Vikan


Vikan - 16.03.1939, Page 21

Vikan - 16.03.1939, Page 21
Nr. 11, 1939 VIKAN 21 Skyrtur hver. Inga varð alveg rugluð. — Það voru fleiri, sem söguðst hafa séð hana, sagði hún. — Hinar kennslukonurnar eru van- ar að leggja töskurnar sínar þar. — Þér ruglið mig, hr. umsjónarmaður, sagði ungfrú Þórunn. — Segðu okkur nú frá þessu, Helga mín, sagði umsjónarmaðurinn. Helga, sem var orðin róleg, sagði að hún hefði fundið töskuna í garðinum, rétt hjá tröppunum, og þegar hún hefði þekkt hana, hefði hún hlakkað svo til að færa ungfrúnni hana. En það hafði farið öðru- vísi en hún hafði búizt við. Ungfrú Þórunn gekk að Helgu og klapp- aði henni. — Pyrirgefðu mér, Helga mín, sagði hún rólega. — Ég ætla að gefa þér fundar- laun, bætti hún við brosandi. — Skólinn ætlar að gefa henni þau, sagði umsjónarmaðurinn og rétti henni tíu krónur. Stúlkurnar ráku upp fagnaðaróp. Þegar ungfrú Þórunn kom inn á skrif- stofu umsjónarmannsins, sagði hún. — Ég skil ekki, hvernig þér fóruð að komast að sannleikanum svona fljótt. Umsjónarmaðurinn brosti: — Ég ætti í rauninni að biðja yður fyr- irgefningar. En það var svo freistandi að leika Salómon. Ég sá, þegar Helga litla tók hvítu töskuna upp og þurrkaði af henni með vasaklútnum sínum. Þetta er leyndarmálið. * I. Rómaborg sjást daglega nýjar og gagnlegar uppfinningar: Barnavagnar með útvarpi. Þegar mæður fóru áður í búðir og þurftu að skilja barnavagnana eftir fyrir utan, grétu börnin oft hástöfum. Nú setja þær útvarpið í gang, og hljóðfærasláttur- inn róar börnin. I meira en hundrað ár hefir það átt sér stað, að einhver í konungsfjölskyldunni á Hawai hefir dáið innan sólarhrings frá því að sést hafa á sveimi fyrir utan ströndina torfur af rauðum fiski, sem kallaður er ,,dauðafiskur“. Af þessu hefir fólk dregið þá ályktun, að þessar fiskitorfur boði and- lát einhvers í konungsf jölskyldunni. Þetta gekk svo langt, að þegar þessi fiskur sást fyrir utan ströndina í nóvembermánuði árið 1917, var strax farið að undirbúa jarðarför Lilinkalanis drottningar. Og þegar hún dó nokkrum dögum síðar, var allt tilbúið til útfararinnar. * Vélfræðingur einn, Ben Preston í Wic- hita, Kansas, hefir búið til bíl úr 25 göml- um bílum, sem hafa eyðilagzt í slysförum, sem hafa orðið 37 manns að bana. # Fyrir skömmu dó sjómaður, James Black, í Liverpool. Hann hafði verið há- seti á skipunum: Titanic, Empress of India, Lusitania bg Florizan, sem öll strönduðu og sukku, svo að margir fórust. En Black varð alltaf bjargað. Árið 1916 var hann á herskipi, en þá varð skipshöfnin svo hrædd um, að honum fylgdi einhver óhamingja, að hún kastaði Black útbyrðis að nætur- lagi. En honum varð bjargað. Hafið vildi hann bersýnilega ekki, svo að hann varð að deyja á landi. Það er sagt, að þýzki rithöfundurinn, Friedrich Melchior Grimm, sem var uppi á tímum Friðriks mikla, hafi fundið upp naglaþjölina. Áður nöguðu tignir menn og konur neglurnar, þegar þær urðu of lang- ar. Enskur lávarður, sem heimsótti keisarahirðina í Gótha, flutti hugmyndina til Englands. AöALUMBOÖSMAbUR Á ÍSLANDI EINAR EINARSSON GRINDAVÍK Sonur yðar verður ánægður í matrosafötum, blússufötum eða jakkafötum úr Hjá Bestileos, sem er malajiskur þjóð- flokkur á Madagaskar, er viðhöfð gömul siðvenja, þegar konan er jörðuð. Þegar lík- fylgdin kemur að gröfinni, snýr hún við og fer aftur til heimilis hinnar látnu, þar sem hún dvelur í klukkustund, svo að andinn geti tekið með sér það, sem hann hefir gleymt. Þeir halda, að engin kona, jafnvel þó að hún sé dáin, fari nokkum tíma svo að heiman að hún gleymi ekki einhverju.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.