Vikan


Vikan - 05.04.1939, Qupperneq 8

Vikan - 05.04.1939, Qupperneq 8
8 VIKAN Nr. 14, 1939 Skrifborð Friðriks mikla, geymt á safnahúsi í Berlín. í norðurhluta Berlínar með hinum stóru iðjuverum, eins og t. d. AEG og Siemens, liggur gata þessi á stórum brúm yfir „Berliner Nordhafen", mynduð af ánni Spee og skipaskurðum, sem liggja að henni og frá. Þar sem gatan nálgast miðbæinn, þurfti hennar vegna að flytja jámbrautarstöð eina allmikla algjörlega undir jörðina. En að sunnan er akvegur þessi tengdur við „Flughafen Berlin“, en þar er nú verið að leggja síðustu hönd á stærstu flug- höfn Evrópu. Þakið á afgreiðsluskálanum er búið út sem áhorf- endasvæði, vegna flugsýninga og eru þar sæti fyrir 100,000 manns. Enn lengri, eða alls um 50 km., verður þó gatan, sem verið er að leggja gegnum Berlín frá vestri til austurs: „Ost-West-Achse“. Hennar vegna þurfti ekki, a. m. k. í vesturhluta borgarinnar, að gera eins stórfelldar breytingar, því að hér vorufyrirhendiallbreið- ar, hér um bil beinar götur, sem liggja frá Spandau og Potsdam, fram hjá útvarpsstöðinni, að „Tiergarten“, dýragarðinum, sem er rétt fyrir vestan Brandenborgarhliðið. Að öðru leyti ber þessi skógur, sem er um þrír ferkílómetrar að stærð, og einnig nefnd- ur: „lungu Berlínar“, nafnið frá þeim tíma, þegar Berlín var lítil og veiðimennska hirðmanna mikil. Eftir að vesturgata þessi kemst inn fyrir Brandenborgarhliðið, heitir hún „Unter den Linden“. 1 suður liggur þá Wilhelmstrasse, Downing Street Berlínar, en nokkru austar keisarahöllin og dóm- kirkjan beint á móti. Þar á milli er háskólinn, sem eftir nokkra mánuði mun verða fluttur út úr borginni, vestur á bóginn, í skemmtilegt skóga- og vatnahverfi, skammt frá Olympíuleik- vanginum. Fyrir austan keisarahöllina liggur austur-öxullinn um einn hinna allra elztu borgarhluta, með þröngum, dimmum götum, gömlum kirkjum og brjóstviðaveikum húsum. En nú hefir bæjarstjórnin keypt þar hvert einasta hús og hverja einustu lóð til þess að veita austur-öxlinum svigrúm, loft og birtu. Skammt þar frá er „Alexander-Platz“, torg það í Berlín, sem í 20 ár hefir verið „í viðgerð“, imz því verki var lokið nú fyrir skemmstu. Þar liggja nú tvær neðanjarðarbrautir, hver yfir ann- arri. Þá kemur gatan og yfir henni liggur járn- brautin og við hliðina á henni rennur áin Spree, svo sízt er þar skortur flutningaleiða. Hinir daglegu fólksflutningar í Berlín eru miklir. Daglega flytja hin opinberu flutninga- tæki, járnbrautir, ofan og neðan jarðar, strætis- Vagnar og sporvagnar, fjórar milljónir farþega. Auðvitað ber ekki að skilja tölu þessa þannig, að hver einasti Berlínarbúi — en þeir eru um 4i/2 milljón — noti daglega eitt af þessum flutningatækjum. En straumurinn frá bústaða- hverfunum að skrifstofu-, verzlanna- og verk- smiðjuhverfunum, er svo mikill, að meðaltalið verður eins og að ofan greinir. Einu atriði má ekki gleyma, þegar talað er um samgöngumar í Berlín og endurbætur þeirra í austur og vestur, norður og suður. Það er ferðafýsni Berlínar- búanna á laugardögum, sunnudögum og öðrum helgidögum. Þá er farið á íþróttavelli, skeiðvelli, siglingastaði á vötnum, skemmtistaði í skógarbeltinu, sem er kring um Berlín, og síðast en ekki sízt til „Laubengárten“, en svo nefnast þeir hundrað- þúsundir smágarða, sem liggja í kring um Berlín eins og kinda- spörð um kvíaból. Aki maður með jámbraut eða í bíl til Berlín- ar, liggur leiðin um 20—30 km. langan veg, gegnum þessa garða, sem tengja hverja útborg við aðra og þær allar við aðalborg- ina, en Gross-Berlín er samansett af á annað hundrað útborg- um og aðalborginni. Eigendur þessara garða em verkamenn, skrifstofu- og búðarmenn, sem eiga heima í sjálfri borginni. Um hverja helgi aka þeir með konu og börn út að sínum „Laubengarten" og koma heim með fangið fullt af blómum, ávöxtum og grænmeti. Þetta er þeim ómetanleg búbót, auk ánægjunnar; sem fólk get- ur haft af slíkri jarðarspildu og timburkofa. Vilji einhver að- komumaður koma sér vel við ósvikinn Berlínarbúa, einkum af eldri kynslóðinni, mun ávallt vera heppilegt að tala við hann um ,,skrúðgarðinn“ hans, því að annaðhvort á hann skrúð- garð eða hann hefir alltaf langað til að eignast hann. Hér var snortinn fyrsti strengurinn í hjarta Berlínarbúa: hann er ötull, framsýnn, iðinn, sparsamur, elskar náttúruna og útilífið. Og svo þetta: hann er óvenjulega mikið gefinn fyrir aga, og hefir sá eigirileiki, eins og blómaástin, gengið í erfðir frá munka- og kjörfurstatímabilinu. Nú á dögum þarf um- ferðarráð bæjarins varla að tilkynna einhverja umferðarreglu oftar en einu sinni. Samdægurs fer hver einasti bæjarbúi eftir henni, og sérstaklega þeir yngstu. Þeir skilja þetta undir eins og benda eldra fólkinu á brot gegn þessum reglum. 1 öðru lagi er sérhver Berlínarbúi fagmaður í einhverju. Auðvitað eru allir vinnandi menn sérstaklega vel að sér í sinni grein, annars myndu þeir ekki þola samkeppni lífsbaráttunnar, sem er þar harðari en víða annarsstaðar. En svo hafa flestir eitthvert auka-eftirlætisfag. Hjá unga fólkinu er það einkum vélaþekking eða íþróttakunnátta. Það er varla til sú tegund bifreiða, sem ósvikinn Berlínarstrákur þekkir ekki út í æsar. Einu sinni var bifreiðaeigandi einn að breiða hlífðarteppi yfir vatnskassann á bílnum sínum, og tveir unglingar horfðu á hann og sögðu: „Þó að þú breiðir nú yfir merkið, sjáum við að þetta er Opel 1926!“ Eins er með íþróttirnar og sérstaklega leikreglurnar. Eng- inn dómari getur verið svo fljótur að flauta við eitthvert brot gegn reglunum, að unglingarnir í ódýrustu sætunum hefðu ekki flautað áður eða hrópað. Svo er eftir þriðja aðaleinkenni Berlínarbúans: Hann er Framh. á bls. 18.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.