Vikan


Vikan - 16.03.1939, Síða 22

Vikan - 16.03.1939, Síða 22
22 VIKAN Nr. 11, 1939 Helgastaða-Gvendur sagði einu sinni eftirfarandi sögu af sjálfum sér: — Einu sinni var ég á „skytteríi" og sá ég þá hvar fjórar gæsir flugu yfir höfði mér. Brá ég snöggt við, miðaði og skaut — og átta lágu, lagsmaður. En svo stal bölvaður hundurinn annarri. # Snorri Jóhannsson er maður nefndur. Hann bjó lengi við rausn á Fellsseh í Köldukinn, en brá búi á efri árum og gerð- ist þá afgreiðslumaður í útibúi Áfengis- verzlunar ríkisins á Akureyri og gegnir því starfi enn. Hefir farið mikið orð af búviti Snorra og nokkuð kvað hann vera fastur á fé og lítt að skapi öll óhófseyðsla manna og gáleysi í meðferð peninga. Kvað hann eiga það til, að ráða mönnum frá áfengiskaupum og þó sérstaklega fátækari mönnum og þeim, er berast lítt á í klæða- burði. Og láti hinir sömu ekki tilleiðast fyrir viturlegar fortölur Snorra, kvað hann ekki bjóða slíkum óráðlingum nema ódýr- ustu vín, sem fyrir finnast í verzluninni og þegja um hinar dýrari tegundir. Einhverju sinni um sumar snarar ókunnur maður sér inn í búðina til Snorra, og barst sá lítið á. Var hann auri drifinn, þreytulegur og fötin öll þvæld og illa út- lítandi, eins og hann kæmi úr langferð. En hvað sem leið klæðnaði komumanns, hafði hann fulla einurð á að spyrja, hvort þar fengist koníak. Snorri virðir manninn fyrir sér og spyr síðan: — Viltu ekki heldur kaupa þér brenni- vín, góði? Maðurinn sinnir því engu og vill fá að líta á koníakið, svo Snorri dregur fram 12 króna koníaksflösku og smellir á af- greiðsluborðið með nokkrum þunga. En manninum geðjast ekki vörumerkið og spyr, hvort ekki fáist hér dýrara koníak og betra. Snorri getur ekki neitað því og sýnir honum, með dræmingi þó, 18 króna koníak — og er manninum virðist ekki of- bjóða 18 krónur, bætir Snorri við: — Og svo hefi ég hérna 28 króna koníak, — en ætli það verði ekki aftan við rassinn á þér að borga það, lagsi. Maðurinn lætur sér fátt um finnast, slettir 28 krónum á borðið, og Snorri sér sig tilneyddan að afhenda honum koníakið, en kann þó betur við að vita einhver deili á slíkum eyðslusegg og spyr því: — Hvaðan ert þú, manni minn? — Ég er úr Reykjavík, svarar maður- inn alúðlega. — Og heitir hvað? — Ólafxrr Johnson. — Þú ert þó ekki O. Johnson & Kaaber? — Er ég víst, svaraði Ólafur. — Þú segir það ekki satt, — viltu þá ekki meira koníak? Sigurður Guðmundsson skólameistari á Akureyri var einhverju sinni að lesa upp einkannir og vildi, sakir sinnar persónu- legu sérþekkingar, komast hjá að særa fjarverandi fólk, svo að hann leit athug- andi yfir bekkinn og mælti síðan: — Er nokkur hér, sem ekki er við- staddur ? Hermann Jónsson, nú kennari við Verzl- unarskóla Islands, var eitt sinn uppi í mannkynssögu hjá Brynleifi Tobiassyni menntaskólakennara á Akureyri. Hafði Hermanni, af einhverjum ástæðum, láðst að lesa undir þessa kennslustund og kunni því í minnsta lagi. Reyndi Brynleifur lengi vel að vekja Hermann til meðvitundar um, að hann væri uppi, en ekki tókst honum að liðka málbein píslarvottsins, sem endra- nær var þó skrafhreyfur í bezta lagi. Rís Brynleifur þá úr sæti, stígur virðulega niður frá kennaraborðinu, klappar Her- manni á öxlina, býður honum sæti sitt við kennaraborðið og segir: — Og svo skuluð þér nú segja dálítið sjálfstætt frá. Gengur Brynleifur síðan aftast í bekk- inn, snýtir sér um stund og fær sér í nefið, meðan Hermann rembist við að þegja sem mest hann má, unz Brynleifur kallar til hans þessum hvatningarorðum: — Og þegar þér hafið lokið máli yðar, megið þér svo setjast í sætið yðar aftur! Liðnir leikarar. Frh. af bis. 19. En það eru hlutverk nútíðarleikkon- unnar, sem frk. Gunnþórunn Halldórs- dóttir fyrst og fremst verður dæmd og metin eftir. Og þar koma