Vikan


Vikan - 16.03.1939, Qupperneq 16

Vikan - 16.03.1939, Qupperneq 16
16 V IK A N Nr. 11, 1939; ina sviplega. Sá fyrsti dó, þegar þau höfðu verið gift í fjóra mánuði, annar eftir tveggja ára hjónaband, og sá þriðji eftir fjögur ár. Síðan bilaði rödd madame Jac- queline, og nú er hún umsjónarkona í verzl- uninni. Hún hefir ekki mikið vit á verzlun, en hún hefir ágæt sambönd og veit, hvernig á að koma fram við viðskiptavinina. Það er sagt, að madame Lucienne sé illa við hana af því, að hún er svo virðuleg og þó svo lítillát, líka við hana, — en samt hefir hún hana, af því að hún er mjög dugleg. Madame Lucienne er f jarri því að vera virðuleg. Hún er forstjórinn, eigandi verzl- unarinnar. Lítil, óásjáleg og ákaflega taugaveikluð kona með glerauga. Það er ekki hægt að sjá, hvort augað er úr gleri. Ungu stúlkurnar reyna að gizka, en gizka alltaf vitlaust. Hún fékk gleraugað í stríð- inu, þegar hún fékk mann sinn sendan heim særðan úr herbúðunum. Hann var ekki mikið særður, en þegar þau voru á heimleið, lentu þau í járnbrautarslysi. Madame Lucienne missti annað augað, og maður hennar hryggbrotnaði. Hann lá allt- af á bakinu í rúminu, stundum í gipsi og stundum studdur allskonar stálspelkum. Hin einmana madame Lucienne setti á stofn saumaverkstæði. Hún er vel heima í starfi sínu. Hún veit allt um tízkuupp- drætti og liti. En það er ómögulegt að láta hana skipta sér af erfiðum viðskiptavin- um, því að hún er óþolinmóð, reiðigjörn og hættir við að móðga þá. Þar á madame Jacqueline aftur á móti heima. Anna fer fram í verzlunina, fram í hina glæsilegu söludeild, til þess að hitta ma- dame Jaqueline. Hún kemur ekki oft þangað, — aðeins þegar hún á að breyta kjól í flýti og á sjálf að færa viðskiptavininum kjólinn, eða þegar sýningar eru. Þá er hún í búnings- herbergi sýningarstúlknanna til að klæða þær úr kjólunum um leið og þær koma inn og færa þær í næsta kjól. Anna lokar hurðinni á saumastofunni á eftir sér og lítur í kringum sig. Þetta er snemma morguns, svo að það kom engir viðskiptavinir. Búðarstúlkurnar standa all- ar í hóp og tala saman. Madame Jacque- line er hvergi sjáanleg, ef til vill er hún ekki komin enn. Hún kemur sjaldnast fyrr en klukkan tíu. Madame Lucienne hefir lokað sig inni á skrifstofu sinni. Hún ann- ast bókhaldið, pantar efni, skrifar bréf og vinnur yfirleitt þá vinnu, sem enginn á saumastofunni getur nema hún. Anna ákveður allt í einu að fara inn í herbergi sýningarstúlknanna. Það liggur beinast við að spyrja þær. Hún ber að dyrum og gengur í gegnum mjóar dyr. Vivienne og tvær ungar stúlkur sitja við borð og spila á spil. Marguerite greifa- dóttir frá Vínarborg situr uppi í glugga- kistunni og dinglar fótunum um leið og hún lítur með fyrirlitningu niður í litla garðinn fyrir neðan. Anna vill ekki trufla þær, sem eru að spila, svo að hún gengur til ungu stúlk- unnar frá Vínarborg. — Marguerite greifadóttir--------- Hin grannvaxna, dökkhærða stúlka með bláu augun snýr sér skyndilega að henni, stekkur niður úr gluggakistunni og lítur reiðilega á hana. — Hvað viljið þér ? — Mig langaði til að spyrja yður að dálitlu, Marguerite greifadóttir. En ef ég geri ónæði-------- Marguerite greifadóttir hefir áreiðan- lega farið í öfuga skyrtuna í morgun. Hún gengur ógnandi að Önnu og horfir reiði- lega á hana. — Heyrið þér, eruð þér ekki frá Ung- verjalandi? Fyrrverandi landi minn eða eitthvað því um líkt. Kunnið þér ekki þýzku ? — Nei! — Ungverji og kann ekki þýzku! Og getið þér ekki talað eins og manneskja? — Þér verðið að fyrirgefa, Marguerite greifadóttir------ — Marguerite greifadóttir og Margue- rite greifadóttir! Ég hefi átt heima í þess- um djöfulsins bæ síðastliðin fjögur ár og aldrei heyrt annað. Ég er eins og flæk- ingshundur. Það er enginn, sem talar við mig eins og manneskju. Hér er ég höfð, af því að Marguerite greifadóttir hljómar svo vel, annars mundi fólk ekki kæra sig mikið um mig. Ég er tuttugu og tveggja ára gömul og hefi búið alein í