Vikan


Vikan - 01.06.1939, Page 4

Vikan - 01.06.1939, Page 4
4 VIKAN Nr. 22, 1939 með fullum krafti og af öllu afli. Til þess má nota aðra hendi eða báðar, eftir því sem á stendur. Islenzkir markverðir nota mjög lítið hnefana, en enskir, þýzkir og ítalskir markverðir hafa fyrir löngu tekið upp þá sjálfsögðu varnaraðferð. 3) Ef þú ræðst gegn andstæðing framan við markið, verðurðu oft ,,að grípa til fótanna", ef svo mætti að orði komast. Um það er mikið til sama að segja og um hnefavörnina, varnarleik- ur á þann hátt er þýðingarlaus nema leikið sé hart og örugglega. Til þess að ná öruggum leik á því sviði, er mark- verði ráðlegt að æfa sig einnig á öðrum stöðum í liðinu. Sérhver markvörður verður að ná fullkominni leikni í þessum þremur höfuðgreinum markvörzlutækninnar. Þar með er í rauninni sagan öll, — því að enginn markvörður í víðri veröld, hversu „sniðugur" eða ,,genial“ sem hann kann að vera, kemst fram hjá þessum einföldu reglum. Með markvörzlukænsku á ég við þá hæfni markvarðar, að nota rétta varnaraðferð á réttu augnabliki, sem sé hæfileikann til að skera úr því, hvort grípa skuli eða slá knöttinn, bíða skuli mótstöðumanns í vissum tilfellum á rnarklínu eða ráðast gegn honum fram- an við markið. Þar sem leiktæknin er frekar komin undir lærdómi og æfing- um, verður markvörzlukænskan, eins og önnur leikkænska, meir undir eðli og gáfum komin. Hér eru mörkin, en að þeim liggja leiðir góðra gáfna eftir göt- um þrotlausra æfinga. Ef markvörður ræður yfir fullkominni leiktækni í öll- um einstökum atriðum, en honum skeikar svo á úrslitastund, að hann grípur til rangrar varnaraðferðar, þá verður hann aldrei rétti maðurinn í marki. Þar sem nú segja má, að leikkænsk- an velti mest á skynsemi leikmanns, og að góður markvörður sé að vissu leyti fæddur með þeim eðlisgáfum, þá verða ekki gefnar endanlega neinar æfingareglur um þá hlið. Á 90 mínútum leikur á ýmsu fyrir kappliði á vellinum og markvörðurinn verður á hverri einustu sekúndu að taka sínar ákvarðanir. Nokkrar grund- vallarreglur hafa þó myndazt á mörgum undanförnum áratugum, en þær hafa ekki tekið á sig form ákveðinna krafna, eins og gerðar eru til manna á æfingum í leiktækni, heldur birtast þær í almennum leiðbein- ingum. Ég set þær fram eitthvað á þessa leið: Gríptu knöttinn eins oft og þú getur, en ákveðir þú að slá hann, þá gerðu það ákveðið og af öllu afli. Þegar rigning er, ber að sýna gætni við knetti, sem fljúga hátt. Rakur knöttur er háll viðkomu og rennur út úr greipum þér. Þá er betra að slá, eða stöðva með höndunum, og grípa í fall- inu. Við hornspyrnu áttu alltaf að standa upp við marksúluna, sem fjær er. Kastaðu þér aðeins eftir knetti, þegar nauðsyn krefur. Hættan vofir yfir, þegar þú liggur á jörðinni og hefir misst knattarins. Oft kemur það að góðu gagni að fara fram úr mark- inu og ráðast gegn andstæðing. Ef þú tekur þá ákvörðun, þá verður þú að framkvæma hana hiklaust og ákveðið 4. mynd. 3. mynd. ið, að koma knettinum svo langt frá sér, að markið sé úr beinni hættu. Með flötum lófanum er aldrei hægt að slá knöttinn mjög langt, og duga því hér engin önn- ur ráð en nota hnefann, og það 5. mynd. og með fullum krafti. — Notaðu fæturna til varnar aðeins, þegar það er öldungis óhjákvæmilegt. Ég lýk þá þessum fáu athuga- semdum mínum um manninn í markinu. Þær eru engan veginn tæmandi, því að um þetta efni 6. mynd. mætti skrifa heila bók. Að lokum: Markvörðurinn ber mesta ábyrgð í liðinu, en þessi ábyrgð á ekki að íþyngja honum, heldur hvetja hann til dáða og til að skara fram úr, en möguleika til þess skapar hann sér með ástundun á æfingum. 1. mynd. inn eða þú hefir engan tíma til þess að grípa hann, — það hendir sig eftir hornspyrnur og þegar útframherjar leggja hátt fyrir markið — þá áttu að slá knöttinn frá með hnefanum (5. og <6. mynd). Þó það sé viðurkennt, að bezta varnaraðferðin er að grípa knöttinn, þá er þó um að gera, þegar henni verður ekki við kom-

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.