í fremstu röð íslenzku hlutverkin. Petrúnella í Storm- um eftir Stein Sigurðsson og Gríma í Jósa- fat eftir Einar H. Kvaran voru eðlis- skyldar. Þær voru fulltrúar verkakvenna- stéttarinnar, hvor á sína vísu. I báðum þessum hlutverkum var aðdáunarvert, hvernig hin orðlagða revyu-leikkona sneiddi gjörsamlega hjá allri tilhneigingu til að gera persónurnar hlægilegar í aug- um áhorfenda. Uppreistarhugur Petrún- ellu var sannur eins og langlundargeð Grímu. Þær voru persónur séðar í íslenzk- um verkakvenna hóp og leiknar með stakri nákvæmni. Eða bóndakonan í „Hallsteini og Dóru“, stillingin og góðlátleg umhyggja fyrir lífi og lifendum skein þar út úr hverju viðviki. Staða-Gunna og Ingveldur í Tungu voru hinsvegar myndir klipptar út úr litauðgu myndasafni Jóns Thorodd- sens. Öll þessi hlutverk sýndu, að frk. Gunnþórunn er þaulkunnug þjóðlífinu og að hún er þess megnug, að skapa verð- mætar þjóðlífslýsingar á leiksviðinu. — Þeir, sem sáu „Jósafat“, tóku eftir því, hvemig Gríma raðaði neftóbakinu hægt og vandvirknislega á handarbakið, áður en hún rekur raunir sínar, eins og ekkert liggi á, og saug síðan hvert korn vand- lega en ánægjulaust upp í nefið. Þó ekki sé þetta viðvik merkilegt, mátti ekkert út af bera, að það yrði ekki hlægilegt, en eins og það var leikið, höfum við séð það og sjáum það fyrir oss — í þjóðlífinu. Friðfinnur Guðjónsson lék í fyrsta skipti norður á Akureyri 20. júní 1890 í hlut- verki Vífils í sjónleik Matthíasar Jochums- sonar „Helgi magri“. Það var eins og hver önnur tilviljun, að hann byrjaði að leika, — tók við hlutverki af félaga sínum í prentsmiðju Björns fróða. — Friðfinnur hefir nú leikið fleiri hlutverk og oftar en nokkur annar íslenzkur leikari. Hlut- verk hans eru um 160 að tölu og fjöldi leikkveldanna hátt á annað þúsund. En það er ekki mergð hlutverkanna, sem sýnir leikarann. Ef Friðfinnur hefði aldrei sýnt oss Jón bónda, Gvend snemmbæra, ráðs- manninn í Tengdamömmu og vinnumenn- ina Daníel og Ófeig og hvað þeir nú heita, þá hefði ekki farið stór saga af öllum fjölda annarra hlutverka hans. Þó að Friðfinni hafi tekizt að skapa eftirminni- legar persónur í leikritum af erlendum toga, svo sem Argan í ímyndunarveikinni, Engstrand snikkara í Afturgöngum, Schniizl í Hreysikettinum o. fl. o. fl.', þá er það samt styrkur hans sem leikara, að sýna íslenzka skapgerð. Hvar sem gripið er ofan í íslenzku hlutverkin, sem hann hefir leikið, rekst maður á verðmæti, sem hann hefir skilað leiksviði voru fyrir með- ferðina á þeim. Þetta gildir ekki einasta um þau hlutverk, sem nefnd voru, heldur líka Freystein á Kotströnd í Lénharði fó- geta, Gottskálk í Berghyl í „Dansinum í Hruná“, Gamla Jón í Dómum Andrésar Þormars og Grím í Jósafat. Hvar og hvé- nær Friðfinnur Guðjónsson hefir lært að leika sitt eigið þjóðlíf, verður ekki rætt hér, en það er staðreynd, að hann kann það öllum leikurum vorum framar. Það hefir verið sagt í mín eyru og af manni, sem var dómbær um þau efni, að þau frk. Gunnþórunn Halldórsdóttir og Friðfinnur Guðjónsson minntu sig á leik- ara á fremsta leikhúsi Norðurlanda fyrir aldamót. Þetta var síður en svo sagt þeim til hnjóðs, því maðurinn var Sven Poulsen ritstjóri, bróðir Olafs og Emils Poulsens, hinna víðkunnu leikara konunglega leik- hússins í Höfn, og á því tímabili, sem hann tiltók, voru einmitt sérstaklega góðir leik- arar starfandi við leikhúsið. En Sven Poul- sen skýrði ummæli sín með því að segja, að leikaðferð Gunnþórunnar og Friðfinns væri sönn og laus við allt tildur, sótt í leikskóla og óþjóðlp'- ’r bókmenntastefnur, — að hún væri eakert tízkufyrirbrigði, heldur væri hún byggð á varanlegum verðmætum — fyrirmyndum sóttum í þjóðlífið sjálft. L. S. er þvottasápa nútímans.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.