæ nokkurt tækifæri til að koma því að. Anna stendur við orð sína. Ekki ein- göngu af því, að hana langi til að geta hjálpað skjólstæðingi Bardichinovs, held- ur líka af því, að hún veit, að forstöðu- kona hennar verður henni þakklát, ef hún útvegar góða sýningarstúlku. Það er ágætt, að stúlkan skuli kunna svona mörg mál, því að það eru alltaf Ameríkumenn og aðrir útlendingar viðstaddir sýningarnar. Fyrst spyr hún mademoiselle Rose, hina uppþornuðu, nærri því hrygghnýttu, litlu pólsku gyðingastúlku, sem er elzta sauma- konan. Hún hefir átt heima í Frakklandi síðan hún var tveggja ára, og veit aðeins af því, sem foreldrar hennar hafa sagt henni, hvernig þau urðu að flýja fyrir gyð- ingaofsóknum. Nú er mademoiselle Rose hér um bil þrjátíu og fimm ára og alveg frönsk. — Sýningarstúlku ? Hún yppti öxlum. — Já, við þurfum áreiðanlega sýningar- stúlku. Ég hefi heyrt, að Vivienne sé á för- um. Þú skalt heldur spyrja madame Andrée að því. Madame Andrée er contre-maitresse, það er að segja forstöðukona á saumastofunni. Madame Andrée gifti sig daginn áður en stríðið brauzt út, og þegar maður hennar kom heim í fyrsta orlofinu sínu, fæddist elzti sonur hennar. Og daginn áður en hann átti að koma heim til að sjá yngsta son sinn, var hann drepinn. — Daginn áður! Madame Andrée er vön að segja söguna með dramatískum áherzl- um, til þess að fólk taki eftir, hvernig ör- lögin hafa leikið hana. Önnu dettur í hug, að Cathrina sagði, að æfi sín væri heil skáldsaga. Hún starir á Rose, starir á madame Andrée og brosir aftur. Madame Andrée er aðeins almáttug í öllu því, sem snertir saumastofuna. Hún þekkir minna til verzlunarmálanna og sölubúðanna. — Ég veit ekki, svarar hún spurningu Önnu hikandi. — Mig minnir, að ég hafi heyrt, að Vivienne sé á förum. Spurðu madame Jacqueline. Madame Jacqueline er umsjónarkona verzlunarinnar. — Hún er mjög hávaxin, snjóhvít fyrir hærum, hún er yndisleg kona með leiftrandi, ungleg augu. Ungu stúlk- umar í verzluninni segja, að hún hafi einu sinni verið söngkona. Hún var söngkona, fór út um allan heim, vann sér inn mikla peninga, og karlmenn voru alveg vitlausir í henni. En madame Jacqueline hafði ekki heppnina með sér í hjúskaparmálum sín- um. Hún var þrígift, en missti alla menn-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.