fjögur ár. Faðir minn var stjórnarerindreki. Hann var líka stjórnarerindreki yðar, kjáninn yðar! Síðar varð hann júgóslavneskur ríkisborgari, af því að hann er frá Dalma- tíu og átti þar jörð, sem hann hélt, að hann gæti haldið. En Serbar sögðu, að hann væri bannsettur Austurríkismaður, gerðu jörðina upptæka og við það að fara til Júgoslafíu missti hann laun sín. Þá fór hann til Egyptalands. Þar hafði hann unnið síðast sem stjórnarerindreki. Hann sagðist eiga marga góða vini þar, sem myndu hjálpa sér til að komast aftur á réttan kjöl. Aumingja maðurinnn verður að láta sér þetta nægja. Hann skrifar mér stöku sinnum vonleysisleg bréf. Mamma mín er heima í Vínarborg. Hún leigir út herbergi með húsgögnum í og bíður eftir þessum fáu frönkum, sem ég get látið hana fá. Marguerite greifadóttir, Marguerite greifadóttir------er það allt og sumt, sem þér getið sagt, kjáninn yðar? Heima var ég kölluð Gretl, bætir hún allt í einu við, og augu hennar flóa í tárum. — Verið þér ekki svona reiðar! segir Anna brosandi. En það eru aðeins varir hennar, sem brosa, augu hennar eru alvarleg. — Ég vissi ekki, að þér væruð svona einmana, annars myndi ég hafa boðið yður heim til okkar. — Hver er ekki einmana? segir Margue- rite, yppir öxlum og þurrkar augun. — Fyrirgefið þér, hvað ég var vond við yður, en þér hittuð mig af tilviljun í vondu skapi. Jæja, hvað var það þá, kjáninn yðar? — Mig langaði til að vita, hvort það er satt, að mademoiselle Vivienne fari þann fyrsta? — Hvað kemur yður það við? Viljið þér komast í hennar stað? Þér eruð alltof mjaðmamiklar og svo eruð þér freknótt- ar. Marguerite bíður samt ekki eftir svari, heldur kallar hún til hópsins, sem situr við borðið: — Halló, Vivie! Er það áreiðan- legt, að þú farir þann fyrsta? — Já, áreiðanlegt, svarar Vivienne án þess að líta upp frá spilunum. — Er það svo ólíklegt, að ég hafi kynnzt manni, sem vill eiga mig? — Það gæti nú komið fyrir, að hann hlypi burtu rétt fyrir brúðkaupið, segir ein stúlkan, nærri því ósjálfrátt. Vivienne ger- ir ekki svo lítið úr sér að svara þeim. Hún lítur á spilin og hrópar: — Rommy! — Ég gæti kannske útvegað stúlku í hennar stað, segir Anna við Gretl. — Það gæti verið, að þið yrðuð vinkonur. Hún er af góðu fólki. Faðir hennar var ítalskur ráðherra. — Jæja, svo að hún er ítölsk? Gretl grettir sig. — Mér er illa við ítali. Hvað er hún gömul? — Jafngömul mér — sautján ára. — Barn! segir Gretl stuttaralega. — Komið þér. Við skulum tala við Jacqueline. Anna ætlar að segja henni, að hún ætli fyrst að sjá stúlkuna, en Gretl er búin að ljúka upp hurðinni, sem liggur inn í sölubúðina. Madame Jacqueline er nýkom- in, og tvær búðarstúlkur eru að hjálpa henni úr kápunni. — Madame Jacqueline, þessi kjáni veit um stúlku, sem gæti komið í stað Vivienne. Hún er dóttir ítalsks ráðherra eða eitthvað svoleiðis. — Hm! segir madame Jacqueline. — Ég veit ekki nema madame Lucienne sé búin að ráða stúlku. Það kom ung stúlka hing- að í gær. Það er bezt, að þér spyrjið hana. — Hún segir ekki það, sem henni dettur í hug, það er að segja, að hún ætti að vita um þess háttar, og að hin furðu- lega íbyggna madame Lucienne er blátt áfram hlægileg. En sú góða kona vill gera allt sjálf, hún treystir engum. — Kom inn! er kallað gremjulega, þeg- ar Gretl ber að dyrum hjá madame Luci- enne. — Hvað var það? Ný sýningar- stúlka? Já, okkur vantar eina. Er hún ítölsk? Þá er hún líklega dökkhærð? Hvað, hafið þér ekki séð hana enn? Er hún ráð- herradóttir ? Það var ekki verra, þá er hún líklega vel upp alin? Lofið mér að vita nánar um þetta síðan. Þær eru aftur komnar fram í sölubúð- ina. Gretl fylgir Önnu að dyrum sauma- stofunnar. Ungverska stúlkan nemur eitt andartak staðar á þröskuldinum. Hún horfir á hið snjóhvíta hár Jacqueline, þá á skrifstofudyrnar, en fyrir innan er Luci- enne með gleraugað að vinna, síðan lítur hún á Marguerite greifadóttur, sem var kölluð Gretl heima hjá sér.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.